Verði ljós - 01.11.1900, Blaðsíða 10

Verði ljós - 01.11.1900, Blaðsíða 10
170 Annars höfum vér íslendingar sáralitið að segja af andlegu sam- bandi við Bretland mikla; auðvit.að berast oss nokkrar bækur þaðan, eu persénuleg kynni eru rótt engin ; væri þó nokkur kostur á þvi við hinar tíðu komur Islendinga til „Aþenu Norðurlanda", en það nafn þykir Edinborg mega eiga sem meutasetur mikið og heimkynni fag- urra lista. Mikil blessun væri það fyrir oss, gætu allir vorir kandidat- ar, er þeir hafa tekið þroska og námi hér heima, komist út til kynnis mönnum og mentum, missiri eitt eða tvö, til beztu staðanna á Norður- löndum, Jpýzkalandi og Bretlandi mikla, eftir því hvað helzt er að sækja til hvers staðarins um sig. Sem stendur er helzta andlega bandið í Templarafélaginu, og mér þótti nógu gaman að detta ofan á það í blaði daginn, sem ég var um kyrt í Skotiandi í júnimánuði, að islenzk kona, Ólafía Jóhannsdóttir, flutti fyrirlestur í kirkju uppi i borginni. Yiðsföðutímanum i bæði skiftin gat ég eigi varið til mannafunda, því að engan þekti ég manninn, og enn síður fýsti mig að ganga á söfnin, sem oftar er fremur skylduverk eti ánægju ; en hitt fýsti mig, að líta i kriugum mig úti þennan st.utta tima. Til þess bauðst bezta færi á heimleiðinni í samfylgdinni tneð döusku stúdeutunum, er ráðin var ferð upp til Iiálanda eða norður í fjölliu. Leiðin lá um hiua heimsfrægu járnbrautarbrú yfir Forth-fjörðinn. Milli brekknanua dregur í hálfa milu, og þær bera brúna svo hátt upp, að eugin sigla rekur sig upp undir. Brúin er 10 ára gömul og kostaði 60 miljónir króna og 60 mannslíf'. Lattdið beggja megin fjarðarins er frjótt, og eru þar mörg höfðingjasetur inn frá Ediuborg, og tnargir eru þar sögustaðir víga og vopnafunda, ef ekki í fornum annálum, þá bjá Walter Scott, sem ekki verður þveri'ótað íýrir í Edínborg, þó hann hafi legið ein 70 ár i gröfinni. Með járnbrautinni er farið góðan kipp norður og vestur til fjallanna. Þá taka við ojmir vaguar, er hestar draga yfir háls eða skarð niður að vatnsenda ; tekur þá við gufubátur, er skilar fólkiuu í hiun endann á • vatninu. Sýnir það bezt umferðina, hvað l)átarnir geta verið stórir og skrautlegir á ekki stærri vötnum. L>á er liáls eða skarð og hinumegin vatn, — þetta áfram, eftir því sem tíminn og peningarnir skamta. Vötn undir grænum hlíðum eru aldrei nema falleg ; skógur er nokkur niður um. Sjálf eru fjöllin ekki tilkomumikil, bungur og kollar burkn- um grónir upp úr, og þar má sjá klauf, fyrirtalcs skepnur. Strjálbygt mátti heita þar sem ég fór um, enda er þar margt húsið ætlað sumar- gestum og farfugluni; en ótrúlega inargir krakkar voru þó aftan í vagn- inum að sníkja aura, hvar sem komið var til bygða, og upp brekk- urnar lóku drengir á fiðlur ; sumir þeirra báru það í svip og lit, að þeir voru kynjaðir sunnan yfir Alpafjöll, líklega komnir fótgaugandi lengst af, vesalingarnir.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.