Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 5
SKINFAXI 5 skemtanir, skotið saman fé, selt aðgang að fyrirlestrunum o. s. frv. Pví meir sem hvert félag leggur fram, því meiri styrk fær það (meiri girðinga- styrk, fleiri fyiirlestra o. s. frv.). Á þennan hátt margfaldast styrk- urinn og kemur að mikium notum á fleiri vegu. — Tillag fjórðunganna (félaganna allra) verður því eigi fjárhagslegur byrðarauki, heldur starfsauki, og hefir þá sambands- stjórn unnið þarft verk með því að hvetja félógin til dugnaðar og dáða — og veita þeim fé að auk. Enda er það hlutverk vort! Sambandsstjóri. Frá sambandsstjóra. —o : o— Fjórðungssamband Sunnlendingafjórðungs hefir gefið út handritað blað síðan i vor, og eru nú komin 5 tbl. af því. Hefir blað þetta verið sent út um fjórðunginn til alira félaganna. Er fyrir- tæki þetta gott vork og gagnlegt, þótt slitrótt hafi gengíð með útgáfu blaðsins. 1 síðustu tbl. hafa staðið all itarlegar og nyt- samar hugleiðingar um sambandsmál vor — fjórðungsstjórnir og sambandsstjórn o. fl , fyrir- spurnir til sambandsstjómar og margt það, er liún mun vilja leggja orð í belg um. En þar eð j ú 1 í og september tölublöð Ejórðungs- b 1 a ð s i n s komu eigi í mínar hendur fyr en í þessum mánuði, verður því eigi komið við að svara öllu sem skyldi, og bíður það því næsta tölublaðs „Skinfaxa11. -- En það hefir hann hugs- að sér að rtcða mál vor rækilega i vetur, svo komist verði að fastri og ákveðinni niðustöðu í starfi voru og stefnu, því mikið virðist skorta enn á réttan skilning á takmarki og ætlunar- verki félaga vorra, — og það jafnvei hjá mörg- um góðum ungmennafélögum. — í septemberbiaðinu cr grein, sem heitir Söngbókarnefndin, og ætla eg að fara um hana nokkurum orðum. Er síðasta sambandssþing var háð, var eg á förum til útlanda og dvaldi evlondis alt sumar- ið. Kom að eins af tilviljun til Akurcyrar og sat þar á þingi kvöldstund. Tilkynningu um söngbókarnefnd þessa hefi eg ■aldrei fengið og vissi tæplega af henni, og alis eigi, hverjir í liana voru kjöruir. Skýrsla kom engin frá nefndinni, eg hafði eg ekkert af henni frétt, fyr en lierra Hallgrímur Hallgrirasson frá Eeistará, formaður hennar, kom til mín síðast í f. m. og- skýrði mór frá, að í óefni væri komið; nefndin hefði ekkert starfað, væri tvístruð víða vegu, og yrði því að fitja upp á ný. Skipaði eg þá nýja nefnd: Hr. Guöbrand Magnússon form. U. M. F. R. og hr. Jakob 0. Lárusson ritstjóra fjórðungsblaðsins auk Hallgi'íms, sem sjálfkjörinn var bæði sökum mikils áhuga á máli þessu, og auk þess hafði hann safnað talsverðu af kvæðum og flokkað þau í þessu skyni. Yar þetta komið í kring nokkuru áð ur, en mér barst Fjórðungsblaðið. Ernú söng- bókarmálið í góðum höndum. Um vilja sambandsstjórnar í þcssu máli þarf enginn að efast, og ástæðurnar fyrir fram- kvæmdarleysi í máli þessu eru eigi sambands- stjórnar megin hcldur nefndarinnar. Önnur grein í sama tölublaði hefir til fyrir- sagnar. Eyrbekkingar. Hefði verið gaman að gera fáeinar athuga- semdir við hana, en eg læt mér nægja að leið- rétta að eins fremur meinlegan misskilning, sem virðist hafa ríkt hjá Eyrbekkingunnm tveimur, er ritstjóri Fjórðungsblaðsins átti tal við. Höfðu þeir mælt á þessa lcið : „— — — og auk þess heyrðist okkur á formanni sambandsins, að það gerði ekkert til, þótt við værum utan þess:“ A fyrirlestrarferð minni um alla Árnessýslu í vor hélt eg 12 — 14 fyrirlestra í ungmennafélög- um þar, og lauk eg alt af orðum mínum með því að hvetja fólögin eindrcgið til að ganga í sambandið sem fyrst. Lýsti fyrir þeim, hverja kosti það liefði í för með sér, og hve lítill kostn- aður hvers fólags (til sambandsins) yrði í sam- anburði við það. En liitt mun eg hafa sagt á Eyrarbalcka sem víðar, að eg bæði þekti og skyldi ástæður ýmsra fólaga fyrir þvi að hafa eigi gengið í sambandið að svo stöddu, og hélt því fram, að það mætti þó eigi né þyrfti að vorða til fyrirstöðu samstarfi þeirra, er stæðu á sama grundvelli o; hefðu sömu lög og skuldbinding, enda myndu þau fljótt renna saman í eina heild. Annars býst eg fastlega við því, að U. M. F,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.