Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						föstudagur 25. 4. 2008 
íþróttir mbl.isíþróttir
Hannes Sigurðsson og Eyjólfur Héðinsson á skotskónum í Svíþjóð >> 3
FRAM OG VALUR Í ÚRSLIT
VALUR SKORAÐI 5 MÖRK GEGN SKAGAMÖNNUM OG LEIKUR 
TIL ÚRSLITA GEGN FRAM Í DEILDARBIKARKEPPNI KSÍ >> 2
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
?Þeir áttu ekki mikla möguleika í þessum leik.
Vörnin hjá okkur var frábær og það er ekkert
auðvelt að koma inn í þetta íþróttahús þegar við
erum með svona stuðning eins og verið hefur í úr-
slitakeppninni. Eins og við spiluðum í þessum leik
þá held ég að það hafi verið sama hver mótherjinn
var,? sagði Sigurður.
Spurður hvað hann gerði eftir annan leikinn við
ÍR í undanúrslitunum sagði Sigurður. ?Við
gleymdum okkur svolítið og einbeittum okkur
ekki að því að taka einn leik fyrir í einu. Við tók-
um okkur aðeins saman í andlitinu og ég fékk Kef
City TV til liðs við mig og þeir gerðu myndband
fyrir mig sem kveikti aðeins í höfðinu á mínum
mönnum.?
Sigurður fór ekki nánar út í hvað hefði verið í
myndbandinu, en neitaði því ekki að hann hefði
komið aðeins að gerð þess. ?Ég var ekki leikstjóri
að þessu, en þetta var búið til að mínu frum-
kvæði,? segir Sigurður.
Vildu ekki spila eins og búðingar
?Við tókum bara meðvitaða ákvörðun um að
þetta gengi ekki svona lengur og einbeittum okk-
ur af fullum krafti að næsta leik og þannig hefur
það verið síðan. Það lá auðvitað ljóst fyrir að við
vildum halda áfram og verða meistarar og strák-
arnir vildu ekkert halda áfram að spila eins og
búðingar.
Menn voru eitthvað farnir að efast en ég held
við höfum sýnt að Keflavík var með besta liðið í
vetur,? sagði Sigurður.
Hann vildi koma á framfæri þakklæti til mót-
herjanna. ?Snæfell er með mjög gott lið og vel
skipulagt og það er afrek að vinna þá í þremur
leikjum. Serían var skemmtileg, flottir leikir og
mikil stemmning,? sagði Sigurður.
Keflavík varð Íslandsmeistari síðan 2005 og þar
áður 2004 og í bæði skiptin eftir að hafa lagt Snæ-
fell í úrslitum. Hentar það Keflavík vel að spila á
móti Snæfelli?
?Það hefði ekki skipt nokkru einasta máli við
hverja við hefðum spilað í dag því miðað við
hvernig við lékum þá held ég að við hefðum unnið
hvaða lið sem var. Snæfellingar voru klárlega
næst bestir,? sagði Sigurður.
Eins og karlmenn með ?mottu?
Magnús Gunnarsson, fyrirliði liðsins, var að
vonum kátur í leikslok og sagði að eftir fyrstu tvo
leikina við ÍR hefði liðið ákveðið að fara að spila
eins og karlmenn ?með mottu!? sagði hann og
strauk yfirvaraskeggið.
?Það hefur oft verið gert eitthvað í þessa
veruna hérna í Keflvík. Þegar við urðum meist-
arar 2005 þá söfnuðum við ?mottu? og núna gerð-
um við það sama.
Snæfell átti aldrei séns í dag. Við vorum yfir
svo gott sem allan tímann. Vörnin er búin að vera
frábær hjá okkur og við höfum bara einu sinni
fengið meira en 80 stig á okkur í síðustu fimm
leikjum í úrslitunum. Þetta er alveg geggjað og
sýnir andann í liðinu.
Við vorum lélegir í fyrra og ákváðum að koma
sterkir til baka og í vetur höfum við sýnt að
Keflavík er langbesta liðið,? sagði Magnús.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Velkomin Magnús Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, var ánægður með að fá bikarinn aftur. Hér fagnar hann ásamt Jón Nordal og Anthony Susnjara.
Myndband gerði gæfu-
muninn í undanúrslitunum
?VIÐ ákváðum eftir annan leikinn á móti ÍR-
ingum, þegar við vorum komnir 2:0 undir, að
snúa við blaðinu og fara að spila eins og karl-
menn,? sagði Magnús Gunnarsson, vígreifur fyr-
irliði Keflvíkinga eftir að liðið tryggði sér Ís-
landsmeistaratitilinn með því að leggja Snæfell í
þriðja leiknum í röð. Keflvíkingar eru því Ís-
landsmeistarar bæði í karla- og kvennaflokki í
ár. Sigurður Ingimundarson, þjálfari, var að
vonum kátur og sagði að Snæfell hefði í rauninni
átt litla möguleika í þessum síðasta leik.
NÝLIÐAR Breiðabliks í Iceland
Express-deildinni í körfuknattleik
hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir
baráttu næsta tímabils. Blikarnir
hafa náð samkomulagi við Banda-
ríkjamanninn Darrell Flake um að
hann leiki með liðinu en Flake hef-
ur leikið hér á landi undanfarin
ár.
Flake, sem er 28 ára gamall,
kemur til Breiðabliks frá Skalla-
grími sem hann hefur leikið með
undanfarin tvö tímabil en þar áður
var hann í Fjölni og feril sinn hér
á landi hóf hann með KR-ingum.
Darrell Flake skoraði að með-
altali 23,9 stig í leikjum Skalla-
gríms í vetur og tók 13 fráköst.
Hann mun hitta fyrir Nemanja 
Sovic hjá Breiðabliki en saman
léku þeir með Fjölnismönnum
tímabilið 2004-05.
Blikarnir, sem báru sigur úr
býtum í 1. deildinni í vetur undir
stjórn Einars Árna Jóhannssonar,
ætla sér stóra hluti í Iceland Ex-
press-deildinni á næstu leiktíð en
þeir hyggjast styrkja lið sitt enn
frekar á næstu dögum og vikum.
Flake til
liðs við
Breiðablik
ÞORBERGUR Ingi Jónsson,
Breiðabliki, og Arndís Ýr Hafþórs-
dóttir, Fjölni, komu fyrst í mark í
karla- og kvennaflokki í Víðvangs-
hlaupi ÍR sem fram fór í 93. sinn í
gær. Hlaupnir voru 5 kílómetrar í
Hljómskálagarðinum og mættu 250
keppendur til leiks.
Þorbergur Ingi kom í mark á
tímanum 15:29 mínútum. Annar
varð Karoly Varga, FH, á tímanum
15:44 mín. og þriðji Sigurbjörn
Árni Arngrímsson, HSÞ, á 16:06.
Í kvennaflokki var mikil barátta
um sigurinn, en þar munaði aðeins
tveimur sekúndum á fyrstu þrem-
ur. Sigurvegari varð Arndís Ýr
Hafþórsdóttir, Fjölni, á 18:19 mín.
Önnur varð Íris Anna Skúladóttir,
Fjölni, á 18:20 mín og þriðja varð
Jóhanna Skúladóttir Ólafs, ÍR,
einnig á 18:20 mín.
L50776 Í Víðavangshlaupi Hafn-
arfjarðar sem þreytt var á Víð-
istaðatúni venju samkvæmt á Sum-
ardaginn fyrsta kom Þórhallur
Jóhannesson fyrstur í mark, Gunn-
ar Nielsson varð annar og Einar
Örn Daníelsson þriðji. Í kvenna-
flokki varð Ingibjörg Arnarsdóttir
hlutskörpust.
Þorbergur
og Arndís
sigruðu

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4