Tíminn - 19.10.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.10.1989, Blaðsíða 20
 R: 680001 — 686300 NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 ^ut^hoih »s i», rr; Leigjum út sali fyrir fundi og einkasamkvæmi og aöra mannfagnaði PÓSTFAX TÍMANS 687691 Tíminn FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 Hæstiréttur: 15 milljónir í skaðabætur Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að veitingahúsinu Broadway bæri að greiða ungum manni, sem féll af handriði sem er um hverfið dansgólf staðarins og hlaut við það mikil varanleg örkuml, 15 milljónir króna í skaðabætur. Tveir hæstaréttardómarar skiluðu sératkvæðum og töldu að fallast ætti á niðurstöður undirréttar að sök á slysinu bæri að skipta jafnt, þannig að gesturinn fengi 7,5 milljónir króna. Slysið sem um ræðir átti sér stað 2. júní 1986. Meirihluti dómsins telur að jafn- vel þó maðurinn hafi sýnt óaðgæslu hafi forsvarsmönnum veitingahúss- ins mátt vera ljóst að handriðið væri ófullnægjandi vörn. Hæstaréttar- dómararnir tveir sem skiluðu sérat- kvæði fallast á að við eiganda veit- ingahússins hafi verið að sakast, en einnig við manninn sjálfan sem slas- aðist, þar sem hann hafi sýnt óað- gæslu. -ABÓ Síldarvertíðin: Mesti söltunar- dagur til þessa Búið var að salta í um 30 þúsund tunnur í gærkvöldi, en gærdagurinn var mesti söltunardagur á vertíðinni til þessa og var alls saltað á 32 plönum. Mikil og góð síldveiði var á Hval- bak í fyrrakvöld og sl. nótt. Hátt hátt í þrjátíu bátar voru við veiðar á þeim slóðum og fegnu þeir vel yfir 2000 tonn. f fyrrakvöld var mest búið að salta á Höfn, eða í um 3700 tunnur, á Fáskrúðsfirði var búið að salta 3600 tunnur og í Grindavík var búið að salta um 3300 tunnur. -ABÓ Guðmundur Bjarnason, var fundarstjóri á „neyðarfundi“ um málefni geðsjúkra. Tímamynd: Pjetur Neyðarfundur Kiwanis Kiwanismenn stóðu fyrir „neyð- arfundi" í síðdegis í gær um ástand í málefnum geðsjúkra. Til fundar- ins voru boðaðir alþingismenn, borgarfulltrúar, embættismenn, íbúar sambýla og áfangastaða og starfsfólki í geðheilbrigðiskerfinu ásamt fleirum. Markmið fundarins og alls þess kynningaátaks í sam- bandi við K-daginn, sem veður á laugardaginn kemur, er að vekja athygli ráðamanna og almennings á ástandi í málefnum geðsjúkra, ekki síst hvað varðar húsnæðis- og endurhæfingamöguleika. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra sagði í ávarpi sem hann flutti á fundinum að það fólk sem ætti við geðræn vandamál að stríða fyllti ekki háværan þrýstihóp og bæri ekki vandamál sín á torg. „Óskir þess um úrbætur eru því ekki áberandi. Við sem ábyrgð berum verðum því að gæta okkar að gleyma ekki geðsjúkum,“ sagði heilbrigðisráðherra. Hann sagði að því væri ánægjulegt að vita að Kiwanishreyfingin á íslandi hafi tekið upp sem eitt af sínum aðal- baráttumálum að bæta aðbúnað geðsjúkra. „Hinn 21. október nk. er svokallaður K-dagur. Þann dag munu Kiwanis-félagar ganga fyrir dyr landsmanna og selja K-lykil- inn. Lykill þessi á síðan að opna geðsjúkum dyr að sambýlum sem Kiwanis-félagar hyggjast koma á fót fyrir andvirði landssöfnunar- innar. Hér er um mjög þarft verk- efni að ræða og ég vænti þess og veit að landsménn munu taka á með Kiwanis við að hrinda því í framkvæmd," sagði Guðmundur. -ABÓ Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fundar um EFTA/EB mál í Noregi: Norðurlandakratar þinguðu í Noregi Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra átti í gær fund í Osló með formönnum krataflokka á Norðurlöndum, ásamt formönnum alþýðusambanda innan jafnaðar- mannaflokka. Megin mál fundarins var staða Norðurlandanna innan EFTA og í við ræðum EFTA við Efnahagsbandalagið og hafði Jón Baldvin framsögu um það mál sem formaður ráðherranefndar EFTA. „Það urðu miklar umræður á eftir í lausu lofti Nýlega var þetta gamla timburhús flutt frá Frakkastíg í Vatnsmýrina í Reykjavík. Þar hefur risið skemmti- legt hverfi gamalla húsa sem ekki þóttu lengur passa á sínum gamla stað en núverandi eigendur vildu ekki sjá fargað. Tímamynd: Pjetur Óuppgert milli fyrrverandi og núverandi eigenda: VERÖLDí VANDA Samkvæmt heimildum Tímans hafa Flugleiðir hætt að leggja Ferðamiðstöðinni Veröld til far- seðla vegna vanskila ferðaskrifstof- unnar. Mun ástæðan fyrir van- skilunum vera deilur milli fyrrver- andi og núverandi eigenda um uppgjör gagnvart Flugleiðum. Við- ræður munu hafa farið fram um framhald á viðskiptum fyrirtækj- anna. Viðskipti Flugleiða við ferða- skrifstofurnar eru yfirleitt með þeim hætti að skrifstofurnar fá ákveðinn farðseðlakvóta sem síðan er gerður upp eftir sölu. Missi ferðaskrifstofa kvótann leiðir það til þess að hún verður að kaupa farseðla sinna viðskiptavina af söluskrifstofum Flugleiða. Ferðamiðstöðin Veröld var sett á laggirnar eftir harðar deilur þá- verandi eigenda Útsýnar, Þýsk-ís- lenska og Ingólfs Guðbrandssonar. Fyrir nokkru síðan keypti Svavar Egilsson kaupsýslumaður í Reykjavík meirihluta í Veröld. Andri Már Ingólfsson var fram- kvæmdastjóri eftir sem áður og faðir hans Ingólfur Guðbrandsson hefur enn ítök í fyrirtækinu. Örlög Útsýnar í höndum Þýsk-íslenska urðu aftur á móti þau að Úrval tók yfir ferðaskrifstofuna en Flugleiðir eiga meirihluta í Úrval. Einar Sigurðsson upplýsingafull- trúi Flugleiða vildi ekki tjá sig um þetta mál í gær og sagði hann að reglan væri sú að tjá sig ekki um viðskipti einstakra viðskiptavina. Ekki náðist í forsvarsmenn Verald- ar í gær. SSH minni framsögu, þar sem að menn gerðu grein fyrir stöðu mála í innan- landspólitík heima fyrir og hver væri stefna viðkomandi ríkisstjórna í þessum málum“, sagði Jón Baldvin Hannibalsson í samtali við Tímann í gær. Nokkurrar spennu gætti varð- andi stefnu nýju ríkisstjórnarinnar í Noregi í þessum málum. Búist hafði verið við því með hliðsjón af málefnasamningi þeirrar stjórnar að boðuð yrði breitt afstaða Norð- manna. Ekki liggur fyrir neitt áþreif- anlegt varðandi breitta stefnu, en Utanríkisráðherra Noregs hefur óskað eftir fundi með Jóni Baldvin í dag þar sem að hann mun gera grein fyrir stöðu málsins. Formenn krataflokka á Norður- löndum og formenn alþýðusam- banda sem eru innan vébanda krata- flokka hittast reglulega tvisvar á ári. Fundurinn í gær fór fram í Noregi. í dag hefst í Genf lokafundur stj órnar- nefndar EFTA, þar sem verða lagð- ar endanlegar skýrslur vinnuhópa sem verið hafa að störfum um EFTA/EB mál. Fundi stjómar- nefndarinnar lýkur á morgun. -ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.