Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Verklığsblağiğ

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Verklığsblağiğ

						ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR tSLANDS  DEILD ÚR ALWÖÐASAMBANDI  KOMMÚNISTA
Reykjavík, föstud. 3. janúar 1936
I
ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST
T
VII. árg., 1. tbl.
Sifrur  Mlstjora.iB.iia,
isigur  allrar  a,lþýdu
Verkfalli bifreiðastjóra lauk á
þann hátt, að ríkisstjórnin gekk
að kröfu þeirra frá fundinum 2.
í jólum. H.f. Nafta fékk hið um-
beðna innflutnings- og gjaldeyris-
leyfi, fyrir 4 fyrstu mánuði árs-
ins og gengið út frá því sama
áfram. — Benzínverðið hjá Nafta
verður, eftir að geymir hefir ver-
ið.reistur, 29 aurar á líter eða 6
aurum lægra en hringarnir höfðu
ákveðið. — Allar ráðgerðar vega-
bætur verða framkvæmdar, og
ílutningsgjöldin þurfa ekki að
hækka. Vafalaust munu hringarn-
ir ekki treysta sér að halda benz-
íninu í því verði, sem þeir ætluðu,
þegar samkeppnin við þá hefst
fyrir alvöru.
Við bentum strax á, hversu
þýðingarmikið það væri fyrir bíl-
stjóra að fá þá kröfu sína upp-
fyllta, að benzínskatturinn kæmi
ekki til framkvæmda fyrr en nóg
væri til af ódýra benzíninu í land-
inu. Ríkisstjórnin þverskallaðist
við því, og bílstjórarnir settu
þessa kröfu aldrei sem skilyrði
fyrir aflýsingu deilunnar.
Krafa bílstjóranna var: Olíu-
hringarnir verða að borga skatt-
inn. Benzínskatturinn má ekki
lenda á bílstjórunum og alþýðu.
Þessi krafa náði í aðalatriðum
í'ram að ganga.
En þó er glæsileiki sigursins
fyrst og fremst fólginn í því, að
bílstjórarnir sýndu í deilunni,
slíkan reginmátt samtakanna, að
áður en deilan hófst, grunaði fáa,
hvorki bílstjórana sjálfa né and-
siæðinga þeirra, að samtökin
byggju yfir svona glæsilegum
styrkleika. — Ef gerð verður
tilraun til að svíkja það, af bíl-
stjórunum, sem þeir hafa áunnið,
þá vita andstæðingarnir hvaða
krafti þeir hafa að mæta. —
Samningar standa nú fyrir dyrum
við Steindór og aðra atvinnurek-
endur. í þeim samningum verða
bílstjórarnir virkilega sterkur
samningsaðili, á grundvelli unnins
sigurs.
Það, sem bílstjórarnir unnu á
hagsmunalega, er um leið stór-
K'agur fyrir alla aðra vinnandi
menn. Og allur verkalýður veit
nú að þar sem bílstjórarnir eru,
þar eiga þeir sterkah bandamann.
LÆRDÓMAR
VERKFALLSINS.
Einn af allra þýðingarmestu
hlutum verkalýðsstéttarinnar hef-
ir með verkfalli þessu látið ríkis-
stjórnina vita, að hann vill ekki
lengur una við afturhaldspólitík
hennar. — Og aðrir hlutar verka-
lýðsins hafa risið upp, og lýst
samúð sinni.
Framkoma hinna ráðandi for-
ingja í Alþýðuflokknum, hefir
yerið með fádæmum. — Það er
ekki rúm til að rekja allar tilraun-
irnar til að sundra verkfallsmönn-
um, allan róginn og lygarnar,
hótanirnar um brottrekstur úr
Alþýðusambandinu og um klofn-
ing stéttasamtakanna.
Þáttur  þessara  „foringja"  í
Framh. á 2. síðu.
-%_r*i^_y w*V«*rLr''~- i^r^.n.íwj  ^i_friftjM»*-^~^— rufi#jmj~»
Yerklfðsblaðið
*
óskar allri
alþýðu
sigursæls
samfylkingarárs
1936
s
»_».^P^~l »j"H«^^V~«il>_/*«MM/>iiJ»i»i|Hiimj^
Nýársdagur í Sovjftrikjunum
ar, sem. féikid lieilsar nýja. arinu med
---- en ekki með ölrag' og kviða
EINKASKEYTI TIL
VERKLÝÐSBLAÐSINS.
FRÁ FRÉTTARITARA pESS
í  MOSKVA.
Moskva 2. jan.
Aldrei  hefir  allt  vinnandi  íólk
Sovétrikjanna  haldið  gamlárskvðld
hátiðlegt með  slikum fögnuði sem í
ái.
Allir verkamannaklúbbar og fund-
arsalir, leikhús og söngsalir voru á
gamlárskvöld þrungnir af áhyggju-
lausri hátíðastemningu hamingju-
samra manna.
Fyrir börnin útbjuggu verksmiðj-
umar, skólarnir og barnagarðarnir
sérstakar nýjárshátíðir. Var J>ar
; skreytt mikið með greni, rafljósum,
. savétstjörnum, flöggum og allskonar
/ skrauti. Börnin fengu nýjársgjafir
'< svo sem .brúður, .leikfangabila. og
. flugvélar, — þeim var veittur matur,
'  kökur, ávextir og „konfekt".
,;Isvestija" birtir 1. janúar hátíða-
teikningu  af  Pystisjev,  —  sem  á
hugmyndina að þvi að nota grenið
sem sérstakt nýjársskraut — þar
sem hann er eins og jólasveinn
hlaðinn af ljómandi grenitrjám og
gjöfum, svo sem ungherjahöllum,
leikföngum, bókum o. s. frv.
Verzlanirnar voru yfirfullar af
fólki, sem er að birgja sig npp með
vörur til hátíðarinnar. Búðaglugg-
arnir eru skrbyttir með hinu feg-
ursta nýársgreni.
Vetrargarður     „Sokolniparksins"
íyrir börn, var rétt nýopnaður. Yfir-
fullur af ungherjum, sem skemmtu
sér og fögnuðu þessum fagra garði
með hinum unaðslega útbúnaöi hans:
ísmyndum af Otto Schmidt, foringja
Tsjeljuskin-leiðangursins, af ís-
björnum, risauglum, — ennfremur
snjó-hringekjum og sleðabökkum.
Hljómsveit úr rauða hernum spilaði
„Kátra-drengja-marsinn", cn börnin
sungu. J)að átti lika að vera grímu-
dansleikur (karneval) barna i vetrar-
garðinum, en varð að fresta honum
I aada, Olafg Thofs og Ejggert Claegsena
ForsæfisráBhsrra boðir skerð-
ingu lýðræðls og vínnulöggjöf
Slítor Alþýðisflokltiiriiin sbditídiiu vsð Framsókn ?
Nýjársboðskapur forsætisráð-
berra var að þessu sinni mjög-
eftirtektarverður og boðar tví-
mælalaust stór tíðindi. Aðalinni-
haldið var þetta tvennt:
1) Það verður að takmarka lýð-
ræðið, skerða prentfrelsi og rit-
frelsi, „tii að hindra misnotkun
þess". Sérstaklega verður að
setja lög, er hindri að hægt sé
Framh. á 4. síðu.
sökum hláku, sem kom.
Fréttaritarí ySar skenunti sér á
gamlárskvöld með vefnaðarverka-
mönnunum í „Trechgarnaja Marni-
faktura". par fluttu ræður Jaroslav-
ski og gamlir byltingamenn, sem
voru með í uppreisninni 1905, enn-
fremur beztu Stachanov-verkamenn-
imir 1935. Iastræn skemmtun, dans
og leikir tóku siðan við.
„Pravda" heilsar nýja árinu með
fagurri teikningu, er blaðið kallar
„Nýjársganga". pað er árið 1936 i
líki ungs stráks mcð rauðliðahúfu,
sem tekið er á móti af heiðursverði,
sem í eru fremstu menn Sovétríkj-
anna: Stachanov-verkafólk úr iðnað-
inum, — þeir, sem settu met í syk-
urrófnaræktinni, — hljómsveitir
rauða  hersins,  —  samyrkjubændur,
—  skólabörn, — fallhlífarstökkvarar,
— íþróttafólk o. fl. o. ti.
„Isvestija"'  skrifar  í  ritstjórnar-
grein („leiðara"): „Við lítum hug-
djörf til framtiðarinnar. Með fögnuði
göngum við inn í hið nýja ár. Við
sendum hlýjar kveðjur til milljóna
vinnandi og striðandi manna af öll-
um þjóðflokkum, þjóðum og; ríkjum.
—  Lifi friðurinn! — Lifi hin frels-
aða vinna!"
„Pravda" skrifar: „Sovjetríkin
byrja hið nýja ár í bjargfastri sann-
færingu um að það flytur oss ennþá
glæsilegri sigra en siðasta ár. pAÐ
VERÐUR ÁR BARÁTTUNNAR FYR-
IR LÍFI í VELMEGUN FYRIR MILL-
JÓNIR MANNA. JJAÐ VERÐUR ÁR
BARÁTTUNNAR FYRIR ALLSNÆGT-
UM AF VÖRUM OG ÖLLU, SEM
GERIR LÍFIÐ FAGURT. pAÐ
VERÐUR STACHANOV-ÁR! — —
Gleðilegt nýjár, félagar!"
HILT.
Hváð segja menn svo um nýj-
ársboðskap forsætisráðherrans
og útlitið hér, — samanborið við
ástandið og framtíðarhorfurnar í
landi sósíalismans?
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4