Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 11.04.1933, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 11.04.1933, Blaðsíða 2
Aldrei hafa launaárásirnar ver- ið skarpari, og er þeim fyrst og fremst beint að ungum verka- mönnum. Á Isafirði hefir t. d. Yerklýðsfélagið Baldur lækkað unglingataxta sinn. Eftir því sem stéttabaráttan harðnar, gengur yfirstéttin æ lengra í þá átt að beita ofbeldis- ráðstöfunum gegn verklýðshreyf- ingunni. Hvítu liði er komið upp, til þess að berja á verkamönnum í launadeilum og knýja þannig fram launalækkanir. Þegar Al- þingi þorir ekki af ótta við verka- lýðinn að gera þetta að lögum, þá gerir það ráðstafanir til þess að halda við hinu ólöglega hvíta liði, með fjárframlögum. Þar að auki er bæjarlögreglan aukin og búin betri vopnum. Augljósar til- raunir eru gerðar af hendi borg- aranna, til þess að innleiða fas isma í hin borgaralegu æskulýðs- félög. — Og nú fyrir skömmu var stofnað hér fasistafélag, sem stutt er fjárhagslega af ýmsum atvinnurekendum, og sem reynt er að tæla unga verkamenn inn í. Ennþá þora borgaramir ekki að koma op- inberlega fram í fasistahreyf- ingunni, en þeir styðja hana á allan hátt. í skólunum hefir ver- ið hafin ofsókn gegn öllu frjáls- lyndi, jafnt hjá kennurum sem nemendum, og til fyrirlestrahalds við Háskóla fslands, hefir verið fenginn þýzkur fasisti til þess að syngja verklýðsmorðum Hit- lers-stjómarinnar lof og prís. Þannig er yfirstéttin á öllum sviðum að skerpa baráttuna og árásirnar á verkalýðinn, og hún ætlar sér fyrst og fremst með þjóðemislegu æsingastarfi að æsa meðlimi hinna borgaralegu æsku- lýðsfélaga „ópólitískra" sem póli- tískra upp á móti verklýðssam- tökunum 13 sjómenn farast Togarinn „Skúli fógeti“ strandaði í fyrrinótt skamt frá Grrindavík. 24 skip- verjum varð með naum- indum bjargað. 13 sjó- menn drukknuðu. Þar á meða.1 2 félagar, Eðvarö Jónsson, Verkamannabú- stöðunum og Eðvarð Helgason, Arnargötu 10. Orsök þessa slyss er án eí'a glæpsamleg vanræksla af hálfu útgerðarinnar og yfirmanna skipsins. Yerður ítarlega skrif- að í næsta tölubl. um slysið. Ofsðknir móti verkalýðshreyf- ingunni á Akureyri. Yfirheyrslur út af verkbanninu við „Novu“. Jón Rafnsson íangelsaður, en látinn laus altur samkv. einróma kröfum verkalýðsins. f samningnum, sem bæjar- stjóm Akureyrar gerði við Verkamannafélag Akureyrar til þess að fá verkbanninu við „Novu“ aflétt, var meðal annars ákvæði um það, að engar máls- höfðanir skyldu eiga sér stað út af deilunni. En burgeisamir á Akureyri hafa ekki látið þetta ákvæði samningsins aftra sér frá því að siga „réttvísi" sinni, Steingrími Jónssyni bæjarfógeta, á þá for- ingja verkalýðsins, sem fremstir stóðu í vöm hans á móti kaup- kúgunartilraun bæjarstjórnar- innar. Þriðjudaginn 4. apríl kl. 10 árdegis var formaður Verka- mannafélagsins, Steingrímur Að- alsteinsson, kallaður fyrir rétt, en látinn laus aftur eftir að hann hafði gefið skýrslu um vinnustöðvunina. Kl. 3 sama dag var Jón Rafnsson frá Vest- mannaeyjum kallaður fyrir, en hann virti allar spumingar bur- geisayfirvaldsins að vettugi og var fyrir það úrskurðaðúr í gæzluvarðhald. Síðar um daginn var Þóroddur Guðmundsson frá Siglufirði einnig kallaður fyrir, en þó látinn laus, enda þótt hann neitaði að svara. Því að þá höfðu þau tíðindi gerst í bænum, að bæjarfógetanum þótti ráðlegast að draga saman seglin að sinni. Verkalýðurinn á Akureyri tók þessar yfirheyrslur og fangelsun Jóns Rafnssonar, eins og rétt var, sem lævíslegt samningsrof burgeisastéttarinnar undir yfir- skini réttvísinnar og sem ósvifna ofsókn af hennar hendi móti verkalýðshreyfingunni. Fj ölsótt- ur fundur í Verkamannafélag- inu, sem haldinn var kl. 4Vz um daginn, krafðist þess einróma, að Jón Rafnsson yrði látinn laus undir eins. Fulltrúamir á þingi Verklýðssambands Norðurlands, sem þá einnig stóð ýfir á Akur- eyri, samþykktu í einu hljóði sömu kröfu og var farin fjöl- menn kröfuganga til bæjarfó- getans, til þess að fylgja þessari kröfu eftir. Hafði Einar Olgeirs- son orð fyrir mannfjöldanum og var bæjarfógetinn eftir það ekki í efa um það, að verkalýðurinn myndi upp á sitt eindæmi opna tugthúsdymar fyrir sínum fang- elsaða félaga, ef kröfunni yrði ekki fullnægt á annan hátt. Káus bæjarfógetinn þá fremur hinn kostinn, að úrskurða Jón Rafns- son úr gæzluvarðhaldinu og var það gert þá þegar um kvöldið. Frekari ofbeldisráðstafanir hefir burgeisastéttin á Akureyri og yfirvald hennar ekki þorað að gera út af þessu máli enn sem komið er. Þýzkaland Fréttir þær, sem hingað til hafa borizt frá Þýzkalandi hafa einkum verið fólgnar í að skýra frá hinni ógurlegu álygastarfsemi (provokationum) Nazistanna á Kommúnistaflokkinn og hinu tryllta æði þeirra gegn honum, fangelsunum, pyntingum og morð- um á kommúnistum og öðrum verkamönnum, hinum geysilegu Gyðingaofsóknum og öðrum hryðjuverkum Hitlerssveitanna. Með angist og eftirvæntingu hafa verkamenn hvervetna um heim spurt aftur og aftur sömu spurn- inga: „Hvað gera verkamennirn- ir? Hvað gerir hinn stælti Kom- múnistaflokkur, sem þrátt fyrir brennuálygar, þrátt fyrir blað- leysi, dagleg morð og árásir glæpasveita Hitlers tókst að fylkja nærri 5 miljónum um stefnuski-á sína í kosningunum síðustu? Og svörin eru að byrja að koma. „Rauði fáninn“ (Die Rote Fahne) málgagn Kommún- istaflokksins þýzka kemur nú út að staðaldri á leynilegan hátt. Og þrátt fyrir það, að dauðarefsing liggi við að útbýta blöðum komm- únista og flugritum koma þau út og eru útbreidd í hundruð þús- unda tali, og þýðir það eigi aðeins að hundrað þúsunda lesi þau, heldur miljónir. Ennfremur segja útlend blöð frá kröfugöngum, sem hafa verið svo öflugar þrátt fyrir hið strengilega bann að ómögulegt hafi verið fyrir Hit- lerssveitirnar að sundra þeim. Allt bendir í þá átt að Kommún- istaflokkurinn þýzki hafi nú þeg- ar skipulagt leynistarf sitt svo, að vænta megi stöðugt harðari sóknar af hálfu verkalýðsins gegn hinni geysilegu einræðis- kúgun þýzku borgarastéttarinnar, sem framkvæmd er af Hitler- bandíttum og öðrum glæpamanna- sveitum, með aðstoð lögreglu og hlutleysi sósíaldemókratabrodd- anna. Kommúnistiska liðið í ríkis- þinginu hefir í „Rauða fánanum“ birt baráttukröfur fyrir verka- menn, fátæka bændur, æskulýð og smáborgara. Gyðingaofsóknirnar harðna I stöðugt. Æðið er svo mikið gegn I Gyðingum, að það tekur jafnvel ! fram Gyðingaofsóknunum í Keis- j ara-Rússlandi fyrir byltinguna. Og stormsveitir Hitlers bera í grimmd af „hinum svörtu hundr- uðum“ sero skipulögð voru af ríkislögreglu keisaravaldsins. Hver er orsök Gyðingaofsókn- anna mun margur spyrja? Orsök Gyðingaofsóknanna er í fyrsta lagi tilraun til að rugla stéttar- vitund fjöldans og leiða hugann frá hinni hörðu stéttarbaráttu, í öðru lagi tilraun til að leiða at- hyglina frá hinum stöðugt skerptu mótsetningum innan borgarastétt- arinnar sjálfrar, nefnilega Hit- lersarmsins og Hugenberg-Papen- armsins, en þessi bárátta á nátt- úrlega rót sína að rekja til efna- legra mótsetninga þessara hluta borgarastéttarinnar. Það hefir jafnvel kveðið svo rammt að ágreiningnum, að hersveitir beggja, Stormsveitimar og Stál- hjálmamir, hafa borizt á bana- spjótum. Nazistamir gera stór- feldar tilraunir með mútum og ógnunum til þess að reyna að berja niður fréttimar um Gyð- ingaofsóknirnar, sem einkum ber- ast með flóttamönnum., sem við harðan leik hefir tekizt að sleppa úr klóm þeirra. Og það er eftir- tektarvert, að jafnvel sósíaldemó- krataforingjamir, sem alveg eru eins og mús undir fjalaketti, og og lýst hafa því yfir að ekkert sé hægt að gera, sem sé þvegið hendur sínar eftir að hafa að- stoðað Hitler til valda, eru meðal annara sendiboða Hitlers sendir til útlanda til þess að stinga upp í skoðanabræður sína í öðrum löndum og reyna að fá þá til að birta ekki frásagnir um hryðju- verkin í Þýzkalandi. 1 þessu augnamiði kom ritstjóri krata- blaðsins „Vorwárts“ (Áfram), Dr. Hertz, til Kaupmannahafnar síð- ustu dagana í marzmánuði til þess að reka erindi Nazistanna við dönsk blöð, einkum krata- pressuna. Og má sjá árangur farar hans á allri dönsku press- unni, að undanskildum blöðum kommúnista, en þó ekki sízt kratablöðunum. Birta þau nú ekki annað en athugasemdalaus skeyti frá Þýzkalandi (stjóminni) og þegja um hryðjuverkin. En þrátt fyrir þessar þýðingar- miklu tilraunir kratabroddanna til að beygja sig undir ógnarvald Nazistanna, koma fréttir um að sósíaldemókratiska pressan sé bönnuð um óákveðinn tíma.' Það þýðir með öðrum orðum, að þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að ekkert sé hægt að gera, baráttu þeirra gegn kommúnistum og byltingarsinnuðum verkamönnum; yfirlýsing fagfélaganna um að þau séu fús til að breyta skipu- lagi sínu í fasistiskt form, þá hef- ir allt þetta ennþá ekki dugað. Hvernig stendur nú á að þessar tilraunir ekki skuli bera árangur? Vafalaust á mestan þátt í því vöxtur byltingarhugarfarsins (radikalisering) sósíaldemókrat- isku verkamannanna og vöxtur samfylkingarinnar að neðan. Enn- fremur mun samfylkingartilboðið frá Austurríki eiga einhvern þátt í því. Það hefir ekki ennþá dug- að þó sum þýzku borgarablöðin hvað eftir annað hafi reynt að benda Hitler á að ekki megi haga sér eins gagnvart sósíaldemó- kratabroddunum og kommúnist- um. — Þýzka dæmið verður lær- dómsríkt fyrir verkalýð allra landa og þá einnig og fyrst og fremst íslenzka verkamenn um það, hvemig bezt verður varizt gegn fasismanum. Það er eftirtektarvert hvemig áhrif þýzku Nazistabyltingarinn- ar, ásamt hinni skerptu stétta- baráttu og aukinni fasisering ís- lenzka ríkisins er farin að birtast hér á landi. Borgarastéttin er nú farin að æpa eftir þýzkum Naz- istaritum og hefir alveg nýskeð eitt slíkt ritverk birzt hér í Reykjavík, sem kallar sig „sann- leikann um kommúnismann", en er ekkert annað en vitfirrings- k

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.