Ný þjóðmál - 05.07.1974, Blaðsíða 1

Ný þjóðmál - 05.07.1974, Blaðsíða 1
Úrslitin í öllum kjördæmum — sjá opnu og baksíðu NÝ ÞJÓÐMÁL Blaðið kemur út vikulega. tJtgáfu- dagur er föstudagur. Ritstjórn og af- greiðsla er að Ing- ólfsstræti 18,, simi 19920. MÁLGAGN F-LISTANS Lesið Ný þjóðmál Fæst á blaðsölu- stöðum og að Ingólfsstræti 18 Þingmenn F-listans og vara- menn þeirra Karvel Pálmason, kjördæmakjörinn fyrir F-list- ann á Vestfjöröum Magnús Torfi Ólafsson, uppbótarþingmaður fyrir F- iistann Ólafur Ragnar Grimsson, fyrsti varamaöur Magnúsar Torfa Ólafssonar Jón Baldvin Hannibalsson, fyrsti varamaöur Karvels Pálmasonar m Magnús Torfi Ólafsson, ráðherra: Stendur í járnum á þingi Til Alþingiskosninga var efnt til að gefa kjósendum tækifæri til að skera úr úr milli stjórnar og stjórnarandstöðu, eftir að komin var upp sjálfhelda á Al- þingi i þinglok. Nú liggur fyrir úrskurður kjósenda, og hann er allt annað en skýr. A hinu ný- kjörna Alþingi stendur i járn- um, jafnræði er með flokkunum, sem stóðu að fráfarandi rikis- stjórn, og þeim, sem veittu henni andstöðu, 30 þingmenn i hvorri fylkingu. Kjósendur hafa þvi lagt alþingismönnum þá skyldu á heröar að leita nýrra leiöa. Hvorki er grundvöllur fyrir nýrri viöreisnarstjórn né vinstristjórn meö þeirri sam- setningu, sem stjórnaöi slöasta kjörtimabil. Tvær leiöir koma helst til greina eins og Alþingi er nú skipað. önnur er myndun sam- stjórnar tveggja stærstu flokk- anna, Sjálfstæöisflokks og Framsóknarflokks. Hin leiöin er aö Alþýöuflokkurinn bætist I stjórnarsamvinnuna, sem veriö hefur. Formaður Alþýðuflokksins greip fyrsta tækifæri, sem gafst, eftir kosningar, til að reyna að loka þeirri leið, en ljóst er að þar talaði hann frá eigin brjósti, ekki fyrir hönd valdastofnana i flokknum. Er nú eftir að sjá, hvaða afstöðu þær taka. Kosningaúrslitin eru von- brigði fyrir okkur, sem að F- listanum stóðum. Við háðum okkar baráttu við erfið skilyrði. Sviptingarnar i Samtökunum i þinglok drógu dilk á eftir sér. Fyrirvarinn til að ganga frá framboðum eftir að samstarf komst á milli Möðruvalla- manna, Samtaka jafnaðar- manna og SFV var svo skamm- ur, að til vandræða horfði, þótt furðanlega rættist úr að lokum. F-listinn hafði ekkert skipulag á félagagrundvelli við að styðjast i heilum kjördæmum. Stuðn- ingsfólk listans hafði ekkert ráðrúm til að koma sér upp kosningaskipulagi með kjör- skrármerkingum og smölun eins og aðrir flokkar beita. Fjármagn var af skornum skammti. Þrátt fyrir þetta tókst að forða þvi, aö F-listinn ónýtti at- kvæðin, scm honum voru greidd. Kom þar fyrst og fremst til styrkur Samtakanna á Vest- fjöröum. Frammistaðan á Aust- fjörðum var lika góö miöaö viö allar aðstæöur. Eftir þessi úrslit er nauðsyn- legt að við, sem að F-listanum stóöum, berum saman ráð okk- ar og leitumst við að draga ályktanir af fenginni reynslu. Réttur vettvangur til þeirrar yfirvegunar eru almennir fund- ir stuðningsmanna listans. Nú þegar er rik ástæða til að tjá þakkir öllu þvi fólki, sem með starfi i þágu F-listans vann bug á miklum erfiðleikum og gerði að engu vonir keppinautanna um, að þetta nýja stjórnmálaafl hyrfi gersamlega úr sögunni. Sigur Sjálfstæðisflokksins i kosningunum var verulegur, miðað við hverjar sveiflur tiðk- ast I kosningum hér á landi, en ekki eins stórfelldur og flokks- forusta hans hafði stefnt að. Framsóknarflokkurinn hélt velli,og Alþýðubandalagið vann nokkuð á. Það er ekki bara F- listinn, sem stendur tæpar,Al- þýðuflokkurinn skrimtir lika á einum kjördæmakjörnum þing- manni. Fleiri en við F-lista- menn þurfa þvi að athuga sinn gang að þessum kosningum af- stöðnum. Hefðbundið flokkakerfi i land- inu hefur náð sér að nokkru leyti eftir röskunina sem varð i kosn- ingunum 1971, en of snemmt er að segja að það hafi þar með fest sig i sessi til frambúðar. Þetta má meðal annars marka af umræðum, sem hafnar eru um hugsanlegar breytingar á kjördæmaskipun og kosninga- fyrirkomulagi. Þau fyrirkomu- lagsatriði ráða miklu um lifs- skilyrði stjórnmálaflokka, bæði gamalla og nýrra, og hafa eins og kunnugt er margsinnis ráðið úrslitum við stjórnarmyndanir, þegar flokkar hafa tekið hönd- um saman i þvi skyni fyrst og fremst að breyta skipulags- ramma Alþingiskosninga sér i hag. Hægrisveiflan nú aðeins hálfdrættingur á við vinstrisóknina 1971 F-listinn kom í veg fyrir þingmeirihluta viðreisnar Veruleg hægrisveifla kom fram i alþingis- kosningunum siðastliðinn sunnudag. Sú sveifla var þó ekki nema hálfdrættingur á við þá miklu vinstrisókn, sem átti sér stað i kosningunum 1971 og fólst þá fyrst og fremst i glæsilegum sigri F-listans. Það, sem úrslitum réði um að gömlu viðreisnarflokkarnir náðu ekki meiri- hluta aftur nú, var sú staðreynd, að F-listanum tókst að standa af sér árásir allra hinna flokk- anna og hástemmdar yfirlýsingar fyrir kosn- ingarnar um, að F-listinn fengi engan mann kjörinn. Með þvi að fá tvo þingmenn kjörna tókst F-listanum að hindra nýja viðreisnar- stjórn, þvi hefði draumur hinna flokkana um, að F-listinn kæmi engum manni að, ræst, þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið tvo þing- menn til viðbótar. Úrslit þingkosninganna urðu þau, að Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 25 þingmenn kjörna, og bætti við sig þremur mönnum. Framsóknarflokkurinn hlaut 17 þingmenn eins og siðast. Al- þýðubandalagiðfékk 11 þingmenn, og bætti þannig við sig einum þingmanni. Alþýðuflokkurinn fékk 5 þingmenn, og tapaði þvi einum manni. Og F-listinn hlaut 2 þingmenn, og missti þrjá frá þvi siðast. Höfuðeinkenni þessara kosningaúrslita virð- ast i fljótu bragði vera þessi: • Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið nokkurn sigur, þótt hann sé langt frá þvi að ná þvi markmiði, að hljóta hreinan meirihluta á Al- þingi, eins og ýmsir forystumenn flokksins stefndu nú að. • Framsóknarflokkurinn heldur áfram að tapa fylgi, án þess að það hafi i þetta sinn leitt til þess, að þeir misstu þingmann. Hin marg- umtöluðu umframatkvæði flokksins munu hafa verið 6—7 þúsund talsins, og hefðu þvi — ef þau hefðu fallið á F-listann — getað viðhaldið þing- meirihluta vinstristjórnar. • Alþýðuflokkurinn hefur enn tapað veru- legu fylgi, og einum þingmanni. Flokkurinn fékk aðeins einn kjördæmakosinn mann, i Reykjavik, og stendur þvi mjög tæpt. • Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, Möðruvallahreyfingin og Samtök Jafnaðar- manna, sem sameiginlega stóðu að F-iistan- um, hlutu ekki það fylgi, sem vonast hafði ver- ið eftir, en héldu samt fótfestu, þrátt fyrir ofsa- fengnar tilraunir allra hinna flokkanna til þess að koma i veg fyrir, að F-listinn fengi nokkurn mann kjörinn.

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.