Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.03.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.03.1987, Blaðsíða 1
4. TBL. 45.ÁRG. 17.MARS. 1987 SJÁ OPNU viðtal við Rannveigu Guðmundsd. Bjargráð Sjálfstæðisflokksins: Lækka útsvarið um 10 milljónir en taka 50 milljón króna lán í staðinn. Hver á að borga lánið? Bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði samþykktu tekjuáætlun fjár- hagsáætlunar í heild sinni, að útsvarsálagningunni und- anskilinni. Þar lögðu bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins tii að útsvarstekjur lækk- uðu um tæplega 10 milljón- ir. Það er rétt rúmlega 1% breyting til lækkunar ef mið- að er við heildartekjur bæj- arins. Hinsvegar iögðu þess- ir sömu bæjarfulltrúar til að aukaskattur yrði lagður á bæjarbúa: Þeir lögðu til að bærinn tæki að láni heilar 50 milljónir króna á þessu ári. Á sama tíma og íhaldið hróp- ar á torgum um tillögur til skattalækkunar, þá á að fjár- magna rekstur og framkvæmdir í bænum með tugmilljóna króna lántöku. Þessi málatil- búnaður íhaldsins lýsir best málefnafátækt þar á bæ og sýndarmennsku af ódýrustu sort. í málgagni Sjálfstæðisflokks- ins, Hamri, sem er nýútkominn, er einnig hrópað um hækkun aðstöðugjalds og fasteigna- gjalda. Sú hækkun milli ára er samkvæmt framreiknisstuðlum opinberra aðila og ekki vegna pólitískra ákvarðana bæjar- stjórnar. Álagningin er óbreytt frá fyrra ári, hámarksafsláttur er veittur. Sjálfstæðismenn í bæj- arstjórn samþykktu þetta um- ræðulaust í bæjarstjórn, þótt þeir reyni að þyrla upp mold- viðri nú. Enr eitt dæmið um sýndarmcnnrku. Eru bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins ekki meðvitaðir um eigin ákvarðanir og afstöðu til mála eða eru þeir meðvitað að reyna að blekkja bæjarbúa og breiða yfir eigin verk? Til marks um það, þá er að engu getið um þá stefnumörk- un íhaldsins í Hamri í öllum skrifum um fjárhagsáætlunina, að allt á að framkvæma með lántökum. Ábyrg fjármálastjóm það, eða hitt þó heldur. Alþýðublað Hafnarfjarðar með skoðanakannanir Alþýðublað Hafnarfjarðar hefur gert og mun gera skoð- anakannanir hér í Hafnarfirði á næstunni. Hafa þær tvíþættan tilgang. í fyrsta lagi að kanna hug bæjarbúa til ýmissa mála sem þá varða. í öðm lagi að athuga hversu vel bæjarbúar fylgjast með og þekkja til ýmissa hluta sem snerta Hafnfirðinga beint eða óbeint. Fyrsta könnunin hefur þegar verið framkvæmd en eftir er að vinna úr henni. Það var m.a. kannað viðhorf bæjarbúa til hraðahindrana. Niðurstöður þeirrar könnunar verða birtar í næsta blaði. íhaldið gegn tómstunda- heimili? Bls.2 Tollurinn - miðstýring Bls.6 Félagsmiðstöð Alþýðuflokks- ins opnuð Bls.5 MÁLGAGN JAFNAÐARSTEFNUNNAR

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.