Ísafold - 30.09.1878, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.09.1878, Blaðsíða 4
96 ÍSAFOLD. 2%78 að honum væri líf gefið, en Bismarck lagt fast á móti þvi. f>að hefir verið regla Vilhjálms keisaraí 12 ár, að náða alla lífleysingja. -— Kristín drottning, móðir ísabellu annarar Spánardrottningar og ekkja Ferdínands konungs sjöunda (f 1833), andaðist á Frakklandi 22. þ. m., á átt- ræðisaldri. — Á Ítalíu er trúarflokkur einn, er Lazzaristar nefnast, eptir höfundi sín- um og höfðingja, David Lazzaretti, er þeir kölluðu spámann. þ>eir kenna meðal annars margkvæni, eins og Mor- mónar. Fyrir fám dögum (18. þ. m.) gjörðu nokkrir þeirra, nál. 2000, upp- hlaup, og börðust við lögregluliðið. Flokknum stýrði spámaðurinn sjálfur, „hinn heilagi Davíð“. Hann bar kon- ungsskrúða, kórónu á höfði og járn- rekna kylfu í hendi. Sveit hans hróp- aði í sífellu: „Lengi lifi Guð og hið kristna þjóðveldi, og dýrð sje Kristi, sem niður er stiginn á jarðríki í annað sinn! “ þessi Kristur var Davíð Laz- zaretti. J>egar foringi lögregluliðsins á- varpaði hann og bað hann að hverfa á burt með flokk sinn, svaraði hann : „Jeg er konungur!", bauð mönnum sínum að fletta hermennina vopnum og laust foringjann með kylfu sinni. Varð síðan bardagi, og fjekk spámaðurinn banaskot, en menn hans flýðu. — 1 Stokkhólmi stóð nokkra daga í vikunni sem leið fjölsóttur fundur lög- fróðra manna og hegningarhúsastjóra úr ýmsum álfum og löndum, til að ráðgast um betra fyrirkomulag á fang- elsum og hegningarhúsvist sakamanna. — Dagana 28.—30. þ. m. áttu lög- fræðingar af öllum Norðurlöndum (nema íslandi) fund með sjer í Kristjaníu til að bera saman bækurnar um ýms laga- mál, þar á meðal um kviðdóma. Helzt- ur formælandi kviðdóma hjer á Norð- urlöndum er Goos, prófessor í lögum hjer við háskólann. Hann mælti sköru- lega fram með þeim á fundinum, og ýmsir góðir menn aðrir; en sumir and- mæltu. Hjer í Danmörku hafa að sögn ungir lögfræðingar bundizt í fjelag til að koma á kviðdómum, samkvæmt fyrir- heiti þar um í grundvallarlögum Dana. — Jarðskjálfti var morguninn þann 26. ágúst í Elberfeld, Köln, Osnabriick og Barmen.— I Hannover, sjer í lagi Harburg, hefir brytt á óeirðum gegn Prússum af hálfu þess flokks, sem ann hinni gömlu konunga ætt Guelfanna, og sjálfstæði ríkisins; var talsvert upp- hlaup í Harburg, þegar kosningarnar til ríkisþings Prússa fóru þar fram; fjekk Guelfaflokks-þingmaður Grote 700 atkvæði fram yfir prússneska flokks- manninn. Voru þau brögð að upp- hlaupinu, að margir voru vegnir, en fleiri meiddir stórmeiðslum. — í Dan- mörku lítur svo út, sem báðir flokkar vinstri manna muni ætla að halda sam- an þegar koSningarnar til landsþingsins fara fram í haust. — „Föðurlandið11 danska fyrir 28. ág. hefir grein inni að halda gegn brjefun- um hjeðan í „Morgunblaðinu“ danska ; er það vel farið að einhver hefir orðið til að svara Morgunblaðsgreinun- um i dönsku blaði. Ekki getum vjer samt trúað því, sem segir í enda grein- arinnar, að höfundur Morgunblaðsbrjef- anna muni „bæði vilja vera landshöfð- ingi, landsskrifari og skólastjári“. pó maðurinn sje að líkindum fjölhæfur, þá mundi hann þó í bráðina láta sjer nægja eitt af þessum embættum. „Díana“ kom hingað laugardaginn þ. 28. þ. m., eptirió dagaferð afSeyð- isfirði og 27 daga frá Kaupmannahöfn. Með henni komu um 100 farþegar, þar á meðal frú Thorgrimsen á Eyrarbakka, frú Sivertsen og frú Guðjohnsen úr Reykjavík og fröken Linnet úr Hafn- arfirði, kaupmennirnir Hjálmar Jónsson á Flateyri, Lárus Snorrason og Falck á ísafirði, Gram frá pingeyri, Daniel Thorlacius frá Stykkishólmi, og Vigand Clausen með konu og börnum, ýmsir stúdentar, skólapiltar og kaupafólk. — Að norðan (úr pingeyjar- og Eyjafjarð- arsýslum) frjettist mesta illviðri um það leyti skipið fór; kviðsnjór víða og lítt fært með hesta; er hætt við að talsvert af heyi missist. Ekki kom „Díana“ í þetta skipti á Skagaströnd, en kaupa- fólk ber líka fregn úr Skagafirði og Húnavatnssýslu. Bót er i máli að vel hafði heyjazt og nýtzt á undan. — Jón landsskrifari Jónsson og Frið- rik Stefánsson í Vallholti eru kosnir þingmenn í Skagafjarðarsýslu. síra Eiríkur Briem, og síra Olafur Björns- son á Ríp höfðu einnig boðið sig fram og enn 3 bændur. — Hinn setti skólakennari, Jón Sveinsson kom ekki inn með þessu skipi. Skólakennari 1 G-isli Magnússon | S er dáinn (íSkotlandi), og missir bæði I I land og skóli þar lærðan mann. I — Sunnudaginn þann 15. þ. m. var þvílíkt ofsaveður undir Austur-Eyjafjöll- um, í Mýrdal og þar austur eptir, menn vita enn þá ekki hve langt, að hávaði manna missti eitt eða fleiri kýr- fóður af heyi. Á Raufarfelli undir Eyjafjöllum sló niður 8 fullorðnum kind- um til dauðs. — Á Síðumanna-afrjetti, í útsuðurs- horninu á Vatnajökli hafa fundizt 2 grösugir dalir. Norður af dölunum er vatn, sem haldið er að Tungnaá og Skaptá renni úr. Fjöll þau sem dalir þessir liggja í, hafa áður verið kölluð Skaptárfjöll, eru nú kölluð Fögrufjöll; virðast þau vera áföst við Vatnajökul, nema hvað Skaptá mun renna fram milli þeirra og höfuð-jökulsins. Góð beit er þar fyrir fje, en að öðru leyti eru þessi fjöll og dalir ekki nægilega kannaðir. íslendingar bíða eptir því, að einhver Englendingur ráðist í það. Auglýsingar. Undirskrifaður býður 4 krónur í flutningskaup á hverju skippundi af brennisteini, frá Kerlingarskarði í Löngu- hlíðarfjöllum til Hafnarfjarðar. Brenni- steinninn er afhentur í pokum fyrir neð- an skarðið. Hafnarfirði, 20. sept. 1878. IV. G. Spence Paterson. SKÝRSLA um gjafir til kirkna í tíð undirskrifaðs prófasts í Norðúr-ísafjarð- arprófastsd. á árunum frá 1868 til 1878. 1. 1869 gaf heiðursbóndinn nú dannebr.m. Gísli Bjamarson á Ármúla Melgraseyrar-bænahúsi 50 rd. eða 100 kr., auk þeirra 300 kr. og fl., er hann áður hafði gefið til byggingarinnar; og er það mest honum að þakka, að þetta tekjulitla guðshús er nú því nær skuld- laust, og þó í góðu standi. 2. 1870 gaf óðalsbóndi R. Árna- son í Æðey Unaðsdalskirkju úthöggna trjemynd af Kristi á krossinum, fremur vandaða og vel gjörða, og enn fremur nýja handbók. 3. 1874 gaf söfnuðurinn, einkum þeir, er búa í ísafjarðarkaupstað, fyrir milligöngu þá verandi fjárhaldsmanns herra S. J. Nielsens, kirkju sinni að Skutulsfjarðareyri lítið, hljóðgott orgel, er kostaði nál. 460 kr. 4. Sama ár gáfu þeir herrar, stór- kaupm. Sass í Kaupmannah. og verzl- unarfulltrúi hans, hra Wilh. Holmáísa- firði, sömu kirkju: a, kaleik af silfri, gylltan innan; b, bakstursdósir af svart- lituðu fínu porcelini með gylltum krossi; og c, altariskönnu af sömu gerð ; allt þetta er fremur prýðilegt. 5. 1876 gaf söfnuðurinn sömu kirkju, fyrir milligöngu fyrnefnds fjár- haldsmanns hennar, koparklukku, er kostaði nál. 300 kr. 6. 1878 gaf núverandi fjárhaldsm. herra kaupm. M. Jochumsson á ísafirði sömu kirkju nýtt, vandað og fremur prýðilegt altari, og kona hans, húsfrú Sigríður Guðmundsdóttir, nýjan messu- skrúða, nfl. altarisklæði af rauðu silki- flöjeli með gylltum krossi og hökul af sömu gerð; öllu þessu, er til samans mun hafa kostað allt að 300 kr., var nákv. lýst við visitatiu 19. dag júlím. 1 ár. 7. Hefir Hólskirkju í Bolungarvík við ýms tækifæri gefizt ýmislegt, sum- part af ónafngreindum; ennfremur hefir fjárhaldsmaður hennar, herra Halldór Magnússon í J>jóðólfstungu, fyrir nokkr- um árum síðan látið í kirkjuna nýjan og all-sæmilegann ljósahjálm af kopar, er hann eigi hefir fært kirkjunni til út- gjalda og þess vegna umtalslaust gefið henni. Allar þessar gjafir eru þess eðlis og svo verulegar, að verðugt er, að þeirra sje getið, hinum veglyndu gef- endum til maklegs heiðurs og þeirrar viðurkenningar, er jeg með skýrslu þess- ari alúðarfyllst og þjenustusamlega leyfi mjer að láta í tje. ísafirði, 10. dag ágústm. 1878. Arni Böðvarsson. Ritstjóri: Grímur Thomsen, doctor phil. Prentsmiðja „Isafoldar“. — Sigm. Guðmundsson. Brjef frá amtmanni Pingel til Arnórs sýslum. Jónssonar i Borgarfj.s. (Útlegging). Jeg hefi stefnt landfógetanum (Drese) til Kópavogsþings, til þess dóm að líða í tveim málum, sem jeg ætla að höfða móti honum. Og þar eð Guðni Sig- urðsson (sýslumaður í Gullbringusýslu) er enn þá ókominn að norðan, verð jeg að ómaka yður til að vera setudómari í þessum málum. Jeg kýs með ásettu ráði svo skynsamann mann fyrir dóm- ara, og vona þjer iðrizt ekki eptir ó- makið, því jeg skal gjöra bón yðar í annað skipti; hús mitt og borð skal vera yður til reiðu; og ef þjer komið sjóleiðis, biður konan mfn yður um, að koma með dálítið af fínum sandi. Guð veri með yður. Yðar þjenustureiðubúinn Bessastöðum, 29. okt. 1796. Piflgcl.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.