Ísland


Ísland - 01.05.1936, Blaðsíða 1

Ísland - 01.05.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Flokkur þjóðernissinna. (£5) Reykjavík, 1. maí 1936. III. ár. 17. tbl. 1 dag — öðrum dögum fremur — beinist hugur verkamannsins að framtíðinni, og einmitt það hlýtur að má burt allan þann hátíðablæ, sem annars ætti að einkenna þenna dag. Það virðist svo, sem íslands óhamingju verði allt að vopni: 111 stjórn, illt árferði og illt ástand um- heimsins leggjast nú á eina sveif, til þess að draga þjóð vora nær og nær vonlausri örvæntingu, einmitt á þeirri stundu, sem hún hefði getað staðið í blóma sem fyrirmynd annarra þjóða, hátt hafin yfir örbirgð, vonleysi og víl, voldug í sinni smæð, frjáls í sínu eigin landi. Einmitt nú gátum vér sett kórónuna á starf hinna föllnu boðbera frelsis og manndóms — en í dag liggur land hinna þúsund möguleika í sárum, brostn- ar vonir og lokuð sund blasa hvarvetna við, allt stend- ur 4 öfugum enda, allt, sem áður gaf lífinu gildi, er nú talið einskisvert og margt ofsótt heiftúðlega, svo sem trú, þjóðerni og þjóðfélagsfriður, þúsund ára þing vort er svívirt, menningarhjalið hljómar sem skop. I dag sjáum vér ef til vill gleggra en áður, hvað vér höfum misst. Jafnframt gefst oss tækifæri til .að velja á milli, hvert skuli vera vort framtíðarstarf, hvort það skal vera starf vökumannsins eða þess, sem sefur. Sú spurning hlýtur að vakna, hverjar svo sem eru orsakir þeirra ragnaraka, sem nú ógna íslenzku þjóð- inni, hvort vér séum ekki eins og aðrar þjóðir ofur- seldir „óviðráðanlegum“ illum öflum. I fljótu bragði mætti virðast svo — en eins og „hver er sinnar gæfu smiður“, þannig er og hver höfundur sinnar ógæfu. Vor ógæfa er, að vér höfum misst sjónar af þeim sannleika, að samheldni og eining er afl þeirra hluta, sem gera skal. Til þess að rjúfa friðinn hafa einmitt orðið þeir, sem lo^uðu batnandi framtíð og blésu að glæðum vonanna um allt, sem vér þráðum, um farsæld og vel- gengni — um sjálfstæði og frelsi. Fylling þessara vona kostaði svo lítið, aðeins kross á kjörseðil. En hér for* eins og í þjóðsögunum, þegar f jandinn byggði kirkj- ur —- hann heimtaði lítið gjald í jarðneskum auð, að- eins sál þess, er hann samdi við. Þeir, sem lofuðu ís- lenzkum verkalýð að byggja musteri jafnaðarins, hafa aðeins reynzt verri. Þeir tókn sál þjóðarinnar — friðinn, eininguna, starfsþrekið og viljann — en svik- ust um að byggja nmsterið. Þeir, sem í dag kalla sig foringja verkalýðsins Eftir HELGA S. JÓNSSON. og særa hann með því að hengja á hann auglýsingar um, að enn þá vanti hann allt, sem honum var lofað, — þeir bera ábyrgðina á örbirgð og óhamingju þjóð-. arinnar. Núverandi valdhafar verðskulda varla fyrir- litningu, þeir eru í senn svo ósvífnir og lítilfjörlegir, að heiðarlegum manni er tæpast samboðið að skeyta skapi sínu á þeim. Það eina, sem rétt er að gera, er að vakna frá þeim eins og vondum og ljótum draumi, og skipa þeim á bekk með þeim fyrirbrigðum, sem eru í heiminn send til viðvörunar. I dag kemur fram hópur æskumanna — að vísu ekki stór — en hópur, sem er reiðubúinn að leggja allt í sölurnar, til þess að þjóð vor og land megi losna úr þeim þrældómsviðjum, sem nokkurra ára hugsun- arleysi og trúgirni hafa lagt hana í. Vér erum rödd hrópandans í eyðimörkinni. Vér bendum á ástandið eins og það er, og vér skorum á alla að taka upp baráttuna fyrir einingu og friði. Það er sannleikur, að íslenzka þjóðin getur lifað í auði og allsnægtum, endurreist menningu sína og orðið öðr- um til fyrirmyndar, ef hún sjálf vill. Það eina, sem skiftir máli, er að stéttir og einstaklingar finni hönd hvers annars og haldi sameinaðir til starfa. — Þeim, sem hvetja til stéttastríðS, þeim sem ráðast á helg- Framhald á 2. síðu. Fánalidið 1. maí 1935. Hærra! hærra við stefnum!

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.