Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.09.1953, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 29.09.1953, Blaðsíða 1
V - XXIII. árgangur Þriðjudagur 29. sep‘ember 1953 35. tbl. dttí host d saivinnu við , en vnldi samstarf við ihaldið. Þordi ekki í minnihlutastjórn og lagði megináherslu á að komast hjá nýjum kosningum í haust íhaldið taldi viðræður við Alþýðuflokkixm um myndun þriggja flokka stjórnar, aðeins tiltafar Framsóknarflokkurinn átti kost á samvinnu við Alþýðuflokkinn um stjórn landsins eftir kosning- arnar í sumar, en valdi áfram- haldandi samstarf við íhaldlð með Olaf Thors í forsæti í ríkis- stjórn, sem hefir andlit og eðli íhaldsins og alþýðan veit fyrir fram, að á að þjóna hagsmunuin og áhugamálum fulltrúa auðs og gróða. Alþýðuflokkurinn lýsti sig andvígan samstjórn með Fiam- sókn og Sjálfstæðisflokknum, j nema því aðeins, að slík stjórn væri mynduð til þess að leysa stórmál eins og stjórnarskrármál ^ lýðveldisins, enda yrði jafnframt, samið um nýja og réttláta kjör- dæmaskipun, en íhaldið hafði ^ engan áhuga á þeim málum og svaraði málaleitun Framsóknar- flokksins um viðræður við Al- þýðuflokkinn á þá leið, að þátt- taka hans í ríkisstjórn væri þjóð- hættuleg! Þetta voru meginatriðin í ýtar- legri ræðu, sem Hannibal Valdi- marsson, formaður Alþýðuflokks-1 ins, flutti á fundi Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag, þar sem hann svaraði spurningunni: „Hvað gerðist fyr- ir stjórnarmyndun.'na?“ Rakti liann þar viðræður Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins eftir kosningarnar í sumar og aðdrag- andann að myndun núverandi ríkisstjórnar. Frumkvæði Steingríms. Steingrímur Steinþórsson, fyrr verandi forsætisráðherra, liafði forustu um viðræður þessar, Tóku þátt í þeim af hálfu A1 þýðuflokksins Hannibal Valdi marsson, Gylfi Þ. Gíslason og Haraldur Guðmundsson, en af hálfu Framsóknarflokksins Her- mann Jónasson og Eysteinn Jóns- son auk Steingríms Steinþórs- sonar. Framsóknarflokkurinn spurð ist fyrir um það í upphafi við- rœðnanna, hvort Alþýðuflokk- urinn léði máls á þátttöku í samstjórn með Framsóknar- flokknum og Sjálfstœðis- flokknum á kjörtímabilinu.. FuIItrúar Alþýðuflokks'ns svöruðu því til, að Alþýðu- f'okkurinn vœri andvígur stefnu og starfsháttum fráfar- andi ríkisstjórnar og hefði enga trú á, að nauðsynleg stefnubreyting vœri hugsanleg í samvinnu við Sjádfstœðis- flokkinn. Sor'vinna um stjórnarskrórea og kjördæmaskipun. Næst spurðust fulltrúar Frarn- sóknarflokksins fyrir um það, hver væri afstaða Alþýðuflokks- ins til þess, að mynduð yrði þriggja flokka stjórn til að leysa s'.jórnarskrármálið og kjördæma- málið. Kom fram í þessum við- ræðum, að Framsóknarflokkur- inn myndi tilleiðanlegur að falla frá hugmynd sinni um einmenn- ingskjördæmi og fallast á, að landinu yrði skipt í alhnörg stór kjö.dæmi, þar sem kosið yrði hlutfallskosningu. Enn fremur bar á góma hugmyndina um kosningabandalög, en hún virðist farsælasta ráðstöfunin til að tryggja s’arfshæfan þingmeiri- hluta e'ns og flokkaskipuninni er nú hát að i landinu. Fulltrúar Alþýðuflokksins tö’du ekki óhugsandi, að flokkurinn tœki þátt í ríkis- stjórn, sem einbeitti sér að því að setja lýðveldinu stjórn- arskrá og koma á nýrri og rétt- látari kjördœmaskipun. Slík stjórnarsamvinna vœri sem sé ekki hugsuð á almennum gr.undvelli, heldur til lausnar á stórmáli, sem Alþýðuflokk- urinn hefði mikinn áhuga á, að ráðið yrði farsœllega til lykta. Svar íhaldsins: Áfþýðuflokkurinn þjóðhæftulegur. Á þessu stigi viðræðnanna hóf- ust bréfaskipti Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins, þar sem Framsóknarflokkurinn lagði 'il, að reynt yrði að mynda þriggja flokka stjórn með af- greiðslu stjórnarskrárinnar og kjördæmaskipunarinnar sem að- almál. Sjálfs'æðisflokkurinn svar- að. þeiiri málaleitun með þeirri yfirlýsingu, að viðræða við Al- þýðuflokkinn gæti aðeins orðið stjórnarmyndun til þjóðhættulegr- ar tafar, og jafnframt kom í Ijós, að s efna Sjálfstæðisflokksins x kjördæmaskipunarmálinu er ó- samrýmanleg afstöðu Alþýðu- flokks'ns. íhald ð virðist umfram allt vilja skipta landinu ’ ein- ’iienningskjördæmi og I sig eind eg:ð andvíg1 hugmyi._,nni um kosningabandalög, ef kosið yrði hlulfallskosningu í stóruin kjördæmum, en sú íillaga hefir verið flutt og studd af eins'.ökum Sj álfstæðismönnum. Róttæk mirmihlutastjórn. Þessu næst óskaði Fram- sóknarflokkurinn eftir nýjum viðrœðum og spurðist fyrir um, hvort Alþýðuflokkurinn fengist til þátttöku í minni- hlutastjórn með Framsóknar- flokknum til að afstýra hugs- anlegri minnihlutastjórn Sjálf- stœðisflokksins. Alþýðuflokk- urinn kvaðst mundu Ijá máls á þessari lausn, ef samkomulag nœðist milli flokkanna um til- lögur í stjórnarskrármálinu og kjördœmamálinu og mál- J efnasamning um róttœka stjórnarstefnu. Enn fremur gerði hann Framsóknarflokkn- um kost á samvinnu í nœstu kosningum með það fyrir aug- ’im að efla verulega þingstyrk flokkanna með samvinnu' þeirra fyrir augum að kosn- ingum lohnum. Fulltrúar Framsóknarflokksins lóku þessar tillögur Alþýðuflokks- ins til nákvæmrar athugunar, en svöruðu þeim síðan á þá leið, að Framsóknaiflokknum þætti þessi lausn of mikil fórn fyrir sig, og að þingflokkur hans legði meg- ináherzlu á að komizt yrði hjá kosningum í haust. KiknaSi og samdi við íhaldið! Nœst atliugaði Alþýðuflokk- urinn möguleika á að tryggja það, að minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins fengi varizt van- trausti þeirra flokka, sem hefðu viljað knýja fram haust- kosningar, ef hún yrði mynd- uð. Gekk Alþýðuflokkurinn úr skugga um, að þetta vœri unnt, en þá svöruðu fulltrúar Fram- sóknarflokksins með því, að slík minnihlutastjórn yrði veik og mœtti sín allt of lítils varðandi afgreiðslu fjárlaga og annarra stórmála í þinginu. Upp úr þessu komust svo samn- ingaumleitanir Framsóknarflokks- .'ns og Sjálfs'æðisflokksins í al- gleyming og næsta stigið var samkomulag um áframhaldandi stjórnarsamvinnu Framsóknar- flokksins og íhaldsins í mynd nú- verandi ríkiss'jórnar undir for- sæti Ólafs Thors og með auknum áhrifum peningavalds'ns í Sjálf- slæð.'sflokknum. Við öllu búinn. Að lokinni þessari skýrslu- gerð um aðdragandi stjórnar- myndunarinnar lýsti Hannibal Valdimarsson yfir því, að Al- þýðuflokkurinn vœri andvígur núverandi ríkisstjórn á sama hátt og fyrrverandi stjórn. Sagði hann, að þingmenn Al- þýðuflokksins mynda bera fram ýmis baráttumál flokks- ins og alþýðusamtakanna, þeg- ar þing kœmi saman, og þá fengist úr því skorið, hvaða Idjómgrunn þau œttu í hinum flokkunum. Enn fremur boð- aði Hannibal, að flokksslarfið yrði byrjáð af krafti nú þegar, fyrsta verkefnið vœri kosn- ingarnar í verkalýðsfélögun- um og bœjarstjórnarkosning- arnar í vetur, og svo yrði kannske stutt að bíða nœstu alþingiskosninga. Alþýðu- flokkurinn mun nú þegar und- irbúa framboð sín og verða við öllu búinn. 9 nýir þingmenn taka sæti á þinginu, sem kemur saman 1. okt. Forsetabréf gefið út um samkomudag þess Forseti íslands hefir gefið út forsetabréf, er kveður Alþingi saman til funda fimmtudaginn 1. október nœstkomandi. Fér þing- selning fram að lokinni guðs- þjóiiustu í Dómkirkjunni, er hefst kl. 13.30. Á þessu þingi taka sæti 9 nýir þingmenn, og hefir því orðið all- mikil breyting á þingmannalið- inu frá því síðasta þ'ngi lauk. Hinir nýju alþingismenn eru þessir: Frá Alþýðuflokknum: Eggert Þorsteinsson, 7. landkjörinn þing- maður. Frá Sjálfstæðisflokknum: Ein- ar Ingimundarson, þingmaður Siglfirðinga, Ingólfur Flygenring, þingmaður Hafnfirðinga, Jón Kjarlansson, þingmaður Vestur- Skaftfellinga og Kjartan Jóhanns- son, þingmaður ísfirðinga. Frá Þjóðvarnarflokknum: Gils Guðmundsson, 8. þingmaður Reykvíkinga og Bergur Sigur- inn og Karl Guðjónsson, 9. land- kjörinn. ÞEIR, SEM FARA: Þeir þingmenn, sem áttu sæ'i á síðasta þingi, en hverfa nú af Alþingi, eru þessir: Frá Alþýðuflokknum: Stefán Jóhann Siefánsson. — Frá Sjálf- stæðisflokknum: Þorsteinn Þor- steinsson og Kristín Sigurðar- dótiir. — Frá Kommúnistaflokkn- um: Áki Jakobsson, Ásmundur Sigurðsson, Jónas Árnason og Ste'ngrímur Aðalsteinsson. — Frá Framsóknarflokknum: Jón Gíslason og Rannveig Þorsteins- dót’ir. Kristín Sigfúsdóttir slcóldkona, lótin í gærmorgun lézt að heimili sínu hér í bæ, Helgamagrastræti 16, Kristín Sigfúsdóttir, skáld- kona, 77 ára að aldri. Þessarar björnsson, 8. landkjörinn þing- ágætu konu og sérstæða og hug- ljúfa fulltrúa íslenzkrar alþýðu verður nánar getið síðar hér í maður, Frá Kommúnistaf lokknum: Gunnar Jóhannsson, 4. landkjör- i blaðinu,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.