Vesturland

Árgangur
Tölublað

Vesturland - 14.07.1934, Blaðsíða 1

Vesturland - 14.07.1934, Blaðsíða 1
VESTURLAND XI. árgangur. ísafjörður, 14. júlí 1934. 39. tölublað. Búfjártryggingar. býðingarmesta málið fyrir bændastéttina er án efa hagkvæm- ar og fullkomnar búfjártryggingar. Auk þess sem búfjártryggingar eru menningarleg nauðsyn myndu þær knýja á, að ekki yrðu aldir aðrir gripir en þeir sem arð gefa. Búfjársjúkdómar hafa herjað svo mikið og víða síðustu árin hér á landi, að þeir hafa mörg- um bóndanum á kné komið. I>vi verður að hefjast handa utn tryggingarnar. Hér í ísafjarðarsýslu liafa bú- fjársjúkdómar verið með rnesta móti s. 1. vetur, einkum i sauðfé. Hefir viða borið á þeim þótl fóðr- un hafi verið i bezta lagi, og bendir það lil þess, að visindaleg ransókn á heyjutn að haustinu sé nauðsynleg. Vanti nauðsynleg Hfefni eða íjörefní i heyið mætti oft úr þvf bæta án mikils kostn- aðat. Með lögum um búfjárrækt frá 8 sept. 1931 hefir Alþingi gefið málf þessu fullan gaum, en þar er ætlast til að bændurnit sjálfir ýti duglega á til framkvæmdanna, og er það höfuð tiauðsyn eins og nú stendur. Þvi nógu magut et búskapúrinn, þótt eigi bætist ofan á, að missa um helming al bústofni sinum óbættum, eins og hent hefir þó nokkra bændur I Norðut-ísafjarðarsýslu s. I. vor. V. kafli búfjárræktarlaganna hljóðar um búfjártryggingarsjóð tslands, skulu hér rakin aðaiatrið- in til ftóðleiks, og áréttingar um framkvæmdit. Rikissjóður leggur búfjártrygg- ingarsjóði alls 300 þús. kr., þannlg: 45 þús. kr. fyrir árslok 1931 og siðan 15 þús. kr. í 17 ár. ÖII sveitar eða bæjarfélög sein hafa á lögmætum fundi, (sjá 71. gr. laganna) samþykt að leita vátryggingar eiga rétt á að fá hana, að þvi tilskildu að skyldu- ábyrgð hvíli á öllum þeim gripum er getur um í 64. gr. laganna. Þó tekur sjóðurinn ekki til starfa fyr en atvinnumálaráðherra hefir borist beiðni um tryggingu frá minst 10 sveitarjélögum. Búfjártryggingarsjóður bætir 4/B hluta alls þess skaða, er eigend- ur eða afnotahafar vátrygðra gripa verða fyrir af hversKonar van- höldum gripanna, ef ekki er um að kenna fóðurskorti. Samkv. 69. gr. laganna má vátryggingarsjóður taka að sér almenna vátryggingu sauðfjár og hrossa í þeim sveitar- og bæjarfélögum, þar sem fóður- trygging er í góðu lagi að áliti Búnaðarfélags íslands, en leita skal samþykki6 atvinnumálaráðh. um það í hvert skifti. Ekki má vátryggja annarstaðar þann Vb hluta af virðingarverði gripa, scm trygðir eru hjá búfjár- tryggitigarsjóði. Sveitastjórnir í hreppum en bæj- arstjórnir I kaupstöðum ábyrgjast gagnvart búfjártryggingarsjóði ið- gjöld búfjáreigenda. Skulu þau innheimtast með öðrum sveitar- gjöldum, og hafa lögtaksrétt. Sýslumenn eða lögreglustjórar tilnefna virðingarmenn gripa, 2 eða fleiri, en heimilt er þó stjórn sjóðsins að ákveða fyrir eitt ár i senn jafnaðarverð til skaðabóta á hverri tegund búfjár í hreppum. Iðgjöld til búfjártryggingarsjóðs ákveður atvinnumálaráðuneytið og sem grundvöllur iðgjaldantia skulu leggjast vanhaldaskýrslur sem lög- reglustjórar hafa þegar safnað, samkvæmt fyrirmælum atvinnu- málaráðuneytisins. Verð,i svo mikil vanhöld, að sjóðurinn eigi hrökkvi til að bæta þau, skal rikissjóður lána honum vaxtalaust það sem á skortir. En fari svo, að lán þetta nemi meiru en 25 þús. kr. skal leggja auka- iðgjöld á alla búfjáreigendur, sem vátrygt hafa, f hlutfalli við hið fasta iðgjald svo sem þörf krefur. Til vanhalda teljast: dauðsföll gripa af sjúkdómum og slysum, svo og vanheimtur og afurða og afnotamissir sakir veikinda og verðfalls sökum eðlisgalla. Þetta eru aðalatriði laganna um búfjártryggingarsjóð. En I órjúf- anlegu sambandi við tryggingarn- ar stendur fóðurtryggingiu. Sé hún fyrir hendi er hægt að fá ábyrgð á öllum búfénaði, og þá má gera ráð fyrir að iðgjöldin verði ekki hærri en svo, að það marg borgi sig fyrit bændur að byggja. þvi margt stórgripsverðið fer nú fyrir litið, að ótöldum öll- um kindarverðutium. IV. kafli búfjárræktarlaganna hljóðar um fóðurbirgðafélög. Er bændum þar af hálfu rfkisins rétt svo útrétt hönd, að það er sinnu- leysi þeirra sjálfra, ef þeir ekki nota hana sér til stuðnings og framdráttar. Leggur ríkissjóður árlega hverju félagi, sem stofnað er samkvæmt lögunum, 10 krónur fyrir hvern bónda, þar sem ein- býli er, en ella 10 kr. fyrir fyrsta bónda og 5 kr. fyrir annan eða hina, þar sem fleiri býli eru. Sveit- arsjóðir skulu leggja fram 50 kr. fyrir hvern félagsmann og má það greiðast með jöfnum greiðslum á alt að 10 árum. Félagsmenn skulu greiða: Fyrir nautgripi 40 aura; fyrir hross 20 aura og fyrir kind hverja 4 aura, miðað við þann skepnufjölda, sem á fóðrum er. Gjalddagi iðgjalda er 1. des. ár hvert. — Þegar fóðurtrygging- arsjóður er orðinn svo stór, að hann nemur 150 kr. á hvern fé- lagsmann getur félagið á aðal- fundi samþykt að létta af iðgjöld- um að nokkru eða öllu leyti, að áskildu samþykki atvinnumálaráð- herra. Fóðurtryggingin og vanhalda- tryggingin eiga þvi að styðja hver aðra, og munu gera það. — Ef allir bændur innan hreppanna taka þátt í fóðurbirgðafélögum munu þau fljótlega safna þeim sjóðum, sem strax létta undir með Eins og nú stendur á og horfur eru með afkomu búskapar hér á landi næstu árin, et það óverjandi af bændastéttinni að nota ekki framrétta hönd rlkisins til þess að geta komið atvinnugrein sinni á fastan og öruggan grundvöll. Og áhugi þeirra á að hrinda til fram- kvæmda fóður- og vanhaldatrygg- ingum I þeirri mynd, sem bú- rekstrinum er vel viðráðanlegt. Sýni það sig að lögum eða lagaákvæðum þurfi að breyta eiga þeir að knýja bær breytingar fram Nokkrir hreppar á landinu hafa þegar komið á hjá sér fóðurtrygg- ingum, og nokkrir eru 1 undirbún- ingi, en allur fjöldi sveitarfélaga svæfir allar framkvæmdir um þessi mál með sinnuleysi. En framkvæmdirnar geta ekki og tnega ekki blða mörg árin. Herji búfjársjúkdómar jafnmikið hefir að vonum vakið töluvert umtal hér í bænum og nágrenn- inu; þykir því rétt að gera grein fyrir leik þessum í aðalatriðinu. Aðalleikendur eru þeir foringj- ar kratanna og sem „statista" í leiknum hafa þeir kommúnistann t bæjarstjórn. Efni leiksins byggist á því, að bæjarstjóri hafi ekki verið nógu fljótur að taka á dagskrá kröfu um átta stunda vinnudag; að bæjarstjóri hafi ekki látið hefja atvinnubótavinnu, þegar hvergi fengust peningar til þess og „yfir- verkfræðingur" bæjarins var veikur, svo hann gat ekkí sint vinnu o. s. frv. Annar aðalþáttur leiksins er skýrsla sem birtist hér i blaðinu 13. aprfl s. 1. Vilja höf. leiksins láta heita svo, sem hún sé birt í vanhaldatrygginguna, og er fram líða stundir geta borið hana alveg uppi. Hér skal til áréttingar tekið dæmi úr ritgerð Theodórs Arn- bjarnarsonar um fóðurbirgðafélög, sem sýnir Ijóslega hversu fljótt þar getur safnast allmikið fé sam- an, þótt smátt sýnist i fyrstu. og verið hefir slðustu árin — og ekkert er trygt — getur það riðið afkomu margra bænda að fullu. Það er ósk Vesturlands, að for- ráðamenn sveitarfélaga hér á Vest- fjörðum og sem víðast um landið taki að sér framkvæmdir þessara mála nú fyrir haustið. Fyrst er vísirinn, svo er berið. Sé byrjað skynsamlega mun fram- haldið verða farsælt og ekki liða á löngu, þangað til fóður- og vanhaldatrygging er komin á í hverjum hreppi og öllum kaup- stöðunum líka. Fyr en það verður ér búskapur okkar ekki rekinn eins og nauð- syn heimtar. Jarðræktin er nauð- synleg og sjálfsögð, en þetta er þó enn nauðsynlegra. Tryggingamálið er sá horn- steinn, sem búskapurinn verður að hvila á, ef vel á að fara. embættisnafni bæjarstjóra; hafi stórspilt lánstrausti bæjarins — og haft einhverjar voða afleiðing- ar um eitthvað fleira sem ekki er nánara tilgreint. Sem aukaþættir leiksins fléttast ásakanir um launað aukastarf. Fyrir alt þetta biðja höf. leiks- ins atvinnumálaráðuneitið, að losa sig sem fyrst við Jón Auðunn Jónsson bæjarstjóra. — Það þykir ávalt hermannlegur háttur, að ganga hreint til dyra, það gera höf. leiksins ekki. Ekkert af þvi sem þeir tilfæra eru þeim svo veigamiklar ástæður að þær myndu valda öllum ærslunum úl af þessu máli. Aðalástæðan cr vitanlega sú, að bæjarstjóri er Sjálfstæðismaður. „Ástæðan cr hreint pólitísk“, eins og bókað var eftir H. Óalfssyni á siðasta 1. Býli i hreppnum.............................. . 33 2. Bændur og þeir aðrir, sem búfé hafa á fóðrum 42 3. Nautgripir....................................120 4. Hross.........................................641 5. Sauðfé....................................... 4720 Tekjur tryggingarsjóðs verða þá, samkvæmt búfjárrækt- arlögunum: 1. Styrkur úr rikissjóði....................kr. 375,00 2. Framlag sveitarsjóðs á ári i 10 ár . . , 210,00 3. Iðgjöld af búfénu: a. Af nautgripum 120x40 a. — kr. 48,00 b. — hrossum 641x20 a. = — 128,00 c. — sauðfé 4720x4 a. = — 188,80 — 365,00 Alls kr. 950,00 Skpípaleikupinn með vantraustið á bæjarstjóra

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.