Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 05.10.1934, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 05.10.1934, Blaðsíða 3
VERKLÝÐSBLAÐIÐ i tugthúsið með bankaþjófinn Sig. Eggerz Sigurður Eggerz dæmir ión Rafnsson og 7 akureyrska verkamenn i fangelsi. - Heímtum fulla uppgjöf saka fyrir baráttumenn þá, sem dæmdir eru fyrir þátttöku i frelsisbaráttu verkalýðsins. VERKLÝÐSBLAÐIÐ Útgefandi: Kommúniistafl. íslands. Ábyrgðarm.: Brynj. Bjamason. Ritnefnd til viðtals þriðjudaga og fimmtudaga 6—7. Afgr.: Bröttugötu 6, Rvík. Sími 2184. — Post-box 57. KOMMÚNISTAPLOKKUR ISLANDS (Deild úr Alþj.samb. kommúnista) Skrifstofa: Bröttugötu 6. Viðtalstími framkv.n. dagl. 6—7. REYKJAVÍKURDEILD KFÍ Skrifstofa: Bröttugötu 6. Viðtalst. deildarstj. virka daga 6-7 Sameiginl. viðtalst fastra nefnda flokks- og deildarstjórna: Fræðslu- og útbreiðslunefnd mánud. 6—7. Skipulagsnefnd þrd. 6—7. Faglegur leiðtogi iniðv.d. 6—7. Fjárhagsnefnd miðv.d. og laugard. kl. 6—7. Kjðtverðhækkunin Sigurður Eggerz ætti sem fyrv. íslandsbankastjóri fyrtr löngu að vera kominn í tugthús- ið með kumpánum sínum Claes- sen og fleirum. í staðinn situr hann sem sýslumaður og bæjar- fógeti á Akureyri, erindreki sain- bræðslustjórnarinnar, heimtar þar byggt tugthús og lögreglu fjölgað og kveður nú upp hinn svívirðilegasta stéttardóm ut af Borðeyrar-deilunni. Hann dæmir Jón Rafnsson í 2 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og 7 aðra verklýðssinna á Akur- eyri, hvern í mánaðarfangelsi. Þetta er hámark svívirðingar- innar undir „stjóm hinna vinn- andi stétta“. Bandíttar burgeisastéttarinnar, sem sjálfir eru stórbrotlegir við borgaraleg lög, eru settir sem dómarar yfir þá, sem berjast fyrir rétti hins fátæka, fyrir samtökum verkalýðsins, fyrir sigri allra, sem kúgaðir ern og þjáðir. Verkalýðurinn heimtar Is- landsbanka'nneykslið . tafarlaust tekið fyrir og hina seku í því tafarlaust fangelsaða, — en fulla sakaruppgjöf undir eins fyrir verklýðssinna þá, sem nú hafa verið dæmdir. Mðrg hindrnð fJOIskyldur húsnæðislausar Hvemig sr. Ingimar & Co. í kjötverðlagsnefndinni hækka verðið. Kjötinu er skift í 3 flokka og er selt þannig í heildsölu: Fyrir 50 kg. af fyrsta flokks kjöti varð að borga í fyrra kr. 4SÍ00 — en nú fcr. 57.50. Fyrir mismuninn kr. 12.50 hefði í fyrra mátt fá 13,88 kg. Hækkunin á dýrasta kjötinu er því 28%. Fyrir 50 kg. af annars flokks kjöti varð að borga í fyrra kr. 40.00 — en nú kr. 52.00. Fyrir mismuninn kr. 12.50 hefði í fyrra mátt fá 15,62 kg. Hækkunin á 2. flokki er því 31,25%. Fyrir 50 kg, af ódýrasta kjöt- inu varð að borga í fyrra kr. 30.00 — en nú kr. 47.50. Fyrir mismuninn kr. 17.50 hefði í fyrra mátt fá 29,16 kg. Hækkunin á ódýrasta kjötinu, því kjöti sem fátækur verkalýð- ur helzt getur veitt sér, nemur 58,5%. Þannig hugsar Framsóknai'- og krataklíkan um1 hagsmuni alþýð- unnar. — Það er ekki nóg með að þær hækki nauðsynjar henn- ar í verði. Verkamaðurinn er látinn borga kjötverðhækkim á kjötkaupum burgeisanna. MJólkurverð hækicar Það er orðið heldur hljótt um kröfu Sigurðar Einárssonar og loforð Alþýðuflokksins um lækk- un mjólkurverðsins. Því háværari verður krafa verkalýðsins: Mjólkurverðið niður í 35 aura! að verða. — Fyrsti árangur hins „vísindalega“ skipulags á mjólk- ursölunni er kominn í ljós. k^jólkurhringurinn hefir hækk- að mjólkurverðið til útsölustað- anna. Sölulaun útsölumanna * hafa verið lækkuð úr 15% niður í rúmlega 9%. K. F. í. heimtar leigunám á auðmannaíbúðum. Aldrei hefir ástandið með hús- næði verið eins ógurlegt og nú. Verkalýðsfjölskyldur eru hús- næðislausar svo hundruðum skiftir. Franski spítalinn er næst- um íullur af fólki, sem fær að búa þar til bráðabirgða. — En hundruð fjölskyldna hafa bók- staflega verið leystar upp og meðlimum. þeirra verið holað nið- ur hér og hvar. Og í skjóli þessa húsnæðisleysis leyfa sumir hús- eigendur sér annað eins og það að vísa fjölskyldum burt úr húsi, fyrst þær ekki geti greitt húsa- leig-u fyrir allan veturinn fyrir- fram. — En hvorki bæjar_ né ríkisstjórn hreyfa legg né lið, og öll blöðin þegja. Verkalýðurinn heimtai- að taf- arlaust sé ráðin bót á þessu Kaupfélagsstjómin heldur leynifund með nokkrum út- völdum kaupfélagsmeðlim- um. í heilt ár hefir kratastjórninni í Kaupfélagi Alþýðu verið ljóst um óreiðuna í félaginu. Hún hefir þrátt fyrir það aldrei kallað sam- an félagsfund. Hún hefir brotið skýlaus ákvæði í lögum félagsins og landslögum um að kalla sam- an aðalfund. Aðalfund átti að halda í aprd, — enn hefir hann ekki verið boðaður. Ilvar kemur spai-naðurinn fram? Hjá neytendum? Nei! Auknar tekjur fyrir bændur? Nei! Aðeins aukinn gróði í vasa mjólkurhringsins. ástandi. Það er nægilegt húsnæði til handa öllum, en skiptingin er svívirðileg. Hótel Borg stendur hálfauð — á ríkisins kostnað — og luxusíbúðir burgeisanna ó- skattlagðar. Við heimtum hluta af luxusíbúðunum og öðrum lítt not- uðum stórhýsum tafarlanst tekið leigunámi hiuida hiniun húsnæð- islausu — með bráðabirgðalögum, ef ekki er hægt öðru vísi. Á bæjarstjómarfundi 1 gær bar fulltrúi K. F. í. fram tillögu um að fá heimild til að taka leigu- námi íbúðir húsabraskara og auð- manna, sem þeir þurfa elíki að nota eða standa auðar, til að bæta úr húsnæðisvandræðum fátækasta verkalýðsins, sem er nú á göt- unni. thaldið felldi tillöguna. En hvað gera nú „vinir alþýðunnar“ í ríkisstjóminni? Vilja þeir bæta úr þessu vandamáli verkalýðsins ? Kaupfélagsstjómin hefir mán- uðum saman hilmað yfir stór- kostlegan þjófnað í kaupfélag- inu, án þess að skýra meðlimum þess frá því. — Hún hefir neitað að svara fyr- irspurnum löglegra meðlima fé- lagsins um rekstur þess. Eftir því sem frézt hefir nem- ur tjónið hjá Kaupfélagi Alþýðu. 33 þúsund krónum. Mestu af upphæðinni hefir verið stolið smámsaman. Hvar er nú eftirlitið frá hendi kratastjómar- innar? Iivar er starf þeirra hátt- virtu endurskoðenda, sem áttu að leggja fram endurskoðaða reikn- inga félagsins fyrir aðalfund í apríl? Verklýðsblaðið getur upp- lýst, að annar þessara endur- skoðenda er Pétur Ilalldórsson, sonui- Bmnabótafélagsforstjór-. Þj áf naðurínn i Katiptélagi Aiþýði* Ný kolalög hafa fundizt í Kusnezn- kolahéruðunum í -Síheríu. Talið er, að hin nýfundnu kolalög nemi 370 miljónum smálesta. þessi nýi kola- fundur hefir stórkostlega þýðingu fyrir eflingu iðnaðarins í iðnaðar- umdæmi því, sem skapazt hefir á þessum slóðum vegna kolaauðlegð- arinnar, og nefnt er Kusbas. „Littke“ leiðangurinn. 20. sept s. 1. kom ísbrjóturinn „Littke" til Mur- mansk eftir 83 daga ferð norður og vestur um Síbiríu. ísbrjóturinn lagði af stað frá Vladivostok 28. júní í sumar, og leiðangurinn hefir leyst af hendi mikilsverðar vísindarannsókn- ir á þessari för. „Littke“ hjálpaði nokkrum skipum, sem voru innikró- uð í ísnum, með því að brjóta þeim leið út í opinn sjó. þetta er í fyrsta sinn sem nokkurt skip fer í einum áfanga norðurleiðina, frá Kyrrahafi til Hvítahafs. Grænmetisrækt í 4000 metra hæð. Vísindaleiðangri jurtalíffræþingsins Bararoffs prófessors hefir tekizt að rækta ýmsar grænmetistegundir á tilraunasvæði, sem búið var til í austurhluta Pamírfjallanna í 4000 metra hæð. í sumar fengust þroskað- ar hreðkur og ýmsar káltegundir. Kartöfhir þrífast þar einnig ágæt- iega. ans, sá sonur, sem eignaðist vill- uua upp við Smáragötu á þann hátt, sem Alþýðublaðið lofaði há- tíðlega að rannsaka ofan í kjöl- inn. Kaupfélagsstjórnin ber fyrst og fremst ábyrgð á óreiðu félags- ins. Hún heldur enn áfram ský- lausum lagabrotum og ofbeldi gagnvart rétti meðlimanna. 1 vikunni sem leið boðaði hún í stjórnarnafni til leynifundar með nokkrum útvöldum meðlimum. Á fundi þessum voru teknar undirbúningsákvarðanir um framtíð félagsins. Meðlimir kaupfélagsins verða að krefjast þess, að starf kaup- félagsstjómarinnar verði rann- sakað. Það verður að rannsaka meira. Það þarf að draga fram í dagsljósið alla sögu kratakaup- félaganpa og afskifti kratabrodd- anna af þeim. Það þarf að endur- skoða söluna á kaupfélagseignum í tíð Haraldar Guðmundssonar til Silla & Valda og allt það mál. — Verklýðsblaðið mun gera sitt til þess að stuðla að þeirri rann- sókn. Broddunum í Alþýðuflokknum skal aðeins gefið það heilræði að hugsa dálítið rneira um á- stand heimabúskaparins og kjafta dálítið mimia um viðreisn jijóðarbúskaparins.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.