Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI hafa leikið oss rvo hart, að margir bíða þess aldrei bætur. Oss má því eigi gleymast, að starf vort er: alvarlegt og erfitt starf, er ganga þarf að betur og rækilegar en öllum öðrum störf- um, ef árangurinn á að verða góður og blessun á að fylgja. — Ungmennafélagsstarf- ið þarf að eiga hug og hjarta þeirra manna, er ætla sér — eða eiga — að vinna því gagn. Og auk þess þarf hver félagi og hvert félag að starfa með áhuga og þolgæði og gefast eigi upp, þótt móti blási. Merki vort biasir við heiðskíran himin. Pað, er vér sjálflr höfum kjörið oss. Og táknað með tveim rnðum: ístand alt! H. V. Ætlunarverk ungmennafélaganna. E f n i: 1. Inngangur. 2. Þjóðrækni. 3. Plöntu- rækt. 4. íþróttir og listir. 5. Bindindi. 6. Trú- rækni. 7. Frelsi. 8. Skemtanir. 1. Inngangur. I. „Landsins heill er hjá þeim ungu“, segir skáldið. Það er ákaflega mikið undir æskunni komið, hvernig þjóðin er og verður. Sé æskulíðurinn góður og vel uppalinn, svo verður þjóðin það líka. En æskan þarf að læra að uppala sig sjálf. Það uppeldi er ekki þýðingarminna -en uppeldi það, sem foreldrar og húsbænd ur veita henni. Ungmennafélögin eiga að vera sjálfsuppeldisskóli æskunnar. Þar á hún að æfast í þjóðrækni og öllu öðru góðu og fallegu. Eins og plantaðir skógar og aðrir gróðrarreitir eiga að umskapa vor ó- ræktuðu lönd, eins eiga ungmennafélögin að ummynda þjóðlifið og hefja það á hærra stig. Ekki mun af veita. Alvarlegir eru nú tfmarnir. Enginn veit, hvað fyrir þjóð vorri liggur. Getum vér orðið og staðist sem einstætt og sjálfstætt ríki? Ekki er það ómögulegt, ef vér tökum oss dug. lega fram. En framtakið þarf þá að vera fjarskalegt duglegt. Já svo duglegt, að draumar djörfustu bjartsýnis skálda, geta ekki gefið oss neina hugmynd um það. Yér verðum þá að verða margfalt ment- aðri og betri, en vér erum nú. Margfalfc trúræknari, mannelskuríkaii og fórnfúsari.'~ Verða miklu duglegri og verkséðari, verða.. margfalt nægjusamari og sparsamari, neita oss um alt áfengi, allar óhófsveislur o. s. frv. Verða í einu orði stórskörungar i menn- ing, dygð og trú, öllum. heiðarlegum dugn- aði, sjálfsfórn og sjálfstjórn. Já þótt vér verðum í skjóli annars rík- is, þá veitir oss ekki af að gjöra það, sem vér getum. Því fámennari og veikari sem þjóðin er, þess fullkomnari verður hver ein- stakur maður hennar að vera. Hann verð- ur í öllu að bera mjög af einstaklingum sfærri og sterkari þjóðar. Og allir ein- stakir menn i litla þjóðfélaginu verða að taka höndum saman trútt og öflugt, og vera og vinna sem einn maður. En því lélegri sem þjóðín er, þess minna verður hún metin af öðrum þjóðum. Og þess dælla gera þær sér við hana. En því myndarlegri sem þjóðin er, þess fremur munu siðaðar þjóðir hika við að níðast á henni. En af myndarlegri æsku sprettur mynd- arleg þjóð, samtaka ungmenni skapa sam- taka þjóð, göfug ungmennafélög gott þjóð- félag. II. Nú segir vonleysinginn: „Þótt nú þjóðin geri þetta ait, sem þú teiur upp, þá getur farið svo, að hún standist ekki samt. Vér vitum ekki, hvað hörð lífsbaráttan milli þjóðanna getur orðið. Ekki er ómögulegt, að smáþjóðirnar detti þá úr sögunni, fallí í vaiinn á einhvern hát.t fyr eða síðar." Nú set svo, að svo fari, sem sá vondaufi segir. Það er þá samt höíuðgagn og að-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.