Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						24  9. desember 2009  MIÐVIKUDAGUR
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til 
að senda línu og leggja orð í belg um 
málefni líðandi stundar. Greinar og 
bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið 
er á móti efni á netfanginu greinar@
frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar 
sem finna má nánari leiðbeiningar. 
Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í 
Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum 
miðlunum að hluta eða í heild. 
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til 
að stytta efni.
UMRÆÐAN
Árni Svanur Daníelsson og 
Kristín Þórunn Tómasdóttir 
skrifa um kristni 
Þ
að er aðventa og allt í kring-
um okkur sjáum við merki um 
að eitthvað er í vændum. Ljós á 
húsum og trjám, jólalög í útvarpi, 
auglýsingar og tilboð um hluti til 
kaupa, tónleikar og listviðburðir 
til að njóta, eru tákn um það sem 
er í nánd. Við heyrum líka áköll og 
áminningar um að veita hjálp og 
aðstoð þeim sem minna mega sín. Á 
þessum tíma er við hæfi að staldra 
við, horfa í kringum sig og lesa tákn-
in í umhverfi okkar.
Að lesa samfélagið
Við sem eigum skólabörn, vitum 
hvað það er magnað og flókið ferli 
að læra að lesa. Með mikilli þraut-
seigju og þolgæði, og ótal upplestr-
arstundum fyrir mömmu og pabba, 
lærist barninu að skilja að bók stafir 
og hljóð mynda orð, sem mynda 
setningar, sem hafa merkingu. Þar 
með opnast því heill heimur sem það 
hefur aðgang að, getur lært, skilið 
og túlkað. 
Læsi er ekki bara að kunna á stafi, 
orð og setningar. Læsi í samtíman-
um snýst ekki bara um að geta til-
einkað sér þekkingu og staðreyndir, 
heldur líka að geta metið það sem 
við lesum og heyrum á gagnrýn-
inn hátt og skoðað í ljósi þess sem 
við metum mest í lífinu. Það gerir 
okkur kleift að tala saman um gildi 
og verðmæti, og að leggja okkar 
að mörkum við að móta umhverfið 
okkar.
Að lesa trúna
Á aðventunni eru víða haldnir jóla-
tónleikar tónlistarskólanna þar sem 
ótrúlega mörg börn mæta í fylgd 
stoltra fjölskyldna til að deila gleði 
tónlistarinnar sem þau hafa verið 
að nema í haust og vetur. Fegurðin 
og gleðin sem ríkir yfir unga tón-
listarfólkinu er eitt af þeim tákn-
um sem okkur er gefið til að minna 
okkur á það sem skiptir máli í líf-
inu, sérstaklega á tímum sem valda 
okkur ugg og kvíða. Þetta tákn vísar 
í tvær áttir. 
Önnur talar við okkur um aðstæð-
ur og þarfir barnanna okkar, og 
minnir á ábyrgð okkar fullorðnu að 
hlusta á þau, lesa það sem þau hafa 
fram að færa og hlúa að þeim. 
Hin áttin vísar til barnsins sem 
við bíðum eftir á aðventunni. Það 
er barnið sem stendur fyrir ljós 
í myrkri, birtu í kulda, kærleika í 
tómlæti og gleði í kreppu. Það er 
barnið sem var sent í heiminn til að 
kenna mönnunum að lesa lífið, svo 
þeir gætu notið þess í fullri gnægð. 
Það er farsælt og til heilla að vera 
læs á táknin í kringum okkur og þar 
með talið að vera læs á sína eigin 
trú. Rétt eins og við erum tilbúin að 
leggja heilmikið á okkur þannig að 
börnin okkar læri að njóta tónlist-
ararfsins berum við ábyrgð á því að 
þau hafi aðgang að trúararfinum og 
geti notið hans. 
Að lesa þarfir
Það er ábyrgðarhlutverk að lifa í 
nútíma samfélagi, að vera upplýst, 
læs og geta tekið þátt í lýðræðis-
umræðu. En ábyrgðin stoppar ekki 
þar heldur felur hún líka í sér að við 
eigum að vera þjónar hins góða og 
talsmenn vonar í samfélaginu.
Svo þarf að stíga næsta skref. 
Jesúbarnið sem kemur býður okkur 
ekki aðeins að læra af sér og tala 
heldur kallar það okkur til þjón-
ustu við lífið. Hin fjölþætta áskor-
un aðventunnar er þá þessi: Að við 
hlustum, horfum, lesum og þjón-
um. Tölum um hið góða líf og þjón-
um því í öllu sem við gerum. Höfum 
augun opin fyrir táknunum kring-
um okkur. Fyrir táknum um fegurð, 
gleði og von, lyftum þeim fram og 
minnum á þau. Fyrir táknum um 
það sem er ekki í lagi: um fjölskyld-
ur sem líða skort, um fólk sem er 
troðið á, um misrétti, um misferli, 
um börn sem fá ekki að vera börn. 
Við eigum að haga eigin lífi 
þannig að það sé tími og rými til að 
láta gott af okkur leiða. Við eigum að 
láta okkur annt um þau sem þarfn-
ast ? til dæmis með því að gefa mat, 
peninga eða tíma til hjálparstofn-
ana sem sinna fólki nú fyrir jólin. 
Við eigum að forgangsraða þannig 
að börnin okkar finni hvers virði 
þau eru. Við eigum að vera mál-
svarar réttlætis, sáttar og vonar í 
samfélaginu.
Það er trúverðug kristni.
Höfundar eru prestar.
Trúverðug kristni 
ÁRNI SVANUR 
DANÍELSSON 
KRISTÍN ÞÓRUNN 
TÓMASDÓTTIR 
UMRÆÐAN
Hermann Þórðarson 
skrifar um Evrópumál
Í 
forystugrein Frétta-
blaðsins 17.11 skrifar 
Jón Kaldal grein um ESB 
og vænir þar samtökin 
Heimssýn um að haga sér 
eins og sértrúarsöfnuður. 
Ég geri ráð fyrir því að JK 
sé Samfylkingarmaður og stuðnings-
maður aðildar eftir þessum skrifum 
að dæma.
Andúð greinarhöfundar bein-
ist sérstaklega að nýkjörnum for-
manni Heimssýnar, Ásmundi Daða 
Einarssyni, þingmanni VG, 
og öðrum flokksbræðrum 
hans sem hafa vogað sér 
að standa upp í hárinu á 
Samfylkingunni í Icesave/
ESB-málinu og tekið eigin 
sannfæringu, eins og þeim 
ber samkvæmt stjórnar-
skránni að gera, fram yfir 
hollustu við framkvæmd-
arvaldið, sem virðist vera 
í höndunum á fyrrverandi 
dýrlingi og væntanlegum landsölu-
manni, sem kúgar forystu VG til 
fylgis við ríkisstjórnina í Evrópu-
málunum. 
Samfylkingin er eini stjórnmála-
flokkurinn á Íslandi sem styður 
heilshugar aðild að ESB, hvað sem 
það kostar, og minnir það um margt 
á hvernig sértrúarsöfnuðir haga 
sér. Samfylkingin telur sig vera 
jafnaðarmannaflokk en hagar sér 
eins og argasti íhaldsflokkur í þess-
um málum. Það er með ólíkindum 
hvernig VG lætur kúga sig í þessu 
máli og öðrum vafasömum málum 
sem núverandi ríkisstjórn beitir sér 
fyrir. Hvað varðar aðildarumsókn 
til að fá svar við spurningum okkar 
sem varða fyrst og fremst auðlind-
ir landsins, þá er það þegar vitað 
hver svörin verða. Allir ábyrg-
ir aðilar innan sambandsins hafa 
fullyrt að okkur standi ekki til boða 
neinar varanlegar undanþágur frá 
núgildandi lögum og reglum ESB. 
Allt annað er bara blekking. Hvað 
varðar lokaákvörðun um væntan-
legan samning um aðild þá hefur 
Samfylkingin ákveðið, verði hún 
áfram við völd, að þjóðaratkvæða-
greiðsla komi ekki til með að hafa 
nein áhrif á það hvort samningur-
inn verði samþykktur af meirihluta 
Alþingis eða ekki. Þessi atkvæða-
greiðsla verður því ekki bindandi, 
heldur aðeins ?ráðgefandi?. 
Önnur öfugmæli sem komu mér 
verulega á óvart var stuðnings-
yfirlýsing Heimastjórnar/Heims-
stjórnar Ingva Hrafns á ÍNN, en 
þeir hafa hingað til verið taldir 
ákveðnir stuðningsmenn ?Bláu 
handarinnar?. Þar var lýst yfir 
stuðningi við skipun Þorsteins Páls-
sonar í samninganefnd Íslands við 
ESB um aðild vegna reynslu hans 
í t.d. alþjóðamálum sem fyrrver-
andi sendiherra. Þorsteinn Pálsson, 
fyrrverandi formaður Sjálfstæðis-
flokksins og ritstjóri Fréttablaðsins, 
er einn af höfundum kvótakerfisins 
sem færði eina af mikilvægustu 
auðlindum landsins í hendurnar á 
útvöldum vinum þáverandi stjórn-
valda. Ég efast ekki um það að ÞP 
mun ekki hika við að gera hið sama 
fyrir ?diplomatíska? vini sína í ESB.
Höfundur er ríkisstarfsmaður 
á eftirlaunum.
Öfugmæli í Fréttablaðinu og á ÍNN
UMRÆÐAN
Svava Björnsdóttir 
skrifar um kynferðis-
ofbeldi
Á 
síðustu vikum hafa 
greinar verið birtar í 
tilefni 16 daga átaks gegn 
ofbeldi. Mörg góð samtök 
eru að vinna þarft og gott 
starf í íslensku samfélagi 
bæði til að fyrirbyggja kynbundið 
ofbeldi og hjálpa þeim sem beittir 
eru ofbeldi. Starf Blátt áfram felst 
í því að fyrirbyggja kynferðislegt 
ofbeldi og leggur helst áherslu á að 
fræða fullorðna um hvernig hægt er 
að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi 
á börnum. Lengi má telja þær alvar-
legu afleiðingar kynferðislegs ofeld-
is en ég mæli með nýútkominni bók 
Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Á 
Mannamáli. Þar er gefin greinar-
góð lýsing á afleiðingum ofbeldis-
ins bæði fyrir einstaklinginn og 
samfélagið.
Blátt áfram eru sjálfstæð félaga-
samtök og er tilgangur samtakanna 
að efla forvarnir gegn kynferðis-
legu ofbeldi á börnum á Íslandi. Í 
upphafi starfsins árið 2004 kom 
fljótlega í ljós hversu lítil þekking 
var á málaflokknum á Íslandi. Fag-
fólk sem leitað var til í upphafi til 
að kynna starfið var á sama stað 
hvað varðaði skilningsleysi og ótta 
við að tala um kynferðislegt ofbeldi. 
Hvernig ofbeldi gerist og mikilvægi 
þess að tilkynna grun um ofbeldi. 
Þetta var okkur áhyggju-
efni en um leið gaf okkur 
skilning á þeirri mótstöðu 
og viðbrögðum stjórnenda 
á mikilvægi þess að fræða 
starfsfólk sitt um kynferðis-
legt ofbeldi. Flest viðbrögð-
in voru, þetta gerist ekki 
hér ? við þurfum ekki að 
tala um þetta ? ertu að áska 
okkur um eitthvað?
Með samúð og skilning á 
þeim mannlegu viðbrögðum 
sem við sáum aftur og aftur lögðum 
við fram staðreyndir málaflokks-
ins sem og hinar mörgu leiðir til að 
fyrirbyggja ofbeldið.
Ein af hverjum 5 stúlkum og einn 
af hverjum 10 drengjum eru beitt 
kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára 
aldur samkvæmt rannsókn Hrefnu 
Ólafsdóttur félagsráðgjafa. 
Síðastliðin ár hefur sókn í fræðslu 
fyrir fullorðna, námskeiðið Vernd-
arar barna, verið jafnt og þétt að 
aukast. Eru það góðar fréttir og er 
skilningur á mikilvægi þess að hvert 
og eitt okkar taki ábyrgð á þeirri 
þögn sem ríkir yfir kynferðis legu 
ofbeldi, að skila sér. Í fræðslunni 
finnum við að erfiðast er að ræða 
þetta við þá nánustu og að huga að 
þeim möguleika að ofbeldismann/
konu gæti verið að finna í fjölskyld-
unni, eða í þjónustuhlutverkum þar 
sem við treystum öðrum fyrir börn-
um okkur nær 100%. Á námskeiðinu 
Verndarar barna fær einstaklingur-
inn, hvort sem hann er sálfræð-
ingur, kennari, prestur eða faðir/
móðir, tækifæri til að hugsa sig vel 
um, og tjá sig um hver er helsti ótt-
inn við það að tala um kynferðislegt 
ofbeldi, eða við það að tilkynna grun 
um ofbeldi. Þetta er fyrsta skrefið. 
Þegar fólki tekst að yfirstíga ótt-
ann og sér að með því að velja að 
treysta sjálfum sér, tala um ofbeldi 
er það ekki lengur að samþykkja 
ofbeldi. Það er að taka ábyrgð á sér 
og sínum og er í leiðinni frábært 
fordæmi fyrir aðra í sam félaginu. 
Blátt áfram hefur reglulega boðið 
fjölmiðlafólki sem og hæstaréttar-
dómurum á námskeiðið Verndar-
ar barna og vil ég hér með minna 
á það sem og hvetja sem flesta til 
að sækja þetta námskeið sem sam-
kvæmt rannsóknum (rannsókn 
Darkness to Light) breytir hegðun 
og tryggir öruggara umhverfi barna 
með því að rjúfa þögnina.
Höfum hugrekki til að tala blátt 
áfram um kynbundið ofbeldi, sam-
þykkjum það ekki með þögn okkar.
Boðið er upp á námskeiðið Vernd-
arar barna umhverfis landið, vin-
samlegast heimsækið heimasíðu 
Blátt áfram til að finna leiðbeinanda 
í þínu bæjarfélagi.
Höfundur er varaformaður sam-
takanna Blátt áfram.
Þögn er sama og 
samþykki
HERMANN 
ÞÓRÐARSON
SVAVA 
BJÖRNSDÓTTIR
ÖRYGGISMÖRK
Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU
Ráðstefna á vegum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu
á Grand hótel miðvikudaginn 9. desember kl. 13:30
   Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona
Setning: Gísli Páll Pálsson formaður 
Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu
Að lokinni framsögu verða pallborðsumræður
AÐGANGUR ÓKEYPIS
Frummælendur verða:
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra
Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra
Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar 
á Landspítala Háskólasjúkrahúsi
Eva Þengilsdóttir varaformaður samtakanna Almannaheill
Pétur Blöndal alþingismaður

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64