Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fįlkinn

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fįlkinn

						F A L K 1 N N
Hluti af fiskreitunum, á þá má breiða á dag 350 smál. (2200 skippundj
fljótur til að taka upp allar ný-
ungar, seni að gagni máttu verða
og var hann manna glegstur að
greina milli hismis pg kjarna í
þessu efni.
Auk þess sem hjer hefur verið
getið um framtak Ólafs er vert
að minnast á það, að hann varð
einn af þeim allra fyrstu, er
setti bergmálsdýptarmæli í tog-
ara hjer á landi, og fyrstur
manna hjer varð hann til þess
að setja fiskimjölsvjelar í tog-
ara. Geta má og þess að hann
gekk á nndan með að rannsaka
fiskimið milli íslands og Græn-
lands. — Einnig alf þetta ber
manninum gott vitni og hinum
óþreytandi framahuga hans á
sviði útgerðarinnar.
Og Patreksfjarðarkauptún má
lengi minnast hans og þeirra
þýðingar sem starf hans hafði
fyrir það.
Og það gleðilega er, að fyrir-
tækinu, eins og hann skildi við
það, er alveg prýðilega stjórnað
í hans anda af hinum athafna-
miklu ungu sonum hans, Garð-
ari, Gunnari og Friðþjófi.
„Codex Sinaiticus"
frægasta biblíuhandrit heimsins.
Codex Sinaiticus er glegsta hand-
ritið að Nýjatestamentinu, sem menn
þekkja. Nær handrit þetta yfir all
Nýjatestamentið og talsvert af því
gamla, og er frá 4. öld. Handritið
er í arkar-broti, skrifað með stór-
um stöfum og án bila milli orða og
eru fjórir dálkar á síðunni.
Síðustu fjögur árin hefir handrit
þetta verið almenningi til sýnis -\
British Museum í London og er talið
merkasta handrit þessa heimsfræga
safns, enda urðu Bretar að borga
hundruð þúsund sterlingspund fynr
það. Fjekst helmingur kaupverðsins
með samskotum, en helming lagði
rikið til. Nú er handritið á öruggum
stað með öðrum merkum Bibliu-
handritum, svo sem Codex Alexand-
rinus í brunatrygðum stálskáp og
undir þykku gleri, við hliðina á
Magna Charta — „stjórnarskrá" Eng-
lendinga.
Codex Sinaiticus á merka sögu að
baki sjer og hefir mikið verið rætt
um þetta handrit núna undanfarið,
í sambandi við rannsóknir þær, sem
hafa farið fram á texta þess og leilt
hafa margt merkilegt í ljós.
Handrit þetta hvarf og gleymdist í
margar aldir uns það fanst í Kather-
inaklaustrinu á Sínaí skömmu fyrir
miðja öldina sem leið. Það var
Þjóðverjinn von Tischendorf (1815
—74), einn frægasti biblíuhandrita-
könnuður veraldar, sem kom þarna
í klaustrið 1844 og komst þar yfir
brot úr handriti að Gamlatestameni-
inu, er hann sá að var mjög merki-
legt. Var handrit þetta á grísku.
Hann fjekk 4 blöð af þessu handriti
að gjöf en gafst tækifæri til að lesa
hin 86 blöðin. Þetta voru brot úr
hinum fræga Codex Sinaiticus og
var handritið í rnjög slæmu stand'.
Fimtán árum síðar, 1859, var hann
aftur á ferð á Sínaí. Honum hafði
tekist að vekja áhuga Rússakeisara
fyrir þessu handriti og hafði hann
veitt Tischendorf fje til ferðarinnar
og til þess að kaupa handritið. Hann
skoðaði nú alt bókasafnið og fann
margt merkilegt, en nú sá hann
hvergi handritið fræga, er hann
hafði lesið 1844. Hann var ferðbú-
inn þaðan þegar einn munkurinn
dró fram böggul, vafinn i rautt
klæði, úr klefahorninu hjá sjer. í
þessum bögli voru pergamentblöó-
in 86 og mörg fleiri. Tischendorf sat
alla nóttina við að skoða handritin
og tókst að raða saman 258 biöðum
úr Gamlatestamentinu og öllu Nýja-
testamentinu, auk Barnabasbirjefs-
ins og leyfum af Hermas (úr apo-
kryfiskum   bókum   N.   T.)
Tischendorf hafði gert það að
lífsstarfi sínu að gera nýjan texta
að Nýjatestamentinu, sem væri svo
nærri frumhandritinu sem unt yrði
að komast. Og nú hafði hann milli
handanna eldra handrit en nokkur
þekti. Nú gat nýtt tímabil hafist í
biblíurannsókn, er Codex Sinaitic is
var fundinn, eftir að hafa verið
gleymdur í mörg hundruð ár.
Tischendorf fjekk handritið með
sjer að láni, en nokkrum árum síð-
ar fjekk Rússakeisari það að gjöf
frá klaustrinu. Keisarinn hafði veitt
Tischendorf fje til þess að gefa út
vándaða útgáfu af handritinu; var
hún í fjórum bindum og gefin út 308
einlök, sem háskólar og önnur
mentasetur fengu. Hafði verið
steyptur sjerstakur grískur still til
prentunarinnar, nauðalíkur stafa-
gerðinni á handritinu. Nokkrir á-
riðandi kaflar sem orkuðu tvimæ'.s
voru ljósmyndaðir. Útgáfunni fylgdu
textaskýringar eftir Tischendorf,
sem síðari tíma rannsóknir hafa
bygst á að miklu leyti.--------
En 27. desember 1933 hefst nýr
þáttur í sögu þessa merka handrits.
Þá fyrst varð það almenningi til
sýnis í British Museum, eftir að
enska þjóðin hafði keypt það frá
Rússlandi, eins og áður er sagt.
Handritið var nákvæmlega í sama
áslandi og það var þegar það fanst
1859, laus blöð, sem einhver bók-
bindari miðalda hafði klislrað illa
saman. Nú var tekið til við að
skinna handritið upp eftir vísinda-
legum aðferðum, og loks var það
bundið inn haustið 1935. Er það i
tveimur bindum, og bandið á því
er talið eitl hið fegursta, sem nokk-
ur enskur bókbindari hafi af hendi
leyst.
Nú var handritið komið i það á-
stand, að hægt væri að leyfa vísindí,-
mönnum að handleika það. Aðeins
örfáir menn höfðu snert það þau
70 árin, sem það var geymt i St.
PJetursborg. En síðustu tvö árin
hefir handritið verið rannsakað ítar-
lega, einkum af T. C. Skeat, aðstoð-
armanni við handritasafn British
Museum og hefir hann nýlega skýrt
frá rannsóknum sínum í enska bla'ö-
inu   Daily   Telegraph.
Hinar 15.000 athuganir, sem Tisc-
hendorf gerði við textann, hafa ali-
ar verið bornar saman við frum-
iiandritið og hefir nákvæmni Tisc-
hendorfs reynst undraverð og Skeat
kallar útgáfu hans frá 1863 „undra-
verk nákvæmrar og samviskusam-
legrar   rannsóknar."
En eigi að síður hefir margt nýtt
komið á daginn við þessa rannsókn,
enda hafa menn i þetta. skifti haft
tæki, sem Tischendorf ekki hafði,
svo sem útfjólublótt Ijós. Með hjálp
þess hafa menn fengið nýja túlkun
á síðasta versi Jóhannesar Guð-
spjalls. — Tischendorf hafði bent á,
að þetta vers væri sjerkennilegt í
handritinu. Bæði blekið, stafagerð-
in og annað var öðruvisi en hitt les-
málið á blaðinu. Dró hann þá á-
lyktun af þessu, að skrifarinn hefði
gleymt þessu versi og að annar mað-
ur hefði bætt því við síðar.
Ýmsir vísindamenn hafa ekki get-
að fallist á þá tilgátu. En nú er
ráðningin fengin. í útfjólubláu ljósi
sjest, að skrifarinn hefir hætt við
lok næstsíðasta vers og sett þar
lokamerki og svo skrifað-fyrirsögn-
ina „Kata Joancen" undir, en fyrir-
sögn var að venju sett aftan við
lesmálskaflana en ekki framan vi'ð.
Síðan hefir þetta verið þvegið af
eins og unt var og hinu núverandi
síðasta versi bætt við og fyrirsögni.i
skrifuð aftur, neðan á blaðið. Þann-
ig er það sannað, að siðasta versið
hefir ekki verið í eldra handritinu.
Við athugun handritsins hefir
ýmislegt annað komið fram. Tischen
dorf áleit, að fjórir skrifarar hafi
skrifað það, en Skeat álitur að þeir
hafi ekki verið nema þrir. Hefir
Tischendorf aðgreint skrifarana með
bókstöfunum A, B, C og D, en Skeat
telur að C hafi ekki lagt hönd að
verkinu, en það sem honum hafi
verið eignað sje sumt skrifað af A
og sumt af D. Skeat segir, að D
skrifi rjettast. A hefir gert margar
riettritunarvillur, en þó tekur B út
yfir allan þjófabálk. Telur Skeat
mestu furðu, að reynt skuli hafa
verið að notast við B sem skrifara.
ýmislegt bendir á, að aldrei hafi
verið lokið fyllilega við handritið,
en það lagt til hliðar — sennilega
af því að svo margar ritvillur voru
í því, að ólíklegt þótti að hægt væri
að selja það. Og þetta stafaði af rit-
villum B.
En villurnar og munurinn á rjetl-
ritun hinna þriggja ritara, gefa
handritinu aukið gildi fyrir nútím-
ann og sýnir meðal annars það,
að handritið hefir verið lesið skrif-
TOM  MIX,
sem allir þekkja úr Covvboy mynd-
unuin, kemur til Lundúnar eftir að
hafa ekki stigið fæti sínum þangað
í 13 ár. Hann ætlar að sýna sig þar
sitjandi á hvíta klárnum sínum. Mix
virðist vera í góðu skapi að vanda.
Stærstu dýrag-arðamir
í heiminum eru i New York, London,
Berlín og Paris. Dýragarðurinn í
New York er 120 hektarar að flat-
armáli og hvergi er aðbúð dýranna
talin jafngóð og þar. í dýragarðii:-
um í London eru 3000 tegundir
dýra, i Berlín um 1500 og i París
um 1000. Eini sæmilegi dýragarður-
inn á Norðurlöndum er á Friðriks-
bergi í Kaupmannahöfn.
Þrengsta gata í heimi
er í Yarmouth í Englandi. Hún er
ekki fullur 1% meter á breidd þar
sem hún er breiðust, en opið á
henni er aðeins% metrar, svo að
þar geta tveir menn aðeins smokruð
sjer hvor fram hjá öðrum. Yfirleitt
munu hvergi vera jafnmjóar götur
og í Yarmouth. Þar eru 145 götur,
sem eru aðeins lítið eitt breiðari en
gatan sem  nefnd var.
urunum fyrir, en þeir hafa ekki
skrifað það eftir öðru handriti.
Um þær mundir, sem handrit
þetta varð til, varð mikil breyting
á framburði grískunnar, einkum
hljóðstafanna og varð hún til þess,
að sumir hljóðstafir voru bornir
eins fram. D hefir kunnað vel rjett-
ritun og því ekki látið blekkjast af
hinum nýja framburði, en A og
sjerstaklega B, hafa ekki táknað
hljóðin með rjetlum stöfum og skeik-
að á sama hátt og þegar íslendingar
rita i fyrir y. Þessar villur sýna, að
handritið hefir verið skrifað eftir
upplestri — ef skrifarinn hefði haft
bókfell fyrir sjer var honum vor-
kunnarlaust að skrifa rjettara.
Skeat bendir einnig á ýmislegt
annað til sönnunar því, að skrifur-
unuin hafi verið lesið fyrir. Þannig
e.- staður i 1. Makkabeabók 6,20.
Þar hefir skrifarinn, i stað þess að
skrifa „8000" skrifað: „annaðhvort
6 eða 3000". Það er Ijóst, að sá sem
las fyrir hefir ekki getað lesið töl-
una í handriti sínu og svo hefir
hann sagt: „annaðhvort 6 eða 3000"
og skrifarinn haft þetta orðrjett
eftir. Fleiri dæmi þessu lík, nefnir
Skeat.
Af ýmsum einkennum þykir mega
ráða, að Codex Siiiaiticus hafi orðið
til í Cesareu eða nágrenni við þann
bæ. Og svo mikill svipur er með
Codex Sinaiticus og hins fræga
Codex Vaticanus, að menn telja a'ð
bæði handritin hafi orðið til á lík-
um slóðum og jafnvel á sömu „skrii-
stofunni."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16