Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.02.1975, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 25.02.1975, Blaðsíða 1
N\\v ALÞYÐUMAÐURINN %\\v % Lambakjöt / neytendapakkn- ingar fyrir Ameríkumarkað 45. árgangur. - Akureyri, þriöjudaginn 25. febrúar 1975. - 8. tbl. Húsavík, 23. febrúar. — G. H. Algjört aflaleysi til sjós hefur verið hér á Húsavík undanfarið. Héðan róa bátar bæði með línu og net en hafa varla orðið varir, en togskipið Dagný frá Siglu- firði kom hér fyrir skömmu með um 60 tonn af fiski, sem fór til % Enn er blótað þó þorrinn sé búinn vinnslu á staðnum. Uppistaðan í atvinnulifinu hefur verið bygg- ingavinna og skipavinna, þá sér. staklega í sambandi við kísil- gúrinn, en einnig hefur Kaup- félagið skapað töluverða alvinnu við pökkun á lambakjöti í neyt- endapakkningar fyrir Ameríku- markað, og fer sú vinna fram í nýja sláturhúsinu. Nýlokið er byggingu á liúsi fyrir björgunar sveitina á Húsavík, en það verk var aJlt unnið í sjálfboðavinnu, og er þar staðsettur annar sjúkra bíllinn, einnig öll tæki björgunar sveitarinnar. Söfnun á fé til kaupa á snjóbíl hefur verið í gangi að undanförnu. Bridgemenji frá Akureyri heim sóttu okkur fyrir nokkru, og var spilað á 7 borðum, jafntefli varð 70 gegn 70. Einnig fór hér fram sveitakeppni í ljridge og tóku o sveilir þátt í keppninni. Hlut- skörpust varð sveit Jóns Arna- sonar með 125 stig, önnur varð sveit Guðmundar Hákonarsonar með 95 stig, og þriðja sveit Magnúsar Torfasonar, með 91 stig. Þorrablót og árshátíðir hafa verið hér um hverja lielgi við góða aðsólen. N\\V Þorrablót hafa verið tíð nú á að sögn Haraldar Helgasonar, Þorranum, eins og endranær, og kaupfélagsstjóra í Kaupfélagi mikið verið borðað af þorramat, Verkamanna. Haraldur sagði / ^00»------------------------ Gífurleg aukning drykkjusýki í Bandaríkjum IMorður-Ameríku 9 milljónir bandaríkjamanna eru drykkjusjúklingar eða of- drykkjumenn. Drykkja eykst en neysla annarra vímuefna minnk. ar. -(-) Drykkjusýki er nú meira vandamál í Bandaríkjunum en aðrir sjúkdómar, að undan- skildu krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Gera má ráð fyrir að drykkjusýki stytti ævi- skeiðið um 10—12 ár. -f-) Rúmur lielmingur þeirra 55 þúsund bandaríkjamanna, sem bana bíða í umferðarslysum ár hvert, deyr í slysum sem á- fengi kemur við sögu. -f-) Hjónaskilnaðir eru miklu algengari meðal fólks, sem neyt- ir áfengis í óhófi, en annarra. -)-) Bandarískur iðnaður tap- ar, að álitið er, 12 milljörðum dala á ári vegna áfengisneyslu starfsmanna. (Folket, 1. 1975.) A fengisvarnarráð'. s >000« Nýtt frystihús / smíðum á Þórshöfn Þórshöfn, 23. jebrúar. — P. 0. Nýtt frystihús er í smíðum á Þórshöfn, en ekki mun það kom- ast i gagnið fyrr en síðla næsta sumar, ef allt gengur að óskum. Aðilar að frystihúsinu eru Hrað fryslistöð Þórshafnar, Hreppur- inn og einstaklingar. Töluverð v.'nna hefur verið við að inn- rétta þessa nýju byggingu og hefur það komið sér vel, því al- gjört aílaleysi hefur verið hérna. yVætlað er að setja niður vélarn- ar í frystihúsið i næsta mánuði. E nn'g eru hcr 10 til 12 íbúðar- hús í smíðum og hefur skapast atv.inna við þau. Héðan róa 5 bátar með net og línu og eru af stærðinni 20 tii 50 tonn, en eins og áður segir hefur verið liér algjört aílaleysi, og til marks um það hefur ekki verið unnið í fiski nema einn til tvo daga í viku, en menn eru að vona að úr rætist nú allra næstu daga. A Þórshöfn búa nú um 470 inanns. Krakkarnir hópast úr„ Fjailinu" sl. sunnudag. Hlíðarfjali laðar og seiðir með hækkandi sól á góðviðrisdögum Kviknar í bílskúr við “kastalann,, okkur, að búið væri að kaupa einhver ósköp af þorramat hjá þeim og væri alls ekki séð fyrir endann á því, þó að Þorrinn væri um garð genginn. Félög, slarfshópar og einstakl- ingarliafa látið KYA útbúa fyr- ir sig þorramat í stórum stíl, og eru dæmi þess að um 500 skammtar hafa verið seldir út fyrir eina helgi. Við gelum af eigin reynslu mælt með þorra- matnum frá Kaupfélagi Verka- manna, og þar eru 13 tegundir í trogi, hver annarri gómsætari á mj ög hóflegu verði. Er við spurðum Harald að því, af hverju ekkert slátur væri i trogunum, svaraði hann því til, að fólk ætti nóg af slátri heima hjá sér og þess vegna væri því sleppt. „Við setjum bara þess meira af öðrum mat í trogið“, sagði Haraldur. S. 1. sunnudag kviknaði í bílskúr við Kastalann svonefnda, en það er gamalt sleinhús, sem stendur sunnan við sjúkrahúsið gamla. Þar býr einbúi, Aðalsteinn Guðmundsson, og var hann að gera við bíl sinn í skúmum þeg- ar kviknaði í, einhverra hluta vegna. Skúrinn og bíllinn munu vera ónýtir og eitthvað mun hús. ið sjálft hafa skemmst, þá aðal- lega af reyk. Þá um kvöldið varð svo harð- ur árekstur á milli tveggja jeppa framan við Tunnuverksmiðjuna, skemmdust bílarnir báðir, en ekki munu hafa orðið slys á mönnum. Fyrir nokkru var brotist inn í l’rentsmiðju Björns Jónssonar, og stolið þaðan rúmlega 25 þús. krónum í peningum, en ávísanir sem þar voru einnig, var ekki hreyft við. Það innbrot er enn óupplýst. Að sögn Kjartans Sigurðsson- ar, varðstjóra hjá lögreglunni, liafa orðið 87 árekstrar síðan um áramót og einhverju þar fyrir utan hefur verið vísað beint til trygginganna. Gísli 01- afsson sagði okkur einnig, að rólegt væri búið að vera hjá lögreglunni að undanförnu, og er það vel.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.