Verklýðsblaðið - 29.11.1930, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 29.11.1930, Blaðsíða 2
Osíg'ur auðvaldsius Ég hefi dvalið í Súðavíkurhreppi í 32 ár, ár, fyrst sem vinnumaður og síðar við þurra- búð, og hefi selt vinnuafl mitt þeim er bezt bauð, bæði á sjó og landi. Það get ég með sanni sagt, að lífið hafi ver- ið óshtin barátta við örbirgð og andlegt ósjálf- stæði, því hér hefir auðvaldið ráðið ríkjum frá ómuna tíð; hefir það nú á seinni árum beitt öllum þeim 'meðölum, sem illgirnin blés því í brjóst, til þess að undiroka vinnulýðinn og reyna að kyrkja hverja frelsishreyfingu hans í fæðingunni. Á síðastliðnum áratug hefir Grímur Jónsson bóndi og útvegsmaður í Súðavík, verið hinum vinnandi stéttum fjandsamlegastur, með því að pína þær til að selja vinnuafl sitt fyrir svo lágt verð, að annað eins hefir hvergi þekkst á öllu landinu. Ennfremur hefir hann skuldbundið þær til að taka kaup sitt að mestu í vörum, sem seld- ar voru því ránverði, að einsdæmi mun vera. Fyrir nokkrum árum var reynt að stofna hér verklýðsfélag, en vegna þess, að atvinnu- rekendur höfðu aðgang að fundinum, tókst þeim að drepa það. í byrjun gekk Grímur þar vel fram eins og hans var von og vísa. Hefir verkalýðurinn átt þár að mæta versta höfuð- fjanda áhugamála sinna á öllum sviðum (sem farið hafa í bága við hugsjónir fasistans í Súðavík), sem með aðstoð hins þrælkaða vinnu- lýðs hefir safnað álitlegri fúlgu af hinum tign- aða mammoni. En allur sá auður er saman- dreginn með arðráni af hinum vinnandi stétt- um í Súðavíkurhreppi. Nú fyrir tveimur árum, á föstudaginn langa, tókst að stofna hér verklýðsfélag. Mætti það afskaplegri mótspyrnu auðvaldsins, einkum Gríms Jónssonar, sem þá gekk berserksgang gegn um þorpið. Byrjaði hann með því að tröða sér inn á stofnfund væntanlegs félags, til að gjöra óspektir og ef hægt væri, að drepa félag- ið í fæðingunni. En þetta mistókst hrapallega, sem betur fór. Háttvirtum Grími Jónssyni var vísað af fundi við lítinn orðstír; hellti hann að skilnaði bölbænum yfir verkalýðinn, sem lét þessar þrumur auðvaldshrokans sem vind um eyrun þjóta, og var félagið stofnað með 44 meðlimum. Félagið náði strax samþykki tveggja atvinnu- rekenda, á kaupkröfum sínum, og var viður- kennt af þeim réttur samningsaðili. Sama ár gekk það í Verklýðssamband Vesturlands. Síðan hefir félagsskapurinn gengið ágætlega. Vevkíýðsblaðið ev blað vevkalýðsins FulHrúar siéitvísra verkamanna svara sósíaldemókröium Á verklýðsráðstefnunni fengu sósíaldemó- kratar samþykkta tillögu, þar sem ráðstefnan lýsir óánægju sinni yfir útgáfu Verklýðsblaðs- ins. Frásögn Alþýðublaðsins um atkvæða- greiðsluna er mjög villandi enn sem fyr, eins og eftirfarandi yfirlýsing frá 25 fulltrúum hátt á annað þúsund verkamanna sannar bezt: Við undimtaðir fulltrúar lýsxim því yfir, að þar sem „Alþýðublaðið“ nú til rnargra ára hef- ir reynst gersamlega óhæft sem málgagn verk- lýðsstéttarinnar og sannrar jafnaðarstefnu, þá liefir hinsvegar „Verklýðsblaðið“ starfað ó- j sleitilega í anda sósíalismans, afhjúpað vægð- arlaust óheilindi og veilur núverandi valdhafa Álþýðusambandsins og barist afdráttarlaust fyrir hagsmunum verkalýðsins hvar sem er á landinu. Enda hefir það unnið sér hylli verka- lýðsins þar sem það hefir til hans náð. Gunnar Jóhannsson, fulltr’ frá Verkamanna- félagi Siglufjarðar, Elísabet Eiríksdóttir, fulltr. frá Verkakv.fél. Akureyrar, Einar Olgeirsson, fulltr. frá Verkamannafél. Akureyrar, Stefán Pétursson, fulltr. frá Verkamannafél. Húsavík- ur, Aðalbjörn Pétursson, fulltr. frá Verkam.fél. Akureyrar, Kristján Júlíusson, fulltr. frá Verkam.fél. Húsavíkur, Guðm. Einarsson, full- trúi frá Mótoristafél. Siglufjai'ðar, Angantýr Guðmundsson, fulltr. frá Verkam.fél. Siglufj,, Hermann Einarsson, fulltr. frá Verkam.fél. Siglufjarðar, Guðjón Benediktsson, fulltr. frá Sjómannafél. Vestm.eyja, Eggert Ólafur Ei- ríksson, fulltr. frá Múrarafél. Akureyrar, Þor- steinn Pétursson, fulltr. frá Sjómannafél. Vest- mannaeyja, Jón Rafnsson, fulltr. frá Sjóm.fél. Vestm.eyja, Sigríður Baldvinsdóttir, fulltr. frá Verkakv.fél. Akureyrar, Sigfús Baldvinsson, fulltr. frá Nóta- og netam.fél. Akureyrar, Stein- grímur Aðalsteinsson, fulltr. fr;á „Verklýðsfél. J Glerárþorps“, Björn Grímsson, fulltr. frá Verkamannafél. Akureyrar, Dýrleif Árnadótt- ir, fulltrúi frá Verkakvennafélaginu Von, Húsa- vík, Iúgólfur Jónsson, ísafirði, Haukur Björns- son, fulltrúi frá Verkamannafélaginu Dríf- andi, iVestmannaeyjum, R. Á. Ivarsson, fulltrúi frá Sjómannafél. Reykjavíkur, Sig.' Fanndal, fulltr. frá Sjómannafél. Siglufj., Stefán Hall- dórsson, fulltr. frá Verkam.fél. Drífandi, Loftur Þorsteinsson, fulltr. frá Járnsmiðafél. Reykjavíkur, Karólína Kiistjánsdóttir fulltr. frá Verkamannafél. „Ósk“, Biglufirði, Hall- fríður Jónasdóttir, fulltr. frá Verkakv.fél. „Ósk“, Siglufirði. Þess er vænst að „Alþýðublaðið“ birti yfir- lýsingu þessa. Starfskraftar þess hafa aukist að miklum mun; telur það nú um 70 meðlimi; hefir það komið öllum sínum kröfum fram baráttulaust að kalla. Samt hefir Grímur verið þungur í skauti, og engum samningum viljað lúta, þar til m^ við síðustu samninga, að hann sá sér ekki fært að spyrna lengur á móti broddunum. Samt sem áður var auðvaldshroki hans svo mikill, að hann gat ekki brotið sig til að rita nafn sitt nema á sérstakan samning, sem var þó í flestu samhljóða þeim, er samþykktur var af hinum tveimur atvinnurekendum Súðavíkur- hrepps. Hefir nú auðvaldið hér misst bæði tögl og hagldir, og ef verkalýðurinn gætir sín, þá munu aískifti auðvaldsins í sveitamálum bera lítinn árangur. Nei, verkalýðurinn er orðinn svo öflugur, að hann getur ráðið hverjir kosnir eru til að stjóma hreppsfélaginu. En mikið er óunnið ennþá, stór flokkur af verkalýð stendur ennþá utan við félagið og vinnur á móti sínum eigin hagsmunum. Verður framtíðin að skera úr því, hvort þessi flokkur, þrælkaðs vinnulýðs, getur vaknað áf dáðleysis- mókinu, vaknað til að sjá og skilja, að með framkomu sinni er hann að fella sjálfan sig, en styður böðla sína í blindni. Eitt af furðuverkum íhaldsins er fasteigna- matið. Voru settir til þess í Súðavíkurhreppi Páll Pálsson og Tryggvi Pálsson, Kirkjubóli. Er svo að sjá, að þessir menn hafi annað tveggja haft augun aftur eða skapað sér hug- mynd um útlit húsa og lóða, því meiri partur- inn af því sem þeir hafa sett á skýrslumar, er endileysa ein, sem ekkert hefir við að styðjast. Er það stór galli á þjónum ríkisins, að þeir skuli ekki vanda betur verk sín. Myndi þess verða getið í blöðum auðvaldsins, ef jafnaðar- menn fremdu slík afglöp. Kunnugur. Verkfall málmiðnaðarverkamanna í Berlín. Hinn 15. f. m. "gerðu 130.000 málmiðnaðar- verkamenn í Berlín verkfall. Ástæðan var sú, að félag málmiðjuhölda í Berlín hafði tilkynnt, að frá 3. nóvember mundu laun verkamanna lækka um 8%. Síðan 1924 höfðu fæstir málmiðnáðarverka- manna staðið í verkfalli. Atvinnurekendur og hinir sósíaldemókratisku þjónar þeirra töldu því líklegt, að verkamenn mundu taka þessari lækkun með þögn og þolinmæði, sérstaklega þar sem svo virtist sem hinn ógurlegi sægur sveltandi atvinnuleysingja í Berlín (þeir eru nú 370.000) mundu verða fúsir á að vinna sem verkfallsbrjótar, og því mjög hættulegt fyrir verkamenn að leggja út í verkfall. En „hið frjálsa þýzka lýðveldi11, sem sósíal- demókratarnir stofnuðu 1918 til þess að bjarga auðvaldsskipulaginu, hefir nú eftir 12 ára þján- ingar og fórnir verkamanna kennt þeim, að hagsmunir þeirra eru ekki hinir sumu og hags- munir atvimiurekendanna og að ef látið er eftir launalækkunarkröfum auðvaldsins baráttulaust, þá koma aðrar en óskamfeilnari von bráðar aft- ur auk krafa um lengingu vinnutímans og aukn- ingu vinnuhraðans. Með yfirgnæfandi meiri hluta samþykktu verkamennimir því að leggja út í verkfall. Þegar sósíaldemókratarnir sáu að verlía- mönnum var þetta alvara, sneru þeir við blað- inu og þóttust nú vera upphafsmenn verkfalls- ins og vildu taka að sér stjóm þess, — til þess að geta bælt það niður við fyrsta tækifæri — eins og kommúnistar bentu verkamönnum á. Verkamannafélagsbroddarnir treystu þó ekki fylgi sínu meðal verkamanna og útnefndu verk- fallsnefndirnar! En við mikinn hluta hinna stöðvuðu fyrirtækja kærðu verkamenn sig koll- ótta um þessa flugumenn og kusu undir stjórn Rauða fagsambandsins aðrar verkfallsnefndir. Þeim tókst með hjálp kommúnista að sameina verkamennina án tillits til pólitískra skoðana, einnig tókst að fá mikinn fjölda iðnnemanna til að taka þátt í verkfallinu, enda þótt það sé móti lögum og jafnvel atvinnuleysingjarnir aðstoð- uðu í verkfallinu svo tugum þúsunda skipti sem verkfallsverðir og varnarlið. Og alþjóðasam- hjálpin (A. S. V.) fæddi 80000 fjölskyldur! Sósíaldemókratarnir gerðu allt sem þeir gátu til að riðla fylkingum verkfallsmanna þegar 1 byrjun. Þeir hleyptu þúsundum verkfallsbrjóta inn í verksmiðjumar undir yfirskini nauðsyn- legra viðgerða og á vegabréfum aðstoðarmanna, og lögreglustjórinn, sósíaldemókratinn Zörgie- bel (sá sem lét myrða 33 saklausa verkamenn og konur 1. maí í fyrra), lét lögregluþjóna sína taka verkfallsverðina fasta hópum saman. Og þýzku sósíaldemókratarrdr hafa líka lært að deila og drottna! Deila verkalýðnum og drottna yfir honum.. Þeir neituðu að láta verk- bannið ná yfir fjölda af fyrirtækjum, sem unnu fyrir hin, sem bannið náði yfir. Þeir neituðu að greiða verkfallsmönnum þeim, sem ekki voru í félögunum, styrk. „Það er mátulegt á þá“, sögðu þeir. Og aðstoðarmönnum var leyft að vinna, og iðnnemarnir jafnvel þvingaðir til þess! En ekkert dugði! Sósíaldemókratar gátu nú ekki dulist lengur. Hinn 28. október köstuðu þeir grímunni! Þá varð það að samningi milli alþýðuburgeisanna og atvinnurekendanna að vinna skyldi tekin upp aftur strax fyrir sömu laun og áður þangað til ný dómnefnd hafði fellt úrskurð. iSkyldi hann falla í fyrstu viku nóv- embermánaðar og skuldbinda báða aðila! r Verklýðssvikararnir vonuðu að verkfallrnu væri lokið með þessu, en gremja verkamanJha var svo mikil, að erindrekar félagastjórnarína þorðu ekki að færa verkámönnum þessar frétftir. Sósíaldemókratarnir neyddust því til að lJuta

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.