Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1964, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.06.1964, Blaðsíða 20
Frá aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga Hálf milljón gefin iil Sjúkrahúss Akraness í tilefni 60 ára afmælis félagsins Aðalfundur Kaupfélags Borg- firðinga var haldinn í fundar- sal félagsins í Borgarnesi 5.—G. maí sl. Á fundinum mættu G9 fulltrúar frá 17 félagsdeildum, auk stjórnar félagsins, kaupfé- lag'sstjóra og endurskoðenda. Fundarstjóri var Sigurður Snorrason, Gilsbakka og fund- arritarar Jón Sigurðsson frá Skíðholtum og Þorsteinn Guð- mundsson, Skálpastöðum. Formaður félagsstjórnarinn- ar, Sverrir Gíslason í Hvammi, flutti skýrslu stjórnar og ræddi um starf félagsins á síðastliðnu ári. Keypt hefði verið verzlun- ar- og veitingahús að Vega- mótum í Miklaholtshreppi, sem Þriðja stærsta skip samvinnuflotans Sambandsskipin annast nú 25—30% alls innflutnings íslendinga Mælifell, nýjasta skip Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga, kom til landsins 24. apríl sl. Eru skip Sambandsins þá átta talsins, þar eð Hvassafell, elzta skipið, hefur nú verið selt portúgölskum aðilum, er láta það sigla undir Panama- fána. Heitir það nú Ana Paula. Mælifell er þriðja stærsta skip Sambandsflotans og nýjung í Framhald á bls. 25. Kaupfélag Stykkishólms átti áður, jafnframt því sem tvær nýjar félagsdeildir hefðu bætzt í Kaupfélag Borgfirð- inga, deildir Miklaholtshrepps og Staðarsveitar. Nokkrar end- urbætur stæðu yfir á húsa- kynnum að Vegamótum. Úti- bússtjóri þar er nú Geir Björns- son, áður deildarstjóri í Kjör- búð KB í Borgarnesi. — Þá gat formaður þess í sambandi við mjólkursamlagið, að keyptur hefði verið tankbíll, sem mældi mjólkina heima á bæjunum og sparaði með því flutninga í brúsum fram og til baka. Að lokum gat formaður þess, að félagið hefði orðið 60 ára í janúar sl. Þórður Pálmason, kaupfé- lagsstjóri, lagði fram reikninga félagsins. Vörusala á árinu nam 67 milljónum króna og er það 8 milljónum meira en árið á undan. Sauðfjárslátrun var meiri hjá félaginu en nokkru sinni fyrr, var slátrað nærri 63.000 kindum, en nokkru réð þar um niðurskurður í þremur hreppum Dalasýslu. Framhald á bls. 24. Myndin til vinstri sýnir nokkurn hluta fundarmanna á aðalfundi Kaupfélags Borgfirðinga. Myndirnar tvær fyrir neðan eru teknar á móttöku, sem SIS hafði um borð í Mælifelli í tilefni af komu skipsins. Á þeirri efri ræðast þeir við, Loftur Bjarnason útgerð- armaður, Sveinn Benediktsson, formaður síldarútvegsnefndar, og Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri Skipadeildar SÍS. Á neðri myndinni eru þeir í ekki síður alvarlegum viðræðum, Vil- hjálmur Þór, bankastjóri Seðlabankans, Jón Rafn Guðmundsson, fulltrúi framkvæmdastjóra Samvinnutrygginga, og Eysteinn Jónsson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra. 20 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.