Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1963, Blaðsíða 9

Ægir - 01.04.1963, Blaðsíða 9
ÆGIR 111 SKIP OG VELAR 6- Nýtt skip H.f. Eimskipafélags íslands Lýsing á m.s. „MÁNAFOSSI". Skipið er smíðað í júlí 1959 af skipa- smíðastöð Ferus Smit Ltd. í Foxhol í Norð- ur-Hollandi. Skipið er smíðað úr stáli og styrkt til siglinga í ís. Það er að stærð sem lokað þilfarsskip 1400 tonna d. w. og sem opið þilfarsskip 975 tonn d. w. Tvær lestar eru 1 skipinu. Samtals er rúmmál lestanna 63.500 rúmfet „bale“. (Til samanburðar má geta þess, að lestarrými m. s. »TUNGUFOSS“ er 113.465 rúmfet). Lest- ai’opin eru um 5,5 mtr. á breidd og frá 8 til 10 mtr. á lengd. Hlífðarþilfarslúgur eru af svonefndri >,Von Tell“ gerð, sem svipar mjög til þeirra, sem eru á „SELFOSSI“ og „BRÚ- ÁRFOSSI". Lúgur þessar eru þrískiptar °g hægt er, við' fermingu eða affermingu, að loka þeim að einum þriðja, ef þörf ger- lst, t. d. vegna veðurs. Lúgur aðalþilfars eru úr tré. Skipið er útbúið með 6 rafmagnsvindum (spilum) 16 hestafla, gerðum af Ths. B. Thrige. Einnig er skipið útbúið 6 lyfti- asum (bómum) fyrir 5 tonna þunga og einum 10 tonna lyftiás. Helztu mál m.s. ,.MÁNAFOSS“ eru þessi: ^fcsta lengd . 216' ( 66,20 mtr. ) Lengd milli lóðlína . . . 196' ( 60,00 mtr. ) Breidd . 33' ( 10,05 mtr. ) Djúprista opinn..... 12T" ( 3,70 mtr. ) Djúprista lokaður .... 15T" ( 4,58 mtr. ) Brúttó tonn opinn .... 498 tonn Brúttó tonn lokaður .. 901 — Nettó tonn opinn .... 226 — Nettó tonn lokaður .. 586 — (Til samanburðar skal þess getið að mesta lengd „Tungufoss” er 262'1", en breiddin 38’o”). Aðalvél skipsins er Klöckner Humboldt- Deutz og er 8 strokka dieselhreyfill 1000 hestöfl, og má gera ráð fyrir 12 mílna ganghraða þegar skipið er fullhlaðið. Hjálparvélar eru 3 og einnig af Deutz- gerð. Skipshöfn er 11 manns. Ibúð skipstjóra og 1. vélstjóra er á bátaþilfari. íbúðir ann- arra yfirmanna eru á hlífðarþilfari. Aðrar íbúðir skipverja eru á aðalþilfari. Á stjórn- pallsþilfari er loftskeytastöð og kortaklefi. Vélsúgur er í öllum íbúðum skipverja og í vélarrúmi. Af siglingatækjum má nefna ratsjá, sjálfritandi dýptarmæli, sjálfstýringu. Bjargbátar eru tveir úr alúmuníum, hvor fyrir 20 manns. Auk þess fylgir einn 10 manna gúmmíbjörgunarbátur, sem er á stjórnpalli. Skipstjóri á m.s. „MÁNAFOSSI“ er Eiríkur Ólafsson, I. stýrimaður er Bernód- us Kristjánsson og yfirvélstjóri Haukur Lárusson. — Myndin framan á blaðinu er af „MÁNAFOSSI“. D E C C A R A D A R ÖRLtGGUR OG ÓDÝR RADAR önnumst uppsetningu og viðgerðir á Decca radar og veitum tæknileg- ar upplveingar og ráðleggingar varðandi hann og Decca Navigators. Ennfremur sjáum við um uppsetningu og viðgerðir á öðrum radiotækjum, svo sem dýptarmælum, viðtækjum o. fl. Radio viðgerðarstofa Ólafs Jónssonar Ránargötu 10 — Sími 1 31 82

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.