Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 6

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 6
6 leirker væri, sem væri hentugt fyrir Drottin, þeg- ar hann hefði sjálfur hreinsað það og helgað?" Þeir sögðu mjer ekki neinar nýungar. Þeir sögðu: „Maðurinn verður að trúa á Krist, að eins trúa, til að frelsast" og treysta honum einum, til að sigra syndina og losast við áhyggjur. Þeir sögðu: „Drottinn Jesús er fús til að dvelja í hverju hjarta, sem gefur sig í hönd hans“. Peir sögðu: „Það er margt í eðli voru, sem gjörir oss örðugt fyrir, þegar vjer ætlum að ganga alveg á vald Krists, en ef vjer erum fúsir til að verða fúsir að gefast á vald hans, þá gjörir hann oss ekki að eins fúsa heldur og glaða“. feir sögðu: „Undir eins og vjer gef- umst á vald hans, eða jafnvel reynum að gefast á vald hans, þá tekur hann við oss“. Þetta var ofur- einfalt. Jeg hefði getað sagt mjer það sjálfur. En þeir hertu á mjer að jeg skyldi ekki hika, en gjöra þetta þegar í stað, og jeg get aldrei fullþakkað þeim, að þeir gjörðu það“.-------- Sjerstaklega heimsóttu þeir háskólana og vitn- uðu fyrir stallbræðrum sínum. Starf þeirra bar ríkulega ávexti, einkum í Edinborg. Degar það spurðist við hinn fornfræga háskóla þar, að bezti knattleikamaður Englands, og einn af beztu ræður- unum frá Cambridge boðuðu til stúdenta-fundar, komu námsmennirnir hraðfara hundruðum saman. Sjónarvottur segir svo frá þeim fundi: „Pað var húsfyllir og alvarleg þögn, engin gamanvísa heyrðist eins og endraniær á íundum stúdentanna,

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.