Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 4
14
íþróttir
3. deild... 3. deild... 3. deild...
A-riðill
ÚRSLIT HELGARINNAR:
HV:Selfoss ................. 1:3
Armann:Snæfell.............. 2:1
Grindavík:Skallagrímur ..... 0:0
ÍK:Víkingur................. 1:1
Selfoss heldur áfram sigurgöngu
sinni í þessum riðli og nú um helgina
lögðu Selfyssingar lið HV með þremur
mörkum gegn einu. Mörk Selfyssinga
gerðu Heimir Bergsson 2 og Jón B.
Kristjánsson 1 og voru þau öll gerð í
fyrri hálfleik undan strekkings vindi. í
síðari hálfleik tókst HV ekki að svara
nema cinu sinni fyrir sig og var þar að
verki Steinn Helgason sem skoraði úr
vítaspyrnu.
Snæfell hafði yfir, 0:1, í hálfleik
gegn Ármanni og skoraði Ingvar Jóns-
son mark gestanna. í síðari hálfleik
knúði Ármann hins vegar fram sigur
og skoruðu þeir Óskar Ásmundsson
(víti) og Brynjar Jóhannesson mörk
Ármenninga.
Grindavík og Skallagrímur gerðu
markalaust jafntefli í miklum baráttu-
leik í Grindavík. Leikurinn þótti held-
ur bragðlítill og jafn á báða bóga.
ÍK og Víkingur Ólafsvík gerðu jafn-
tefli í fjörugum og jöfnum leik í
Kópavogi. Mark ÍK gerði Þröstur en
Magnús Stefánsson jafnaði fyrir Vík-
inga.
Tindastóll
hefur gert
12 mörk í
tveimur síð-
ustu leikjum
Guðbrandur Guðbrandsson
með fernu gegn Sindra
B-riðill
ÚRSLIT HELGARINNAR:
HSÞ:Magni .............. 1:2
Huginn:Valur............ 1:0
Þróttur:Austri.................. 1:1
TindastólbSindri................ 6:0
Tindastóll sigrar nú í annað sinn í
röð með sex mörkum gegn engu og í
þetta skiptið var það Guðbrandur
Guðbrandsson sem blómstraði í
markaskoruninni en hann skoraði 4 af
mörkunum. Sigurfinnur Sigurjónsson
og Björn Sverrisson gerðu sitt markið
hvor. Svo virðist sem Króksararnir séu
illstöðvandi um þesar mundir og hafa
þeir nú 2 stig í forskot og 1 leik til góða
á Austfjarðaliðin þrjú, Austra, Þrótt
og Hugin en eiga reyndar eftir að
heimsækja þau öll og er hætt við að
Austfirðingarnir bíti frá sér á heima-
velli.
Þróttur og Austri gerðu jafntefli,
1:1, í blíðskaparveðri á Neskaupsstað-
arvelli á föstudagskvöldið. Fjöldi
áhorfenda mætti á völlinn til að hvetja
sína menn og sáu þeir Bjama Kristjáns-
son taka forystuna fyrir Austra í fyrri
hálfleik með gullfallegu marki, boltinn
þaut í þverslána og þaðan inn í
markið. Hinn kornungi Birkir Sveins-
son sem kom inn á sem varamaður
jafnaði síðan fyrir Þrótt í s.h. og þar
við sat.
Huginn vann góðan sigur á Val, 1:0.
Mark Seyðfirðinga gerði Kristján Jóns-
son en hann hafði þá ekki gert mark í
1 ár og 10 daga en hafði gert 8 mörk í
fyrstu 4 leikjum Hugins í fyrra.
Þeir Hringur Hreinsson og Jón Ing-
ólfsson tryggðu Magna sigur gegn
HSÞ. Mark HSÞ gerði Bjarni P. Arn-
aldsson. AST.
Staðan í A-riðli
Selfoss 8 7 0 1 21:9 14 ÍK .. 8 14 3 11:11 6
Skallagr. ... 7 5 2 0 15:4 12 HV .. 8 3 0 5 15:22 6
Grindavik .. 8 5 12 13:11 11 Ármann.. .. 7 115 5:10 3
VíkingurÓl .8 2 3 3 10:11 7 Snæfell .. .. 6 0 1 5 4:16 1
Staðan í B-riðli
Tindastóll . .7 6 1 0 24:3 13 Magni .. ... 6303 7:6 6
Austri .8512 15:7 11 HSÞ ... 8206 7:14 4
Þróttur .... .8512 15:9 11 Valur .... ... 7205 5:14 4
Huginn ... .8512 11:8 11 Sindri .... ... 8008 5:28 0
4. deild... 4. deild... 4. deild.
Hrafna-Flóki
tapaði áttun-
um og Haukar
sigruðu 14-0
A-riðill
ÚRSLIT HELGARINNAR:
StefninBolungarvík............ 3:1
Haukar:Hrafna-Flóki...........14:0
Haukar tóku á móti Hrafna-Flóka
með kjafti og klóm og áður en leikur-
inn var úti höfðu Hafnfirðingarnirgert
hvorki meira né minna en 14 mörk,
10:0 í hálfleik.
Markaskorun: Ómar Strange 4, Björn
Svavarsson 4, Gunnar Svavarsson 2,
Loftur Eyjólfsson 1, Henning Henn-
ingsson 1, Þór Hinriksson 1 ogGuðjón
Sveinsson 1.
Mörk Stefnis gcgn Bolvíkingum
gerðu Halldór Antonsson, Þorsteinn
Guðbjörnsson og Örn Hólm.
Leikmenn Óðins mættu ekki til leiks
gegn Reyni Hnífsdal, leikurinn var
flautaður á ogaf og Reyni dæmd stigin.
Staðan:
Haukar...... 6 5 1 0 32:1 11
Afturelding .5 3 2 0 18:6 8
Reynir Hn .. 7 3 1 3 9:8 7
Stefnir.... 7 1 5 1 12:12 7
Bolungarv. .7 3 1 3 8:13 7
Hrafna-Fl. .. 5 1 1 3 8:20 3
Óðinn...... 7 0 1 6 1:28 1
B-riðill
ÚRSLIT HELGARINNAR:
Augnablik:ÍR................... 2:4
Stjarnan:Hafnir................ 1:1
Grundarfjörður:Léttir ......... 1:2
1R vinnur hér þýðingarmikinn sigur
á Augnabliki. Mörk ÍRgerðui Halldór
Halldórsson 2 og Tryggvi Þór Gunn-
arsson 2 en mörk Augnabliks gerðu
Sveinn Ottósson og BirgirTeitsson.
Hafnir náðu óvænt jafntefli gegn
Stjörnunni á heimavelli hennar. Brynj-
ólfur Harðarson skoraði fyrir Stjörn-
una en Einar Haraldsson, gamall
Garðbæingur, gerði markið fyrir
Hafnir.
Léttir komst í 2:0 undan vindi í fyrri
hálfleik í miklum rokleik á Grundar-
firði. Fyrramarkið var sjálfsmark cn
hitt gerði Sverrir Geirsson eftir mikil
varnarmistök Grundfirðinga. Kristján
Ragnarsson minnkaði muninn fyrir
heimamenn í síðari hálfleik.
Staðan:
Stjarnan.... 7 4 3 0 16:4 11
ÍR............ 7 5 0 2 18:14 10
Léttir...... 7 4 0 3 13:12 8
Augnablik .. 7 3 2 2 11:12 8
Grótta ....... 6 2 13 16:15 5
Hafnir...... 7 12 4 10:14 4
Grundarfj. .. 7 0 2 5 9:22 2
C-riðill
ÚRSLIT HELGARINNAR:
Drangur:Hveragerði............. 2:1
Eyfellingur:Árvakur............ 0:6
VíkverjhStokkseyri ............ 4:2
Hveragerði náði forustunni á 1. mín
með merki Árna Svavarssonar. Drang-
ur gafst hins vegar ekki upp og tókst
að sigra með mörkum Ingva Karls
Jónssonar og Guðna Einarssonar.
Eyfellingum gekk illa að ná mann-
skapnum úr sveitastörfunum og máttu
þola stórt tap gegn Árvakri 0:6. Mörk
Árvakurs gerðu Ragnar Hermanns-
son 3, Friðrik Þór Friðriksson 1, Steinn
Jónsson 1 og óþekktur 1.
Víkverji heldur áfram sigurgöngu
sinni og að þessu sinni lentu Stokkseyr-
ingar í höndunum á glímuköppunum
fótfráu. Gísli Felix Bjarnason (hand-
boltamarkvörður), Hermann
Björnsson, Þröstur Sigurðsson og
Finnur Thorlasíus gerðu mörk Vík-
verja sem hefur nú örugga forustu í
riðlinum. Páll Leó Jónsson og Sól-
mundur Kristjánsson skoruðu fyrir
Stokkseyri.
Staðan:
Víkverji .... 7 6 10 20:5 13
Árvakur .... 7 4 12 20:10 9
Stokkseyri.. 7 3 13 19:15 7
Hveragerði . 7 3 0 4 13:11 6
Þór, Þorl.h. . 5 13 1 8:9 5
Drangur .... 6 2 0 4 8:14 4
Eyfellingur . 7 10 6 6:29 2
D-riðill
I þessum riðli fór fram 1 leikur sem
frestað var í 4. umferð. Glóðafeykir
tapaði fyrir Hvöt, 1:3. Mark Glóða-
feykis gerði Kolbeinn Konráðsson en
ekki er vitað hverjir skoruðu fyrir
Hvöt.
Staðan:
Hvöt.......... 3 3 0 0 6:1 6
HSS .......... 3 2 0 1 13:2 4
Skyttur ...... 4 112 2:12 3
Glóðafeykir ..4013 1:7 1
Frí var um helgina hjá liðunum
vegna þess að þau eru ekki nema 4 í
riðlinum.
E-riðill
ÚRSLIT HELGARINNAR:
Leiftur:Árroðinn............... 1:1
Reynir:Vaskur ................. 4:0
Svarfdælir:Vorboðinn........... 0:2
Leiftur og Árroðinn gerðu snyrtilegt
jafntefli á Ólafsfirði og þar með töpuðu
Ólafsfirðingarnir sínu fyrsta stigi.
Reynir sigraði Vask, 4:0 og fyrir
heimamenn skoruðu Tómas Viðarsson
2, Guðmundur Hermannsson og Felix
Jósafatsson.
Mörk Vorboðans gerði Páll Þór
Gunnarsson.
Stadan:
Leiftur...... 5 4 1 0 20:3 9
Reynir ...... 5 4 0 1 12:3 8
Vorboðinn ... 6 3 0 3 12:14 6
Árroðinn .... 6 2 13 13:13 5
Vaskur....... 6 2 0 4 10:17 4
Svarfdælir ... 6 1 0 5 7:24 2
F-riðill
Vegna Sumarhátíðar Ungmenna- og
íþróttasambands Austurlands var ekk-
ert leikið í riðlinum.
- AST
ÞRIÐJIIDAGUR U. JÚLÍ1983
Vio erum ódýrari!
Póstsendum um land allt
HfíGGPlMFOÍR
Smiðiuveai 14. st'mi 77152