Verklýðsblaðið - 13.12.1930, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 13.12.1930, Blaðsíða 1
iÐ ÚT@EFANDi:MFNAÐARMANNAFJElA<ilЄSPAKEdr I. árg. Reykjavík 13. desember 1930 20. tbl. Kaupkúgun S. I. S. Sfofnþing Verkfall víð garnahreinsunarstöðina í Rvík Lögireglan send til að berja á verkamönnum. Undanfarið hefir Samband ísl. samvinnufé- laga greitt milli 80 og 40 verkakonum, sem vinna við garnahreinsunarstöðina hér 10 aur- um lægra kaup en samkvæmt kauptaxta verka- kvennafélagsins. Margsinnis hafa verkakonur kvartað undan þessari kaupkúgun í yerka- kvennafélaginu. Og nú hefir félagið hafizt handa og tilkynnt vinnustöðvun við stöðina. „Dagsbrún“ hefir komið verkakonunum til aðstoðar og tilkynnt verkfall á uppskipun og framskipun á vörum S. f. S. S. í. S. hafði verið gefinn þriggja sólarhringa frestur. Eftir að þessi frestur var útnmninn og Sambandið hafði þverskallast við að greiða kauptaxta verkakvennafélagsins var vinna stöðvuð. Þegar S. I. S. gerði tilraun til að koma salti á vinnustöðina með aðstoð verkfalls- brjóta, komu verkamenn til vamar. Var þá eftir skipun Jónasar frá Hriflu send 10 manna lógreglusveit, til þess að verja verkfallsbrjóta S. f. S. Sló í harðbakka milli verkamanna og lögreglunnar og notaði lögreglan kylfurnar á verkamenn. Eftir stutta viðureign var vinn- unni hætt og lögreglan hvarf frá. Eins og kunnugt er, er S. í. S. eitthvert ill- ræmdasta kaupkúgunarfyrirtækið hér á lándi. Eæðst það jafnan á garðinn, þar sem hann er lægstur og hér hefir það gert árás á kaupgjald verkakvennanna. Á Norðurlandi ganga S. í. S. og Kaupfélag Eyfirðinga fyrir skjöldu til að lækka kaupgjaldið á Akureyri. Gæta þeir þess vandlega að taka ófélagsbundna verkamenn, og auðvitað eins óstéttvísa og kostur er í vinnu hjá sér. Er því við ramman reip að draga. Ein- ungis allsherjar samtök verkalýðsins um allt land um flutningsbann á vörum S. í. S. geta brotið þessa illkynjuðu kaupkúgun á bak aftur. Landráðamálið í Moskva Stríðsundirbúnmgurinn aíhjúpaður (Einkaskeyti til Verklýðsblaðsins). Rannsókn málsins gegn gagnbyltingaflokkn- um heldur áfram og hefir sannast þátttaka borgaraflokka í öllum löndum, undir forystu Deterdings (aðaleigandi Sheil og B. P. Company olíufélaganna) og enska auðhöldsins Urquharts, í þeim tilgangi, að koma af stað ófriði gegn Sovét-lýðveldunum. Skyldi sá ófrið- ur hafinn af voldugustu heimsveldunum. AuðL Valdsklíkur eru ekki aðeins flæktai- í málið, heldur og einnig borgarar og smáborgarar, og flokkssamtök þeirra, sem háð eru auðvaldsklík- unurn og stjórnum þeirra. Iðnaðarflokkurinn hefir gengið á mála hjá þeim, með peninga- styrk frá frakkneska herráðinu. Sannast hefir að aðrir leynilegir smáborgaraflokkar, eins og t. d. „Flokkur vinnandi bænda“ undir forystu Eondratieffs og Juroffskij, en í þeim flokki voru mestmiegnis stórbændur, félög „Menshe- vika“ (sósíaldemókratar) undir forystu Gro- manns og Suehanoffs og svonefndir lýðveldis- sinnaðir þjóðræðismenn, en foringjar þein-a eru I Miljukoff (illræmdur auðvaldsforingi frá keis- j aratímunum) og Kerenskij (sem sendi her- sveitir kósakka á verkamenn í Leningrad til að bæla niður byltingu verkalýðsins 1917). Síðast en ekki sízt ber að nefna frakkneska sósíal- Moskva 8. des. 1930. demókrata (hægfara jafnaðarmenn, skoðana- bræður Jóns Baldvinssonar, Haralds Guð- mundssonar, Ólafs Friðrikssonar og Héðins Valdemarssonar), sem einróma hétu stuðningi sínum vopnainnrás inn í Sovét-lýðveldin. Öll bönd berast nú að frakkneska henáðinu og öðrum opinberum ríkisstofnunum og hafa frakkneskir hershöfðingjar með undirekrift sinni lofað stuðningi og héldu fullu sambandi við foringja „Iðnaðarflokksins“ (sem málið var höfðað gegn) og sendu þeim fyrirskipanir sín- ar og peninga. Diploipatiski sendimaðurinn frakkneski, Chankl (?) flutti féð til Moskva og allar upplýsingar frá Moskva. Starfsmenn frakknesku sendisveitarinnar í Moskva, notuðu diplomatiska friðhelgi sína til þess að vera milligöngumenn og greiða mútuféð, einnig veittu þeir viðtöku. skjölum hinna ákærðu.Yfir- stjórn fyrirtækisins var í höndum frakkneskra stjórnmálamanna, eins og oft 'hefir verið minnst á, sem sé: Iðnaðarhöldsins Loucheur, svokallaðs friðai’vinar, A. Rriands,sem er utan- : ríkisráðherra og oftlega á ferðalögum eriendis (fyrv. jafnaðarmaður og núverandi verkalýðs- ■ svikari); einnig Raymonde Poincaré, aðal- Framh. á 4. síðu. j Kommúnistafloklcs Islands Stofnþing Kommúnistaflokksins hófst í Reykjavík laugardagskvöldið 29. nóv. 26 fulltrúar voru mættir, þar af 21 frá ýms- u mdeildum flokksins og 5 frá S. U. K. Sátu þeir þingið með réttindum þriggja atkvæðis- bærra fulltrúa. Forseti þingsins var kosinn Jón Rafnsson, siómaður, hinn góðkunni verkalýðsforingi frá Vestmannaeyjum. Áður en gengið var til dag- skrár var flokknum flutt kveðjá frá Alþjóða- sambandi konnnúnista. Því næst voru lesin upp heillaóskaskeyti frá kommúnistaflokkum Þýzkalands, Bretlands Svíþjóðar og Danmerk- ur, og eru þau birt hér í blaðinu. Að því loknu fögnuðu fulltrúar hinum sögulega viðburði í íslenzkri verkalýðshreyfingu mieð því að standa upp og syngja alþjóðasönginn. Dagskrá þingsins var þannig: 1. Skýrsla frá deildunum og umræður um verkefni þeirra. 2. Pólitísk mál. a) Framsöguræða og al- mennar póhtískar umræður. b) Baráttustefnu- skrá flokksins. c) Ávarp fra flokknum. 3. Skipulagsmál. a) Framsöguræður og al- mennar umræður, b) Lög flokksins. 4. Verklýðsmál. a) Framsöguræða og um- ræður um verkefni flokksins í faglegum mál- um, b) Skipulagning hinna byltingasinnuðu krafta innan verklýðssamtakanna. 5. Æskulýðshreyfingin. 6. Kosning miðstjórnar og starfsmanna. Þingið stóð yfir í 4 daga. Umræður urðu af- armiklar um öll mál. Það sem einkenndi um- ræðurnar var hinn einlægi vilji fulltrúanna til þess að finna rétta lausn vandamálanna, alvar- leg rannsókn viðfangsefnanna og óskelfd gagn- rýning á því, sem aflaga hefir farið og betur skyldi verið hafa. Engum, sem viðstaddur var blandaðist hug- ur um, að hjer sveif annar andi yfir vötnunum en á þingi Alþýðusambandsins, þar sem flestar ræðurnar hnigu í þá átt að verja hina borgara- legu pólitík sambandsstjórnarinnar gegn rjett- mætum árásum. Þingið afgreiddi til fulls baráttustefnuskrá Kommúnistaflokksins, sem þegar hefir verið send kaupendum Verklýðsblaðsins. Með þessari stefnuskrá er stjettvísum verkalýð á Islandi skapaður sameiginlegur baráttugrundvöllur. Þessi baráttustefnuskrá hefir verið þaulrædd meðal þess verkalýðs, sem fylgir kommúnist- um að málum víðsvegar um landið, undan- farna mánuði og nú hefir þetta þing lagt smiðshöggið á hana. Baráttustefnuskrá Kom- múnistaflokksins er að því leyti ólík stefnu- skrá og samþykktum sósialdemókrata og ann- ara borgaraflokka, að hún er ekki samin til að láta vel í eyrum fólksins og síðan ekki söguna meir. Hún er samin til þess að hver einasti meðlimur Kommúnistaflokksins geti tekið til óspilltra málanna að vinna að framkvæmd j hennar. Þessa baráttustefnuskrá verða allir verkamenn að kynna sér vel og rækilega, og taka til starfa í anda hennar. I

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.