Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.12.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2007 19 MENNING BÆKUR Ævisaga Guðni af lífi og sál. Saga þjóðar, manns og stormasamra stjórnmála Eftir Sigmund Erni Rúnarsson Útgefandi: Veröld, Reykjavík 2007 424 bls, myndir GUÐNI Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra er meðal þekktustu og vinsælustu stjórn- málamanna þessa lands. Hann hefir löngum skorið sig nokkuð úr í hópi stjórnmálamanna fyrir sérkennilegt málfar og kímni- gáfu, en er ræðumaður góður. Þeir sem til hans þekkja segja að hann sé einkar skemmtilegur í viðkynningu og flestum hjálpfús- ari. Í þessari bók er ævihlaup Guðna rakið þar til hann varð formaður Framsóknarflokksins á næstliðnu sumri, eftir ótrúlegan og illskiljanlegan vandræðagang í flokknum. Hann fæddist í sunn- lenskri sveit, ólst upp á stóru heimili og var dagleg önn hans framan af ævi lík því sem gerðist um fjölmarga Íslendinga af hans kynslóð. Hann hóf ungur þátt- töku í stjórn- málum, var kjörinn þing- maður árið 1987 og fetaði sig svo hægt og bítandi upp metorðastig- ann, varð land- búnaðarráð- herra árið 1999 og gegndi því embætti til vors 2007. Árið 2001 var hann kjörinn varaformaður Framsóknarflokksins og hafði það embætti á hendi uns hann varð formaður. Ekki er hægt að kalla þessa bók ævisögu í eiginlegri merk- ingu enda söguhetjan enn á besta aldri og í fullu fjöri. Hún er nær því að teljast minningabók og frásögnin virðist nær alltaf höfð eftir Guðna, þótt hún sé ekki í fyrstu persónu. Þessi bók er þannig í ætt við rit sem algengt er að rituð séu um stjórn- málamenn erlendis á meðan þeir eru enn í starfi. Í útlöndum skrifa svokallaðir „spin doctors“, sem ef til vill mætti kalla rokka á íslensku, gjarnan slíkar bækur og tilgangurinn er öðru fremur að styrkja ímynd söguhetjunnar meðal kjósenda og eigin flokks- manna. Í sumum tilvikum eru þessar bækur málsvörn og ætlað að bregða jákvæðu ljósi á fram- göngu manna í erfiðum og um- deildum málum. Mér skilst af fréttum að þeir Guðni og Sigmundur hafi hafist handa á liðnu sumri, um það bil eða skömmu eftir að Guðni varð formaður flokks síns. Það má heita undraskammur tími til rit- unar bókar um svo margbrotið efni sem hér er um fjallað, ís- lenska stjórnmálasögu síðustu áratuga. Því miður ber bókin þess merki að vera unnin á skömmum tíma. Hún er ekki vel skrifuð, textinn ýmist marflatur blaðamannatexti eða tilgerð- arlegur og uppskrúfaður og fyrir kemur að orð eru notuð í rangri merkingu. Þannig er ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen kölluð „ráðahagur“ Gunnars á bls. 205. Orðið „ráðahagur“ merkir kvon- fang, og í fornu máli einnig efna- hagur. Margt var Gunnar Thor- oddsen skammaður fyrir veturinn 1980 en aldrei var hann sakaður um fjölkvæni. Annað dæmi um sérkennilega málnotkun er á bls. 208 þar sem sagt er að Albert Guðmundsson hafi verið „veðr- aður af veraldarbrölti“. Aldrei hef ég heyrt að fólk geti veðrast (sumir uppveðrast að vísu yfir eigin ágæti), en það gera t.d. steinar og málning. Ýmis fleiri dæmi mætti nefna um flausturs- leg vinnubrögð og að menn hafa komist í tímahrak. Þannig er Freysteinn Jóhannsson blaða- maður á Morgunblaðinu sagður Guðmundsson í texta og aftur í nafnaskrá. Verst er þó að bókin er ein samfelld lofrolla, í ætt við bisk- upa- og heilagra manna sögur miðalda, og lesandinn hlýtur að fá þá hugmynd að Guðni Ágústs- son hafi aldrei misstigið sig í líf- inu. Það getur verið tilfellið, en oft hefur þó verið á hann deilt og ekki eru allar athafnir hans í ráð- herraembætti óumdeildar. For- vitnilegasti hluti bókarinnar er lokakaflinn, þar sem segir frá átökunum um fjölmiðlafrum- varpið og síðan frá brotthvarfi Halldórs Ásgrímssonar úr stjórn- málum. Þar kemur þó næsta fátt fram sem ekki var kunnugt áður. Guðni Ágústsson á erfitt verk fyrir höndum ef hann hyggst hefja Framsóknarflokkinn til fyrri vegs og virðingar. Þar verð- ur þessi bók honum trauðla að liði. Jón Þ. Þór Ný biskupasaga Sigmundur Ernir Rúnarsson SAGA af bláu sumri eftir Þórdísi Björnsdóttur (f. 1978) er fyrstu per- sónu frásögn stúlku sem dvelst í húsi ömmu sinnar yfir sumartím- ann. Stúlkan kom með rútunni, ein á ferð með gamla og lúna tösku og pakka af kaffi, og ætlar augljóslega að dvelja um hríð en tilgangurinn er óljós. Stúlkan lætur hugann reika, rifjar upp bernskuminningar um ömmu sína, hlustar á klassíska tón- list, sötrar kaffið og leggst í bað. Einveran er yfirþyrmandi, stúlkan fær kvíðahnút í magann yfir því einu að þurfa að fara út í búð og mókir í vitundarleysi á gólfinu eða undir rúmi. Einhver undirliggjandi ógn er á sveimi: „Sólarhringarnir siluðust bland við græn- an og gráan var mér sýnilegur þaðan sem ég sat eins og ugla á grein. Hljóðið var notalegt þegar létt kvöld- golan lék um laufblöðin , minnti mig á framandi höf og fjarlægja heima, en í miðjum niðn- um heyrði ég sjálfa mig segja eitt- hvað í hálfum hljóðum sem ég vissi ekki alveg hvað var“ (51). Stúlkan á Klukkusafninu, önnur hlið eða annað sjálf sögumanns, skrifar hugsanir sínar niður en hún óttast að einhver muni stelast í bók- ina og lesa hana (77). Það er einmitt það sem hin stúlkan gerir þegar hún laumast inn í hús úrsmiðsins en eftir lesturinn fær hún nagandi sam- viskubit og leggst í langt mók eftir miklar geðshræringar. Í lokin er eins og dauðinn sé í nánd, baðkerið er fullt af heitu vatni, stúlkan hugsar um orðin sem hún las í dagbókinni „og fylltist mikilli auðmýkt gagnvart þeim leyndardómi sem héðan í frá yrði alltaf ósnertanlegur, en fæli samt í sér óljósa minningu um eitt- hvað ljúft og kvalafullt“ (125). Sagan er þéttofin, stíllinn áreynslulaus, ljóðrænn og fallegur og minnir á kyrrleiksástríðuna í skáldskap Gyrðis og Jóns Kalmans. Í textanum eru undirliggjandi ógn og dauði ásamt ást og fegurð og bók- arkápan er í fullkomnu samræmi, þar má sjá tvær stúlkur á gamalli ljósmynd en andlit þeirra hafa verið skorin burt af fullkomnu miskunn- arleysi. Saga af bláu sumri er fyrsta skáldsaga Þórdísar sem er vel kunn fyrir ljóðagerð. Seintekin og sér- kennileg skáldsaga um tíma, minn- ingar, þráhyggju og leit, hún vekur spurningar en svarar þeim ekki. Steinunn Inga Óttarsdóttir BÆKUR Skáldsaga Saga af bláu sumri. Eftir Þórdísi Björnsdóttur Bjartur, Reykjavík 2007, 125 bls. áfram hægir og yfirvegaðir, en upp- fullir af fyrirboðum“ (62). Dauðinn er alls staðar, amman er nýlátin, gamall úrsmiður vitjar leiðis konu sinnar á hverjum degi og sögumað- urinn sjálfur hefur séð drauga frá unga aldri. Persónur sögunnar eru allar nafnlausar og virðast hvorki vera lífs né liðnar. Krabbamaðurinn er óhugnanlegur, rödd hans er „ein- kennilega hol líkt og hún bærist inn- an úr helli þangað sem engin lifandi manneskja hefði nokkurn tímann stigið fæti, ekkert kvikt nema blóð- maurar og sveltandi dýr“ (43). Á Klukkusafninu er önnur (eða sama?) stúlka en hún vinnur hjá úr- smiðnum og nú upphefst laumuleg- ur eltingarleikur þar sem raunveru- leiki og fantasía renna saman í undarlegri og þjáningarfullri þrá- hyggju: „Í huganum sá ég stúlkuna ganga burt og halda heimleiðis, og jafnvel dökkblár augnlitur hennar í Tími, minningar, þráhyggja Þórdís Björnsdóttir BÆKUR Ævisaga Engin miskunn. El Grillo karlinn. Lífshlaup Ey- þórs Þórissonar v/v Skrásetjari: Tryggvi Harðarson Útgefandi: Brokkur ehf, Hafnarfirði 2007 205 bls, myndir LÍFSHLAUP Eyþórs Þórissonar er ærið skrautlegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og margt hefur hann reynt um dagana. Hann hefur verið veit- ingamaður, þjónn á þekktum veit- ingastöðum úti í heimi, kaupmaður, sjó- maður og kannski fyrst og fremst einn allsherjar reddari. Hann hefur alla tíð verið kvensamur og kvenhollur í betra lagi og sjaldan setið sig úr færi til að njóta hins ljúfa lífs. Oft hefur hann þén- að vel um dagana og haft mikla peninga á milli handa en jafn- an tekist að losa sig við þá jafnharðan aftur, enda mun það bjargföst skoðun hans að peningar séu til að nota þá. Hann hefur háð marga og harða glím- una við Bakkus konung, oft orðið undir en alltaf tekist að komast aftur á fæt- urna. Þar hefur hann tíðum notið góðra vina en maðurinn er vinmargur og sagð- ur með afbrigðum hjálpfús. Tryggvi Harðarson hefur tekið sér fyrir hendur að skrá söguna af lífshlaupi Eyþórs og tekist vel. Frásögn hans er hröð og skemmtileg aflestrar og vísast í stíl við viðfangsefnið. Eyþór hefur kom- ið víða við um dagana og komið mörgu í verk, þrátt fyrir allt. Hann er greinilega einn þeirra sem hafa þann meðfædda hæfileika að geta kjaftað fólk frá ráði og rænu en kann líka vel sitt fag og hefur gert marga góða hluti. Margir muna hann vafalaust enn frá því hann rak söluskálann á Geithálsi og á Seyðisfirði hefur hann komið mörgum góðum hlut- um í verk. Getur hann þó varla talist til fyrirmyndar um neitt. Þetta er skemmtileg bók um reyf- aralega ævi. Með henni fylgir ávísun frá Síldarbankanum upp á einn El Grillo bjór á Kaffi Láru á Seyðisfirði og varla verður það til að draga úr ferðamanna- straumnum austur. Jón Þ. Þór Brokkgengur lífskúnstner Tryggvi Harðarson Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Falleg 2ja herb. íbúð á 2. hæð (efri) Fallegar innréttingar og góðar svalir. Íbúðinni fylgir bílskýli og geymsla. Toppeign á frábærum stað. Húsvörður. Lokaður garður. Engin aldurskvöð. Íbúðin laus við kaupsamning. Verð. 23,9 millj. Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090 ÁSHOLT - 105 RVK. Steinsteypt tveggja hæða hús með sérstæðum bílskúr. Skráð stærð 216,5 fm, gólf- flötur stærri. Vel staðsett eign, í botnlangagötu við óbyggt svæði. Barnvænt hverfi, Elliðaárdalurinn við lóðamörkin. Hús í mjög góðu ástandi, einn eigandi frá upphafi. Verð 54,9 millj. NEÐSTABERG- 111 RVK. jöreign ehf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.