Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 31
■ „Það er kannski ekki nein sérstök ástæða fyrir þvi að við fórum út í tölvupoppið svokallaða. Þetta var nýtt og forvitnilegt auk þess sem við áttum allir hljóðgervla (syntheseizera) og fjögurra rása upptökutæki en á það tókum við upp okkar fyrsta lag “Skyr með rjóma“ sögðu þeir félagarnir í Sonus Futurae í samtali við Tímann er við spurðum þá um tónlist þeirra tölvupoppið. Sonus hefur nýlega sent frá sér sína fyrstu skífu, 12 tommu, með sex lögum en sveitina skipa þeir Þor- steinn Jónsson, Krístinn R. Þórísson og Jón Gústafsson „Við byrjuðum að spila saman í áttunda bekk en síðan slitnaði samband- ið um nokkurn tíma. Við komum síðan saman aftur um jólin í fyrra og þá má segja að sveitin hafi orðið til en nafnið kom ekki fyrr en seinna. Opinberlega byrjuðum við síðan að spila í sumar, fyrst í Óðali en síðan í félagsmiðstöðv- um... skruppum svo til Akraness um daginn en eftir að platan er komin út förum við sennilega aftur á þessa staði til að kynna hana“. Félagarnir í Sonus koma allir af Seltjarnamesinu, Þorsteinn og Kristinn sjá um lagasmíðina en Nonni sér um textana. Þeir segja að yfirleitt séu lögin samin fyrst á gítar eða píanó, ekki beint á hljóðgervlana þótt stundum komi fyrir að allur gangur sé á þessu.. „sum lögin hafa orðið til við að djammað sé á hljóðgervlana en yfirleitt höfum við samið eitthvert grunnstef áður sem við vinnum útfrá“.... Hvað framtíð tölvupoppsins varðar eru þeir í Sonus mjög bjartsýnir. „Þessi bóla springur ekki strax, mjög margar hljómsveitir em byrjaðar að nota þessi tæki í einhverjum mæli enda eru möguleikamir sem þau bjóða upp á ■ Hljómsveitin Sonus Futurae ..ÞETTA VAR NYIT OG FORVIT\ILEGT” — rætl við Sonus Futurae sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu plötu en tónlist þeirra flokkast undir tölvupopp óendanlegir, hvað varðar hljóð og samsetningar og það mun líða mjög langur tími þar til búið verður að nota alla þá möguleika til hlítar auk þess sem stöðugt er verið að finna upp eitthvað nýtt á þessum vettvangi. Annað er að um leið og menn fara að nota þessi tæki að ráði til að búa til tónlist verða menn opnari fyrir öllu og leyfa sér meira í sköpuninni" sögðu Sonus menn. Þeir sem ekki þekkja Sonus hafa kannski sé þá í Skonrokki í gærkvöldi þar sem þeir riðu á vaðið sem fyrsta íslenska númerið í þeim þætti, með lag sitt „Myndband". -FRl Þeyr ríða á vaðið ■ Heimsmetstilraun SATT hefst nú um helgina. Það verður líklega hljómsveitin Þeyr sem ríður á vaðið, en síðan taka við aðrar þekktar og óþckktar hljómsveitir og leika næsta hálfa mánuðinn þar til takmarkinu er náð. Heimsmetstilraunin fer fram í Tónabæ og rennur allur ágóði, ef einhver verður í byggingarsjóð SATT, en samtökin eru að gera mikið átak í þeim málum um þessar rnundir, m.a. með byggingarhapp- drætti. Hver hljómsveit mun leika í scx til tólf klukkustundir og ríkir mikill áhugi meðal hljómlistarmanna með þessa tilraun. Allir gefa þeir vinnu sína og enn hcfur enginn neitað ef til hans hefur verið leitað. Gamla heimsmetið sem sett var í V-Þýskalandi fyrir mörgum árum hljóðar upp á 13 sólarhringa og níu klukkustundir. Er því ljóst að þetta verður mikil törn, cn stefnt er að því að engin hljómsveit komi oftar frant en einu sinni. Til að gera þessa tilraun enn skemmtilegri verð- ur dregið úr nöfnum allra þeirra hljómsveita sem komast yfír sex klukkustunda markið og fær hin útvalda hljómsveit sex þúsund krón- ur í verðlaun. Einnig verður dregið úr nöfnunt þeirra sem sigrast á 12 klukkustunda múrnum, en vcrö' - launin þar eru 20 tímar f einhverju þeirra stúdíóa sem gefið hafa SATT tíma í tilefni af byggingarfram- kvæmdunum. ESE BYGGINGARHAPPDRÆTTISATT '82 Verðlaunagetraun - Dregið út vikulega úr réttum svörum Ath! rétt svör þurfa að hafa borist innan 10 daga frá birtingu hvers seðils. SATT SAMTÖK ALÞÝÐUTÓNSKÁLDA OG TÓNLISTARMANNA EFLUM LIFANDITONLIST HVAÐ HEITA ÞESSIR TONLISTARMENN????? Myndimar hér að ofan em af þekktum tónlistarmönnum sem allir em meðlimir i SATT (Samband Alþýðutónskálda- og Tónlistarmanna) Ef þið vitið nöfn þeirra, skrifið þá viðeigandi nafn undir hverja mynd. Fyllið síðan ut i reitinn hér fyrir neðan: nafn sendanda, heimilisfang, stað, símanúmer. Utanáskriftin er: Gallery Laskjartorg, Hafnarstræti 22 Rvík., sími 15310 Látið 45 kr. fylgja með og við sendum um hæl 1. miða í Byggingarhappúrætti SATT (dregið 23. des.). ATHI Rétt svör þurfa að berast innan 10 daga frá birtingu hvers seðils, en þá verður dregið ur réttum lausnum. ALLS BIRTAST 4 SEÐLAR FYRIR JÓL. VINNINGAR í BYGGINGARHAPPDRÆTTISATT: (Dregið 23. des. '82) ca o PQ cn <c o í. 2. I 3' I 4.-5. : 6. M 7. 8.-27. Renault9 FiatPanda RENAULT 9 -1 Evrópu kosinn bíll ársins '82 Verð í daq kr. 149.000. Uttekt i hljóðfæraversl. Rin & Tónkvisl aðupphkr. 20.000, samt. Kenwood ferðatæki ásamt tösku Eenwood hljómtækjasett i bilinn Úttekt i Gailery Lækjartorgi og Skifunni - íslenskar hljómplötur að upphæð kr. 1.000,- kr.121.000,- kr. 46.000,- kr. 40.000,- kr. 19.500,- kr. 19.500,- kr. 20.000.- Dregið verður nk. fimmtudag úr réttum / svörum viö seðli nr. I. - Urslit birtast i Helgarblöðunum NAFN - HEIMILI STAÐUR SÍMI — Verðmæti vinninga alls kr. 375.000,- Ath. utanáskrift: Gallery Lækjartorg, Hafnarstræti 22, Rvik, sími 15310. Vinningar í boði í verðlaunagetrauninni: 1. IWAMA - klassískur kassagítar frá hljóðfæraversl. Tónkvísl, verð kr. 2.330,- HEILD ARVERÐMÆTIVINNINGA SAMTALS KR. 2.330,- ATH: Þú mátt senda inn eins marga ' seðla og þú vilt. Kr. 45 þurfa að fylgja hveij'um seðli og þú færð jafnmaiga miða í Byggingahappdrætti SATT senda um hæl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.