Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 16.02.2007, Blaðsíða 71
Bikarúrslitaleikur kvenna í Laugardalshöll kl. 14 á laugardaginn Frímiðar á leikinn í boði Actavis! Styðjum stelpurnar! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 8 4 3 2 Þýski landsliðsmaður- inn Markus Baur verður ekki í herbúðum þýska liðsins Lemgo á næstu leiktíð. Samningur þessa 36 ára gamla miðjumanns rennur út í sumar og Lemgo hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Baur, sem var keyptur til félagsins árið 2001. Baur á að baki glæstan feril í þýsku deildinni sem og með þýska landsliðinu. Hann varð að sjálfsögðu heimsmeistari með landsliðinu á dögunum sem og Evrópumeistari árið 2004. Hann var einnig í silfurliði Þjóðverja á HM 2003 og á ólympíuleikunum 2004. Á leiðinni frá Lemgo Forkeppni fyrir aðalkeppni í svigi karla var haldin á HM í alpagreinum í Åre í Svíþjóð í gær. Ísland átti þrjá fulltrúa og komst einn þeirra, Björgvin Björgvins- son, áfram í aðalkeppnina. Björgvin var með rásnúmer 3 og lenti í ellefta sæti. 25 efstu komust áfram í aðalkeppnina. Gísli Rafn Guðmundsson lenti í 31. sæti en hann var einnig nálægt því að komast í aðalkeppni stórsvigsins. Þorsteinn Ingason féll úr leik í fyrri umferð. Aðalkeppnin í svigi karla verður á morgun en í dag verður keppt í svigi kvenna. Komst áfram í svigkeppnina Belgíski knattspyrnu- maðurinn Emile Mpenza hefur greint frá því að hann sé hárs- breidd frá því að ganga til liðs við Manchester City. Hann hefur sagt upp samningi sínum við Al- Rayyan í Katar. Samningurinn við City mun vera til fjögurra mánaða með þeim möguleika að framlengja til næstu þriggja ára ef hann stendur undir væntingum. Mpenza er 28 ára gamall. Á leið til City Keflavík og Haukar mætast í bikarúrslitaleik kvenna á laugardaginn og ætli Keflavíkur- konur sér sigur í leiknum þurfa þær að gera eitthvað sem þær hafa ekki afrekað í einn og hálfan áratug. Þær hafa ekki unnið úrslitaleik án Önnu Maríu Sveins- dóttur í 14 ár, eða síðan veturinn 1992-93. Keflavík var þá með yfir- burðalið og vann alla 18 leiki sína. Síðan þá hefur Keflavík aðeins unnið titil ef Anna María var með. Keflavík tapaði án Önnu Maríu í bikarúrslitunum 2001, hefur tapað öllum úrslitaleikjum sínum í Fyrirtækjabikar KKÍ án hennar og þá hafa allir sex leikir liðsins í lokaúrslitunum Íslandsmótsins tapast þegar Keflavíkurkonur hafa ekki getað leitað til Önnu Maríu inni á vellinum. Anna María Sveinsdóttir vann tólf Íslandsmeistaratitla og tíu bikarmeistaratitla með Keflavík, þar af lék hún 13 bikarúrslitaleiki. Anna María skoraði 201 stig í leikjunum þrettán og er stiga- hæsti leikmaður bikarúrslitaleiks karla og kvenna frá upphafi. Anna María hefur alls tekið þátt í 25 úrslitaleikjum eða úrslita- einvígum og unnið 20 þeirra. Það má segja að Helena Sverrisdóttir hafi tekið við krúnunni af Önnu Maríu því Haukar hafa unnið alla úrslitaleiki sína með hana innan- borðs. Helena hefur leikið frábær- lega í úrslitaleikjum sínum. Hún var með 22 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst í bikarúrslitaleiknum 2005, skoraði 20 stig, tók 14 frák- öst og gaf 7 stoðsendingar í úrslita- leik Powerade-bikarsins 2005, var með 18 stig, 13 fráköst og 9,3 stoð- sendingar að meðaltali í lokaúr- slitum Íslandsmótsins 2006 og í eina úrslitaleik tímabilsins til þessa, úrslitaleik Powerade- bikarsins, skoraði hún 33 stig og gaf 12 stoðsendingar. Hafa ekki unnið án Önnu Maríu í 14 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.