Okrarasvipan - 31.03.1933, Blaðsíða 1

Okrarasvipan - 31.03.1933, Blaðsíða 1
OKRARASVIPAN Blað um okur, t]árdrátt og vlðskltta-melnföng af ýmsu tœgl. Útgefandi og ábyrgðarmaður Ari Þórðarson. 4. tölublað. Föstudaginn 31. Marz 1933. 1. áígangur. Fjáraflaklóin 00 „Júristinn". Hjer koma þá fyrir almenn- ings sjónir myndir af þeim tveimur herrum í okkar þjóð- f jelagi, sem um margra ára skeið hafa samræmt og sameinað krafta sína um það, að framleiða fjárhagsleg skálkapör og við- skifta-vjelabrögð i stórum stýl, á g i r n d sinni til eflingar og þorpara-hvötum til þróunar. F j á r a fl a k 1 ó i n er, eins og alkunnugt er orðið fyrir löngu, svo n a u m, og nízkunni sam- gróin, að ' harmkvælalaust tímir hún ekki að leggja sjer og sin- um til boðlegan kjaftbita á stór- hátíðum ársins, hvað þá endrarnær. — En sú undarlega mótsetn- ing gerir þó slík strandhögg í skapgerð þessa manns við og víð, að hann finnur sig aflknúðan til þess, af óviðráðanlegum illmennsku-hræringum hugarfarsins, að leggja fram nokkurt fje, þegar hann þykist þess fullviss, að öðrum geti orðið það til nógu til- finnanlegrar svívirðingar, meins og bölvunar. Og þessu til sönnunar skal það tekið fram hjer, að hann hefur narrað útjaskað, örvasa gamalmenni, fyrir þeninga, út á þá mannvonzku-braut, að bera upploginn stórþjófnað, rán og skjalafölsun, og mörg fleiri glæpaverk, upp á andstæðing sinn, i opinberri saurblaðs-útgafu. — Allar þessar svivirðingar leyfir Fjáraflaklóin sjer að láta gamal- mennið, á grafarbakkanum, ábyrgjast fyrir sig. — Og til þess að ná hámarki ósvifninnar í þess- um skollaleik, hefur hann smalað saman nokkrum peningagráðugum fúkyrða-fúskurum, rekið þá inn á svokallaða skrifstofu sína og skipað þeim að pára upploginn róg, mannorðs-níð og glæpa- greinar handa^gamalmenninu til að ábyrgjast. — Það þarf tæplega að taka það fram, að svona djöfullegt sálar-ástand, svona magnþrúnginn hefndarhug og klækjaþrótt, hafa þau illmenni ein á valdi sínu, sem eru þrauthlaðin af samanþjöppuðu mannvonzku-fári, sem ræktað hefur verið árum saman í ömurlegustu skúmaskotum illgirninnar. — Auðvitað þarf ruddalegasta rándýra-kjark til þess að opinbera heilli þjóð innræti sitt í þessu gervi, — en Fjáraflaklóin sýnir henni það samt, og það alls ófeimin og i fullum mæli. — Það er eins og hún viti það núorðið, að hún hefur

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.