Vikan


Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 26

Vikan - 30.06.1966, Blaðsíða 26
Á SÝNINGU MYNDLISTAR FÉLAGSINS Myndlistarfélagið var stofnað í Reykjavík haustið 1961. For- göngumenn um stofnun þess voru nokkrir hinna eldri myndlistar- manna. svo sem Guðmundur frá Miðdal, Gunnlaugur Blöndal, Finnur Jónsson, Eggert Guð- mundsscn, Ríkharður Jónsson, Höskuldur Biömsson, Pétur Frið- rik Sigurðsson og fleiri. Ungir og rottækir myndlistar- menn höfðu þá látið að sér kveða og var lítil eining í röðum þess eina félags. sem þá var til, unz eldri mennirnir, klufu sig frá og stofnuffu Myndlistarfélagið. All- margir yngri menn hafa síðan bætzt í hópinn Markmið stofn- endanna var m.a. að halda árlega sýningu sem jafnan hefur farið fram að vorlagi og þá í Lista- mannaskálanuni. Þessar myndir sem hér eru birtar sem sýnishorn, ættu að gefa sæmilega hugmynd um myndir félagsmanna að svo miklu leyti sem svarthvítar Framhald á bls. 39. Eyjólfur J. Eyfells, Reykjavík. Af kynslóð elztu núlifandi myndllstarmanna á íslandi. Til vinstri: Þingvellir, til hægri: Þórsmörk, hvorttveggja olíu- málverk. Jón E. Gunnarsson, Reykjavík. Viríist einna sterkastur málari í þessum hópi. Til vinstri: Á efa höll, olíumálverk, sem sýnir kletta- borg. Til hægri: Á sjó, olíumynd. Að okkar dömi bezta mynd sýn- ingarinnar. Sigurður Kr. Árnason, Seltjarnarnesi. t mikilli framför. Átti a» okk- ar dómi næst beztu mynd sýn- ingarinnar Lognbrim, oUu- mynd t.h. og t.v.: Á Beykjanesi, einnig olíumálverk. Sveinn Björnsson, Hafnarfirði. Hefur oft sýnt bæði hér og í Danmörku. Til vinstri: Huldumerm á veiðum, oUu- málverk. Vel kompóneruð og sterk mynd. Til hægrl: Einn á sjó, oliumálverk.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.