Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1970, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1970, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐ HATNARF3ARÐAR XXIX. ÁRG. 29. MAÍ 1970 9. TBL. Heill Hafnarfjarðar, velgengni bœjarbúa, framfarir og umbœtur, byggist d öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi Vinnan er undirstaSa velferðar í bæjarfélaginu, vinna eldri sem yngri, hvar í stétt sem þeir standa. Vinnan skapar verðmætin, heilbrigði og hagsæld. Hafnarfjörður er í örum vexti á tímum tækniþróunar, nýrra við- horfa til viðfangsefna og endurmats á úrlausnum og aðferðum. Á lista Alþýðuflokksins, A-listanum, eru menn, sem gera sér fulla grein fyrir verkefnum framtíðarinnar. Þeir byggja á fjölþættri reynslu. en leggja þó áherzlu á ný viðhorf, nýjar leiðir, nýtt mat. Við síðustu bæjarstjórnarkosningar vantaði Alþýðuflokkinn aðeins innan við hundrað atkvæði til að fá þrjá fulltrúa kjörna í bæjar- stjórn. í baráttusæti A-listans að þessu sinni, 3. sætinu, er ungur vel- menntaður maður, sem þekkir og skilur kröfur og úrlausnarefni samtímans. Kjartan Jóhannsson er sá ungi maður, sem fólkið vill styðja til setu í bæjarstjórn. Hann beitir hlutlægu mati við lausn viðfangs- efna og hefur til að bera bjartsýni hins unga manns, þrótt í hugsun og djörfung í áformum. Hafnfirzku kjósendur! Tryggjum kosningu Kjartans Jóhannssonar og veitum þannig nýjum kröftum, nýrri hugsun og nýjum lífsvið- horfum inn í bæjarstjórn. Vinnum að framtíðarheill bæjarins okkar fagra í faðmi hrauns og ása. Eflum Alþýðuflokkinn til nýrra áforma og stórra átaka. Kjósum A-listann

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.