Dvöl - 01.04.1910, Blaðsíða 1

Dvöl - 01.04.1910, Blaðsíða 1
Blaðið kostar hérá landi i kr. 25 au., erlendis 2 kr. Helmingur borgist fyr- ir 1. júlí, en hitt við ára- mót. O • D V O L Uppsögn skrifleg og bundin við 1. okt. en ó- gild nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. Af- greiðslan er á Laugaveg 36. REYKJAYIK, APRII 1910. NR. 4. ÁR. 10. Öfund (Envy). Áframhald af greininni „ Kraftur viljans". Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Já, vér getum fundið hana víða, bæði hjá skóla- kennurum og lærisveinum, sveitakonum og mönn- um þeirra; og í öllum stéttum, þar sem hópar manna og kvenna lílilsvirða nágrannana, jafn megnt, og allar stéttirnar við hirðir konunganna gera sig sekar í. Ófundin ríkir eins vel 1 tötur- iegum búningi eins og í öllum þeim silki og bró- deruðu klæðum sem óhófsemi aldarandans og hé- gómadýrð æskunnar skreytir sig með, sér til un- aðarauka. Eftir þessu á öfundin fjölmarga meðlimi á meðal allra stétta í mannfélaginu, liún smeygir sér áfergislega inn i hinar gagnólíku náttúrur og eðliseinkunnir, og hún flytur með sér svo mikið af eitri og ólyfjan, að hún fælir burtu liina himin- hornu ástarþrá sem er frá hinum æðra heimi, og stofnar samsæri á móti guði sjálfum, fyrst hún er lil svona, þá verðskuldar liún að vér viðhöfum þá ýtrustu varúð og aðgætni svo vér höfum jafnan vakandi auga á henni í öllum sínum dulmyndum og nærgöngulsemi, svo vér getum uppgötvað hana, þegar hún heldur innreið sína i fyrsta skiftið, og fáum rekið hana á flótta, áður en hún nær sér skýli eða dvalarstað lil að liylja sig í. Öfundin er í því lík köldu eitri, að hún er bæði deyfandi og villandi, og eins og hún sjálf þekki sinn eigin vanmátt, vefur hún arma sína saman i örvinglun og situr svo bölvandi og ragn- andi í einhverjum krók. Þegar liún sigrar — það gerir hún þvi ver, stundum, — situr hún vanalega í dimmunni, og starfar að svikum, undirgrefti, rógi og bakmælgi. Hún er jafn vitlaus og hún er andstyggileg; hún er löstur, sem menn segja um, að haldi enga helgidaga, en sé æfinlega hjólliðug að vinna að sinni egin vansæld. Hún er afbrýðissamur eitraður sporddreki, en það má láta sjálfa skellinöðruna bíta sjálfa sig til bana. Sá, eða sú, sem finnur hjá sér tilhnegingu til að liniðra ágætum störfum annara, undireins og þau verða þeirra vör, geta verið viss um, að fá aldrei tækifæri lil að sýna eitt einasta ágætt verk eða athöfn eftir sjálfa sig. Lesari, ef öfundin hreyfir sér í brjósti þínu, þá segðu henni sam- stundis slrið á liendur; gjöreyðandi stríð! Ekkert vopnahlé, enga eftirgjöf, enga tilslökun. Eins og sjóræninginn, er hún ólögmæt, óvinur alls mannnkynnsins, og á að hengjast upp á rá, þar til hún er dauð, — sleindauð! — 9 Urvals samræður. Eftir P1 a t o n. Þýtt úr grisku af prófessor C. J. Heise. (Framh.) Sé lífgun allt svo til, þá verður einmitt að vera til orðning hinna lifendu af liinum dauðu. — Sannarlega, — þá erum við lika orðnir sammála í þessu tilliti um, að þeir lifendu eigi uppruna sinn að rekja til þeirra dauðu, eins og þeir dauðu til þeirra lifendu. Og sé nú þetta til svona, þá virðist mér það vera nægileg sönnun fyrir, að sálir þeirra dauðu liljóti að vera einhverstaðar, hvar þær verða aftur lifandi. — Og þá eftir því, sem við erum orðnir sammála um, virðist málefnið hljóta að vera þannig. — Þú sérð nú, Kebes, að við, eftir því sem mér virðist, höfum ekki ástæðulaust með- kent þetta, því þegar hið eina svarar ekki æfinlega til hins annars og hin tilorðningin gengur ekki neina hringlinu, en er einungis ein jöfn framfar- andi tilorðning frá liinu eina til hins sem stendur beint uppi yfir, án þess að það snúi sér og komi aftur til hins annars, þá skilur þú vel, að alt mundi um síðir liljóta sömu lögun og komast í sama ástand, og þá mundi öll tilorðningin hætta. — Hvað áttu við með þessu? spurði hann. — Það er hreint ekkert erfitt að skilja það, sem ég segi, því væri svefn til, en engin samsvarandi endurvöknun, sem spritti af þvi sofandi, þá hlýtur þú að sjá, að alt mundi um síðir sanna, að sagan um Endymion væri þýðingarlaus skröksaga, af því að öllu mundi þá vegna eins og það svæfi. Thyra Varrick. Eftir Amatiu E. Barr. Lauslega þýtt úr ensku. (Framh.). Þegar þær höfðu samið unr þetta, varð Marin enn þá forvitnari. Hún vildi endilega fá að vita hvernig sérhver hlutur hefði gengið til. »Við liöf- um lieyrt hitt og þetta um veru þína í Edinborg«, sagði hún. »Tóntas Baike, sem dvaldi þar á mill- um sltipsferða, segir að það sé ákaílega spilt borg, Edinborg. Hann sá ensku hermennina ganga til kirkjunnar — á sjálfan sunnudaginn, hugsa þú þér annað eins — og lcika þar sin eigin lög, án þess að vita að slíkt var svívirðilegt. Og svo mann- fjöldinn þar, og svo allur æðisgangurinn, hann sagði að maður ætti ekki orð yfir annað eins. Hann heyrði líka um kotnu Karls Stuarts, og hversu öll borgin varð þá vitlaus, og varpaði viti sínu undir fætarnar á skrílnum. Hvað sást þú af öllu

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/358

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.