Tíminn - 27.09.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.09.1989, Blaðsíða 16
680001 — 686300 ilii • SUÐ- VESTURLAND NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagölu, S 28822 $ m r.SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR aiceBllagur salur U1 laigu fyrir lamkvaml og fundarhöid é daginn sem á kvöldin. ÞRðSTUR 685060 VANIR MENN Iíniinn MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 Yfirskoðunarmenn ríkisreiknincjs gera athugasemd vegna þess að fjár- málaráðuneytið skaffaði vín i afmælisveislu Ingólfs M; largeirssonar: Alvarlegt brot á heimild til vínkaupa á sérkjörum Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings, þeir Geir H. Haarde, Lárus Finnbogason og Sv. Hálfdánarson hafa sent ríkisendur- skoðanda bréf þar sem þeir segja að afrit af reikningum frá ÁTVR bendi til þess að um alvarlega misnotkun á heimild ráðuneytis til kaupa á áfengi á kostnaðarverði hafi verið að ræða. Segja yfirskoðunarmennirnir að upplýsingar þeirra bendi til að þáverandi fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, hafi í byrjun maí 1988 pantað 106 flöskur af áfengi og latið senda þær a ei „Ekki verður af þessum gögnum ráðið“, segir í bréfi skoðunarmann- anna, „að þar hafi farið fram opinber móttaka á vegum ráðherra eða ann- arastarfsmanna ráðuneytisins. Þvert á móti bendir margt til þess að áfengi þetta hafi farið til einkanota á vegum aðila sem eru Stjórnarráði fslands óviðkomandi." Loks er í bréfi yfir- skoðunarmannanna til ríkisendur- skoðunar farið fram á að ríkisendur- skoðun afli skýringa á þessum áfeng- iskaupum og grípi til viðeigandi ráðstafana sé grunur um misnotkun um kaup á áfengi á kostnaðarverði á rökum reistur. Vilja þeir að áfengið verði endurgreitt á fullu útsöluverði og það verði einnig skoðað hvort um fleiri sambærileg tilfelli geti verið að di viö Ranargotu i Reykjavik. ræða á síðasta ári hjá fjármálaráðu- neytinu eða öðrum ráðuneytum. Sá sem býr á umræddu einkaheim- ili við Ránargötu er Ingólfur Mar- geirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. Hann hélt upp á fertugsafmæli sitt laugardaginn 7. maí 1988 og var áfengið sem hér um ræðir, 100 flöskur af freyðivíni, tvær flöskur af gini, tvær flöskur af vodka og tvær flöskur af whisky, sent heim til hans föstudaginn 6. maí. Sjálf veislan var haldin í félagsheimili Sjálfstæðis- flokksins á Seltjarnarnesi, en Ingólf- ur mun ekki hafa haft umráð yfir húsinu fyrr en á laugardag og því orðið að geyma pöntunina heima hjá sér þangað til. Ingólfur hefur ekkert viljað segja um þetta mál annað en að Jón Baldvin hafi boðist til að halda honum „kokteilboð" fyrir sjálfa veisluna, sem hann hafi þegið og kostnað við afmælishaldið hafi hann greitt sjálfur þó svo að boð þáver- andi fjármálaráðherra hafi farið fram áður á sama stað með sama fólkinu. - BG Ingólfur Margeirsson er bindindis- maður á vín og tóbak en nú eru áhöld um hvort það geti talist eðlileg risna fjármálaráðuneytisins að halda honum hanastélsboð. Jón Baldvin Hannibalsson. Hann bendir á að ekki hafi verið gerð athugasemd við að hann hélt 70 erlendum ritstjórum hanastélsboð að beiðni DV. Hann telur það ekki brjóta gegn reglun að halda einum ritstjóra kokteilboð,slíkt verði að teljast eðlilegt og í samræmi við reglur ríkisendurskoðunar og sam- þykktar ríkisstjórnarinnar frá því í vetur um áfengiskaup á kostnaðar- verði. Greinargerð Jóns Baldvins um vínkaup vegna afmælis Ingólfs Margeirssonar, ritstjóra og bindindismanns: Tel mig ekki hafa brotið reglur Hér á eftir fer svar það sem Jón Baldvin Hannibalsson gaf ríkisend- urskoðanda skriflega í gærkvöldi vegna áfengiskaupamálsins: Vísað er til bréfs yðar, sem dagsett er í dag og móttekið kl. 16:00. Bréfi yðar fylgir afrit af bréfi yfirskoðun- armanna ríkisreiknings 1988, þeirra GeirsH. Haarde, LárusarFinnboga- sonar og Sv. Hálfdánarsonar. Áður en mér barst bréf yðar í hendur hafði ég þó verið krafinn sagna um efni þess af fulltrúum fjölmiðla, sem augljóslega höfðu bréf yðar undir höndum. Það út af fyrir sig finnst mér að þarfnist skýringa. í bréfi yðar er þess óskað að ég geri grein fyrir sölunótum frá ÁTVR til fjármálaráðuneytis, en þær eru dags. 6. maí 1988 en á þeim tíma var undirritaður fjármálaráðherra. Skýringar mínar eru eftirfarandi: 1. Laugardaginn 7. maí 1988 efndi ég sem þáverandi fjármálaráð- herra til „kokkteilboðs" til heið- urs Ingólfi Margeirssyni, rit- stjóra, vegna fertugsafmælis hans. Boðið var haldið í félags- heimili Sjálfstæðisflokksins á Sel- tjamamesi. Meðal boðsgesta voru ýmsir samstarfsmenn mínir og heiðursgestsins þ.á m. starfs- menn fjölmiðla og þingmenn Al- þýðuflokksins en skv. flokkslög- um er ritstjóri Alþýðublaðsins meðlimur þingflokksins með full- um og óskoruðum réttindum. Undirritaður var veislustjóri í þessu boði. 2. Vegna þessa boðs fjármálaráð- ' herra voru pantaðar 100 flöskur af freyðivíni og 6 flöskur af sterku víni. Kostnaðarverð skv. gildandi gjaldskrá var kr. 18.820,- Útsöluverð hefði verið skv. upp- lýsingum ÁTVR kr. 38.580,- 3. Skýringin á því að pöntun ráðu- neytisins vegna boðsins var ekki afhent í félagsheimili Sjálfstæðis- flokksins, þar sem það fór fram, er sú, að ÁTVR mun ekki af- greiða pantanir yfir helgi. Pöntunin var því geymd yfir nótt á Ránargötu 22 (á heimili heið- ursgestsins), sem að öðru leyti sá um undirbúning boðsins og bar annan kostnað af því (leiga á sal, veitingar, o.fl.). Þar sem þessi ráðstöfun, sem á sér praktískai skýringar, getur vakið ókunnug- um grunsemdir um misnotkun, skal það tekið fram að heiðurs- gesturinn er bindindismaður á vín og tóbak. 4. í bréfi sínu fara yfirskoðunar- menn þess á leit við yður að þér gerið viðeigandi ráðstafanir, sé grunur á misnotkun á rökum reistur. Spurningin um misnotk- un hlýtur að byggja á mati á því, hvort ráðherra hafi verið óheimilt að halda umrædda veislu. Svarið við þeirri spurningu ræðst vænt- anlega af viðurkenndum reglum og hefðum. Þannig hafa t.d. ráð- herrar haldið samstarfsfólki sínu, t.d. starfsfólki ráðuneyta og sam- starfsmönnum í þingflokki, hóf af ýmsum tilefnum. T.d. kveðju- hóf, jólaboð o.fl. Þannig er t.d. ástæða til að spyrja, hvort ráð- herrar megi því aðeins halda samstarfsmönnum sínum boð, að þeir starfi í ráðuneytum, - séu embættismenn en ekki t.d. pólit- ískir samstarfsmenn. 5. Þessari greinargerð læt ég fylgja eftirfarandi fylgiskjöl: 1) Fundargerð ríkisstjórnar- fundar (dags. 24.01.89) þar sem forsætisráðherra lagði fram til- lögu ríkisendurskoðanda að breyttum reglum um áfengiskaup á sérstöku verði. Þar segir: „Heimild þessi er háð því, að vörur þær sem keyptar eru eigi að nota til risnu á vegum þessara aðila og að kaupin séu færð í bókhald hjá og greitt af þeim“. 2) Bréf forsætisráðuneytisins (dags. 26.01.89) þar sem hinar nýju reglur eru kynntar. 3) Bréf ríkisendurskoðanda, Halldórs V. Sigurðssonar, til forsætisráðherra (dags. 23.12.88) þar sem ríkisendurskoðandi rök- styður tillögur sínar um hvaða reglur skuli gilda í þessum efnum. í bréfi sínu segir ríkisendurskoð- andi m.a.: „Það er mitt mat að halda beri núverandi fyrirkomu- lagi við verðskráningu á áfengi til risnu hjá þeim aðilum, sem hér er um að ræða. Verðið er sem næst raunverulegu kostnaðarverði og hefur það verið notað til gjald- færslu gegnum árin. Samanburð- ur milli ára er því raunhæfur. Þá vekur ríkisendurskoðandi upp ýmsar spurningar um hvar séu hin eðlilegu mörk varðandi opin- bera risnu, hvort eigi „að hætta t.d. að bjóða til síðdegisdrykkju ýmsum félagasamtökum í tilefni af aðalfundi þeirra eða þingum. Má þartil nefna A.S.f., B.S.R.B, búnaðarþing, fiskiþing, B.H.M., kennarafélög, ýmis félög heil- brigðisstétta, ýmis félög sem starfa að líknarmálum og svo mætti lengi telja“. - í framhaldi af þessu segir ríkis- endurskoðandi í bréfi sínu: „Sumir telja þetta óþarfa risnu, en að mínu mati tel ég nauðsyn fyrir viðkomandi ráðherra að geta rætt óformlega við og kynnst mönnum. Það sé liður í því að viðhalda góðu sambandi milli að- ila. Þá er einnig til að taka fundi og þing norræna og alþjóðlegra samtaka, sem stundum eru haldin hér á landi og eru oft mjög fjölmenn". Nýlegt dæmi um þetta, sem varðar samskipti ráðuneyta fjölmiðla, mætti nefna. Þann 29.08.89 varð utanríkisráðherra við beiðni rit- stjóra Dagblaðsins þess efnis að halda boð fyrir u.þ.b. 40 erlenda ritstjóra og ávarpa samkvæmið. Þeg- ar sest var var að borðum reyndust ritstjórarnir vera 70 og kostnaður við boðið skv. reikningi kr. 249.063,00. Niðurstaða mín er því þessi: Ef það telst innan eðlilegra marka, skv. mati ríkisendurskoðanda, að risna ráðherra geti tekið til samstarfs- manna, embættismanna jafnt sem stjórmálamanna og félagasamtaka, innlendra sem erlendra, svo sem ráða má af bréfi ríkisendurskoð- anda, þá tel ég mig ekki hafa gerst brotlegan við reglur í umræddu til- viki. Virðingarfyllst, Jón Baldvin Hannibaldsson, utanríkisráðherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.