Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 07.08.1934, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 07.08.1934, Blaðsíða 1
ÖREIGAR ALERA LANDA, SAMEINISTI V. árg. SYERKIYDSBLAWD l'lTMtA Mni 1/nkiUl'UJKTiCI l-IKVIID ici AKIHC UTGEFANDI KOMMUNISTAFLOKKUP ISLANDS DEILD ÚS? ALÞJÓÐASAMBANDI KOMMÚNISTA Reykjavík, 7. ágúst 1934. 35. tbL Reykjavikuríhaldíð svivirðir ,2 verkalýðinn og fótum treður hagsmuni hans. Bœjarstjórnin neitar bæjarverk&mönnnzn um eins dags sumarleyfi — og fellir allar veru-\ legar atvinnubætur. K. F. I. býður Alþýðuflokknum samfylkingu um atvinnuleysismálin. 1. ágúsL Útifundur i Reykjavík gegn fasisma og striði. 800 manns taka þátt i utifundinum. 1. ágúst kl. 8 um kvöldið hófst útifundur sá, er Kommúnistaflokkur- inn gekst fyrir og bauð öllum verka- lýðs- og andfasistiskum félagsslcap þáttöku i. Er það i fyrsta sinn, sem útifnndur liefir verið haldinn 1. ágúst hér á landi. þátttaka var góö, um 800 manns. þegar flest var, og sýnir það vaxandi slcilning á yi'irvofandi hættu af fas- isma og stríði, einnig fyrir íslensku alþýðuna. Til máls tóku: Jón Rafnsson fyrir hönd K.F.Í., Andrés Straumland fyr- ir hönd Sovjetvinafélags íslands, Ing- ólfur Jónsson fyrir A.S.V. síðan söng tvðfaldur kvartett úr Karlakór verka- manna. þá talaði Skúli Magnússon fvrir S.U.K. Töluðu allir þessir ræðu- menn sérstaklega um stríðshættuna sem aðalmál dagsins. Að lokum tal- aði Einar Olgeirsson fyrir K.F.Í., einkum um fasismann og hagsmuna- mál verkalýðsins. Var ræðumönnum ágætlega tekið. Fundinum lauk kl. 10. En l. ’ágúst á ekki að vera neinn einstakur baráttudagur gegn stríði og fasisma. Nú riður á að haldið sé á- fram, að baráttan, sem 1. ágúst var lielgaður, eflist með hverjum degi,' á liverri einustu vinnustöð, á hverju verkamannaheimilí. ,PreiBtsmídjain Edda‘ stofnuð. 300 áhugasamir verklýðs- sirmar stofna prentsmiðju- félag. Stofnféð ákveðið 12 Þús. krónur, þar af þegar innborgað 8 þús. kr. Föstudaginn 3. ágúst kl. 8V2 var „Prentsmiðj an Edda“ hluta- félag stofnað í Kaupþjngssalnum | í Reykjavík. Yoru þar endanlega samþykt lög og kosin stjórn. — Stofnfé var ákveðið 12,000 kr. og eru hlutafjárloforð þegar fyrir rúmum 11,000 kr. — Innborgað hlutafé var á þessum fundi rúm 8000 krónur, en daglega borgast nú inn hlutafj árloforð. IUuthafar eru 300, alstaðar að af landinu, en þti’r, sem gefið hafa í prent- smiðjusjóðinn, sem barna er lagð- ur i, skifta þúsundum. Með stofnun þessa félags er skapað öflugt víg’i hinnar bylt- ingasinnuðu verklýðshreyfingar til aukinnar útgáfustarfsemi. Nú ríður á að herða á söfnuninni og innborgun hlutafjárins, — en jafn framt með mesta krafti að vinna að stækkun Verklýðsblaðsins, tvö- földun þess í haust með dagblaðs- útgáfu sem næsta volduga tak- markið. 2. ágúst var bæjarstjórnar- fundur í Reykjavík. Fyrir hönd Kommúnistaflokksins lagði Ein- ar Olgeirsson fram tillögur þær, er vatnsveituverkamenn höfðu fylkt sér um og birtar voru í síðasta blaði. Fylgdi hann þeim úr garði með skarpri ádeilu á bæjarstjórnina fyrir kúgun henn- ar og svívirðingar í garð verkalýðs ins og tætti sundur hræsni þess- ara „kristilegu, mannúðarríku“ „f orsj ánnanna“ bæj arf élagsins. Kratafulltrúarnir þögðu! Tillög- unum var vísað til bæjarráðs — svæfðar. — En bæjarstjóminni mun ekki takast að svæfa að sama skapi baráttulhug atvinnu- leysingjanna. — Ákveðið var að hefja atvinnubætur, — en allt óákveðið með fjölda .0. s. frv„ en verkamenn munu herða þar á, unz undan verður látið — og und- ir eins og samfylking Alþýðu- flokks- og K. F. í.-verkamanna tekst, þá er sigurinn vís. Það sannar 7. júlí og 9. nóv. 1932. Fyrir hönd Kommúnistaflokks- ins bauð E. O. því fulltrúum Al- þýðuflokksins í bæjarstjórn sam- fylkingarbaráttu um atvinnuleys- iskröfurnar, sem þeir þarna greiddu atkvæði með. Skyldu fulltrúar flokkanna krefjast aukafundar í bæjarstjórn um at- vinnuleysið, sem haldinn yrði í Iðnó, og skora sameiginlega á verkalýðinn að fjölmenna á þann fund. Alþýðuflokksfulltrúarnir hafa enn engu svarað. En Al- þýðuflokksverkamenn! Svarið þið! Myndið sjálfir samfylkinguna neðan frá! Kjósið samfylkingar- nefndir hvar sem þið getið — og fjölmennið svo um muni á næsta bæjarst jórnarf und! Eitt atriði á fundinum sýndi hvernig íhaldsmeirihlutinn sví- virðir hverja sjálfsag'ða kröfu verkalýðsins og rekur verklýðs- samtökum Reykjavíkur hnefa- högg, sökum þess að hann óttast þau ekki, meðan kratabroddunum Sovét-nýjungar. í nánd við Eriwans, höfuðborg Sovét-Armeníu, er byrjað á bygg- ingu stórrar rafstöðvar við fljótið Samge. þessi rafstöð á að veita kát- með völdum sínum yfir þeimi tekst að eyðileggja þau serh vopn í stéttabarbaráttu verka- verkalýðsihs. Þetta atriði var að íhaldið felldi tillöguna um eins dags sumarleyfi . handa bæjar- verkamönnum. í því að fella þessa tillögu birtist alt það svívirðilegt, lágt og lítilmannlegt, sem til er í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þar fer saman naglaskapur nirflarans, lúsablesaháttur uppskafningsins, meinfýsni kristindómspostulanna, hóflaust afturhald stórlaxanna og samvizkulaust alþýðuhatur mútu- þeganna. — Þessar broddborgara- dygðir bera slíkan ávöxt, er þess- ir bandíttar eiga það ekki bein- línis yfir höfði, sér að vera reknir eins og rakkar burt úr þessu greni sínu af réttlátri reiði verkalýðs- ins, — en refsivöndurinn sem ætti að húðstrýkja þetta .samsafn hræsnara og verklýðsfénda, er enn í höndum Alþýðuflokksforingj anna — og þess vegna hræðast þeir hvergi fyr en hann verður hrifinn þaðan. En verkamenn! Látið þáð ekki viðgangast lengur að sníkjudýr eins og 10.000.00 króna maðurinn Jakob Möller — sem hefir „sum- arfrí“ árlangt og fær há laun fyr- ir „atvinnuleysi“, — neiti ykkur um sjálfsagðar kröfur og eins dags sumarleyfi— og önnur eins lífs-hagsmunamál og stórfeldar atvinnubætur eru- Myndið samfylkinguna til að knýja fram: 1) að atvinnubætur sé hafnar fyrir minnst 300 manns, 2) að allir séu aftur teknir í bæjarvinnuna, sem upp var sagt, og hinir séu þar kyrrir, 3) að vinnutíminn í bæjarvinn- unni sé styttur niður í 8 tíma með óskertu dagkaupi, 4) að starfsmenn bæjarins fái sumarfrí með fullu kaupi, 6 daga þeir, sem unnið hafa 6—24 mán- uði, en 12 virka daga þeir, seni unnið hafa lengur. sjúkverksmiðju, sem í siníðum er, og mörgum öðrum verksmiðjum nægilega raforku. þessi rafstöð er stærsta fyrirtækið, sem nú er í smíð- um í Sovét-Armeníu. Hvert verðar hlut- skífti slónaaaa á síldinni í sumar? Verklýðssamband Norðurlands gerði s. 1. vetur og vor marg- ítrekaðar tilraunir til að ná alls- herjarsamfylkingu sjómanna fyr- ir kröfunni urh 640 króna lág- markskauptryggingu á síldveið- unum í sumar, til að fyrirbyggja að afleiðingar hlutafyrirkomu- lagsins yrðu eins hrapalegar fyr- ir sjómennina og á undanfömum árum. Alþýðusambandsbroddarnir brugðust ■ ekki auðvaldsköllun sinni frekar en fyrri daginn og settu fram í þess stað blekking- arkröfuna um 7 króna verðtrygg- ingu á hverja síldartunnu — kröfu, sem þeir gengu frá strax eftir kosningarnar og lækkuðu niður í 5 krónur. Með þessu tókst krataforingj- unum að hindra einingu norð- lenzkra og sunnlenzkra sjómanna um einu og sömu kröfur, — þá einingu, sem tryggt gat sjómönn- unum í versta tilfelli, lífvænlega vertíðarútkomu, en það var krafa V. S. N. um 640 króna kauptrygg- inguna. Þessu hlutu sjómennirnir að súpa seyðið af, enda ber nú raunin þess rækilega vitni. Meðal sjómanna á síldveiðun- um 'fyrir norðan eru nú hin mestu vandræði, síldveiðin er þar með tregasta móti, og ekki líkur til að nokkur maður hafi þar upp meira en 200—300 krónur yfir tímann, sem! þýðir tóman vasa og allsleysi þegar heim! kemur. Sjómenn flýja nú óðum að norðan úr kaupleysinu og dýrtíð- inn í atvinnuleysið heima fyrir. K. F. I. sendi nú ekki alls fyrir löngu Alþýðusambandinu víðtækt tilboð um samfylkingu í baráttu sjómanna gegn þessum ókjörum, en árangurslaust. Af þessari þungbæru reynslu og þessum óheyrilegu svikum krataforingjanna verða sjómenn um allt land að draga sína lær- dórná. Ennþá eru möguleikar fyrir sjómennina til að rétta hluta sinn fyrir norðan, með allsherjar samtökum og verkfalli á skipunum, þrátt fyrir andstöðu og fjandskap krataforingjanna og knýja fram kröfur norðlenzkra sjómannasamtaka og V. S. N. um 640 króna lágmarkstrygg- ingu. Sú krafa, sem allur aðkomu- verkalýður til sjós og lands verð- ur að fylkja sér um fyrir norðan í vertíðarlokin er sú, að ríkis- stjórnin, sem notar varðskipin í

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.