Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI hann að vera svo stirinur, að fóturinn hafi stjórn á skíðinu o: geti hreyft það eftir vild og haft fult vaid yflr þvi. Eg hefi einnig hugsað mér skíðabönd þessi á lítið eitt annan veg, en iæt þó þetta nægja að sinni. Bönd þessi má auðvitað einnig festa á venjuleg íslensk skíði með kengjum (skíði, sem engin „reimaraugu" eru á). Verður þá hælbandið að vera í tvennu lagi og saum- ast fast í kengina; er þá styttri reimin með hringjunni utanfótar. Pess ber að gæta, að táböndin falli sem best að fætinum! H. V. „Spurull". í 5. tbl. Fjórðungsblaðs Sunniendinga- fjórðungs leggur „Spurull" nokkur tvær spurningar fyrir sambandsstjórn; er annari þeirra svarað á öðrum stað i „Skinfaxa“, en hinni hér: í sambandi U. M. F. í. eru 33 félög með um 1250 félaga. — Alls munu liðug 60 ungmennafélög í landinu, og ganga ef- laust mörg þeirra bráðlega í sanibandið; hin koma svo smámsaman. Guðmundur Hjaltason hefir verið á fyrirlestraferð fyrir hönd U. M. F. í. þenna mánuð um Árness- og Rangárvailasýslu. Verður skýrt nánar frá því ferðalagi í næsta blaði. Hélt hann marga fyrirlestra, en varð þó að fara framhjá nokkrum félögum sökum þess, að tilkynn- ing um komil hans, er send var fullum hálfum mánuði, áður en hann lagði á stað héðan, var eigi komin í hendur fólögum þessum. Fór hún þó austur um fjall með póstvagni þegar á öðrum degi. Er því eigi öðru um að kenna en slæmum sam- göngum, og verða félög þessi því að lifa í voninni um að fá fyrirlestra þá, er þau pöntuðu, í vor komandi, ef kringumstæður leyfa. Til kaupendanna. Eins og tekið var fram í „boðsbréfi" því, er félögunum var sent, er ætlast til að blaðið sé borgað fyrirfram í tvennu lagi, og hafa félög vor fúslega gengist undir það, og undirtektir verið talsvert betri, en eg þorði að búast við í upphafi. Þó eru allmörg íéiög eftir enn, sem eigi hafa látið til sín heyra. En þau koma nú óðum. „Skinfaxi" hefir þegar fengið hrós mikið fyrir það að ætla áð venja æskulýð vorn við fyrirframgreiðslu blaðgjaldsins. Bið eg nú öll þau félög, er pantað hafa blaðið, og þau er það gera framvegis, að senda liálft blaðgjaldið — 50 aura — með fyrstu ferðum. Ódýrast og handhægast að senda blaðgjaldið sem póstávísun. — í*au ungmennafélög, sem eigi hafa pantað blaðið, en fá sent eitt eintak til sýnis, eru vinsamlegast beðin að tilkynna afgreiðsl- unni sem allra fyrst, hve mörg eintök þau ætli að kaupa. Blaðgjöld og pantanir sendist til Afgreiðslu „Skinfaxa" Ilafnarfirði. Tilkynning. Samkvæmt áskorun frá sumum fjórð- ungsstjórnum og mörgum ungmennafélög- um hefir sambandsstjórn gert bráðábyrgðar- breytingu á Jnngt'wia-ákvœði 7. gr. sam- bandslaganna á þenna veg: „— — — á fjórðungsþing, sem haldið er á ári hverju í maí- eða júnímánuði. — — Fjórðuiigsjmig sltal þvi liáð tvo næstkomandi ár (fram að næsta sam- bandsþingi 1911) í maí- eða júnímán- nði, og tilkynnist ]>að hérmeð fjórðungs- stjórnum. ^amÉondasijóri. Prentsmiðja Hafnarfjarðar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.