Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.12.1993, Blaðsíða 13
Stjórnandi „Gospel Brodcasting Service“ er Eþíópíu- maðurinn Hailu Wolde Semaiat. Myndir: Martin Birkedal NOREA Radio. lögð á þrjú stærstu tungumálin, amharísku, tigrinja og órómó. Hin andlega barátta er hörð í Eþíópíu í dag. Straumur islamskra trúarhópa er inn í landið og margar freistingar boðnar ef fólk bara vill trúa og kalla sig múhameðstrúar. Þá er t.d. hægt að fá menntun og húsnæði - jafnvel peninga bjóða þeir til að lokka fólkið til sín. Einnig hafa mis- munandi sértrúarhópar komið til landsins og hafa leitt marga í villu. Hins vegar hafa ntiklar kristnar vakningar orðið í landinu á undanförnum 30 árum og vitna menn iðulega um að útvarpsþættirnir hafi orðið til að varðveita þá í trúnni. Þörfin fyrir út- sendingamar hefur því heldur aukist en minnk- að á undanförnum árum og gefur það starfs- fólki GBS styrk til að halda ótrautt áfram að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist. Biðjum fyrir starfi GBS í Eþíópíu í dag! Staðreyndir unt Gospel Broadcasting Service * Sendir út frá Nairóbí í Kenýu. Starfsmenn. Stjórnandi Hailu Wolde Semaiat. * Sendir: FEBA (Far East Broadcasting Assosiation) á Seychelleyjum í Indlands- hafi. * Sendir til Eþíópíu á amharísku, tigrinja og órómó. * Hugleiðingar í hálftíma á dag á hverju þess- ara þriggja tungumála. Auk þess fjölskyldu- og barnaþættir. * Nýtur fjárhagslegs stuðnings frá Þýskalandi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Noregi. * Markmiðið er að boða fagnaðarerindið og tengja hlustendur svæðisbundnum kirkjum. Friðrik Hilmarsson tók saman. Útvarp NOREA Úr bréfum frá hlustendum: Germai Tesfom að störfum í hlustunarherbergi GBS-stöðvarinnar. Hann vinnur ásamt Egyptaland Ég er 28 ára og lærður handverksmaður. Starf mitt hefur verið að slípa timbur. Nú skrifa ég til þín „bak við lás og slá“ því ég sit í fang- elsi fyrir morð. Dómurinn var 15 ár og hef ég þegar lokið sex árunt við erfiðisvinnu. Ég heyrði þáttinn þinn í útvarpinu. Nú vil ég kynn- ast vilja Guðs með líf mitt og gjarnan læra að biðja. Indland Við erum nokkrar húsmæður sem komum saman á bænastundir. Þær þekkja flestar lítið til orðs Guðs. Ég hlusta á útvarpsþáttinn og skrifa eins mikið niður og ég get. Minnispunktana nota ég til að kenna hinum í leshópnum okkar. Þær segja þetta vera til mikillar blessunar því engin þeirra getur lesið eða skrifað. Á þennan hátt verða útvarpsþættir þínir okkur öllum að gagni og til blessunar. Armenía Fjölskylda mín hefur bæði gagn og ánægju af að setjast við útvarpstækið og hlusta á orð Guðs á hverjum degi. Fagnaðarerindið um Jesú Krist hefur breytt lífi okkar mikið og það hefur snert mig djúpt. í húsi okkar höfum við ákveð- inn stað þar sem Biblían liggur og hafa allir í fjölskyldunni aðgang að henni þar og geta lesið í henni. Þakka ykkur fyrir að senda okkur Bibl- íu. Hin andlega barátta er hörð í Eþíópíu í dag. Straum- ur islamskra trúarhópa er inn í landið og margar freist- ingar boðnar ef fólk bara vill trúa og kalla sig mú- hameðstrúar. öðrum að gerð amharísku þáttanna.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.