Vesturland

Árgangur

Vesturland - 09.01.1937, Blaðsíða 1

Vesturland - 09.01.1937, Blaðsíða 1
VESTURLAND XIV. árgangur. ísafjörður, 9. janúar 1937. 1.—2. tölublað. Trúin á tekjuhallann. Sú trú er nú prédikuð stöðugt, að öllu sé óhætt þótt skulda- söfnun erlendis og innanlands aukist stöðugt, svo alt sé í sökkv- andi skuldafeni. Það er engin furða þótt þeir flokkar og einstaklingar gerist boðberar þessarar trúar, sem reynzlan hefir sýnt að ekki koma svo nærri ráðum eða stjórn fram- kvæmda eða starfrækslu, að ekki gangi alt öfugt hjá þeim, stöð- ugt tap, þótt aðrir jafnvel græði á sömu fyrirtækjum. Sífelt auknar skuldir og eftirgjafir — og loks algerð stöðvun eða hrun, þegar lengur er ekkert lánsfé að fá, eða svikamyllu eftirgjafa og skulda- skila. . Þessir menn og flokkar eiga engan annan kost. Þeirra leikur er viö það bundinn, að villa mönnum sýn. Veifa svikagylling- um og láta þær sýnast sem egta gull væri. Meðan hægt er að skreyta sig með lánsfjöðrunum berast þeir mikið á, slá um sig og gala hátt. Það sýnist sem þeir geti mikið, og sjálfir eru þeir útblásnir af monti yfir allri dýrðinni, sem þeir þykjast hafa skapað, auð- vitað á vörunum, til hagsmuna fyrir almenning. — Sjálfir segjast þeir vera óeigingjarnir og rétt- látir, svo að þeim dettur ekki einu sinni I hug að skamta neitt á sinn disk. En staðreyndirnar eru ávalt ósamhljóða þessum vitnisburðum skuldapostulanna. Þær sýna, að þessir boðberar eða leikarar skamta sér alt af feitustu bitana, og alt af stækka þeir með hverju turigli. Fyr en varir eru þeir orðnir stórríkir menn I mörgum og fínum stöð- um, sem eiga fé á föstum fótum, bæði erlendis og innanlands. — Þeir verða því fiðraðri, sem al- menningur verður reittari og ör- snauðari. Staðreyndirnar sýna lika, að fyrir almenning eru afleiðingar skuldasöfnunar, sem ekki stendur fyrir sér I arðvænlegum fyrir- tækjum, alt aðrar. Þær bitna að öllu leyti á almenningnum, sak- lausa lambinu I leiknum, en leikararnir ganga frá með virð- ingar og gersemar. Almenningur verður að leggja fram fórnar- gjaldið. Hann verður að borga eftirgjafirnar og skuldaskilin. — Samansparaðir eða útkúgaðir aurar hans eru teknir til að halda áfram leiknum. Og þetta dugar sjaldast. Leiknum er ekki hætt fyr en alt er á þrotum. Almenn- ingur verður þá að færa nýjar fórnir: Hækkandi skatta, vaxandi dýrtíð — og alment atvinnu- leysi, þegar lokið er að eyða lánsfénu, og meira fæst ekki til viðbótar. Ofan á alt þetta bætist, að trúin á tekjuhallann, skuldasöfn- unin, er að mestu búin að eta upp það sem sparað og safnað hefir verið af verðmætum — og fæla fólk frá öllum sparnaði, en setur eyðsluna og þá stefnu að lifa frá hendinni til munnsins I staðinn. Trúin á tekjuhallann hefir skapað kröfuna um gengis- lækkun með því að hún er lág- gengiðpersónumyndað.Sú stefna sem hirðir ekkert um að borga eða standa skil á þvi sem hún eyðir. Haldi hún áfram skapar hún algert efnahrun þjóðanna. Enginn hugsar um að spara eða eignast, og verðgildi gjaldmiðils- ins verður ekkert nema pappírs- nafn. Þessar hörmungar eru óum- flýjanlega afleiðingar þess, að reka framkvæmdir með sifeldu tapi, eða hjá einstaklingum sem lifa yfir efni fram. Þótt alt sýn- ist leika í lyndi I bili kemur fyr en varir að reikningsskilum, skuldadögunum. Þessi saga hefir endurtekið sig alt fram úrgrárri forneskju. Hún stendur enn I fullu gildi. Viðvörun hennar tal- ar á öllum tímum, til allra sem hlusta í alvöru, og gá að sínum vitjunartíma. Sérstaklega þarf þessi viðvör- un að vera skýr fyrir okkur ís- lendinga á yfirstandandi tímum. Hér er trúin á tekjuhalla boðuð með blygðunarlausri léttúð af stjórnarflokkunum. Við aukum andvaralaust við erlendu skuld- irnar, án þess að aukningin fari til arðvænlegra eða arðberandi framkvæmda. Á s. 1. 2 árum hafa erlendu skuldirnar vaxið meira en um helming, og nema nú um 120 milj. króna, að því er fróðir menn telja. Það er þungur drösull, að borga vexti af slíkri fjárhæð. Og erlendu skuldirnar eru þó aðeins fjöður af fati við innlendu skuldirnar, sem lika fara sívaxandi, bæði hjá því opinbera og einstakling- um. Til viðreisnar, til breytinga, er aðeins ein leið fær: Að snúa alveg frá trúnni á tekjuhallann, skuldasöfnunina. Þeir sem völd- in hafa, ríkisstjórn, stjórnir fyrir- tækja og einstaklingar verða að sjá, að stýrt er I beinan voða fyrir alla, nema Ioddarana, sem koma fé sínu undan, ef rekið er með áframhaldandi tapi. Þá er öll trygging farin, ábyrgðartil- finningin dauð. Starfrækslan er rekin I algerðu ábyrgðarleysi.sem nagar og bryður sundur allar stoð- ir þjóðfélagsins, og læturalmenn- ing — bæði verandi og komandi kynsióðir — borga slarkið og ábyrgðarleysið með óbærilegum hörmungum, þar sem hvertfram- tak, hver ný viðleitni er hlekkjuð í skuldafjötrunum. Það er þegar djúpt sokkið. Alt of djúpt sokkið. En betra er að snúa þegar við en að halda áfram á ógæfubraut vax- andi eyðslu og skulda, sem engan grundvöll hefir. Það stækkar þjóðina, stækkar hvern einstakling, að hún og hann standi við skuldbindingar sínar og fari ekki lengra I þeim en fært er. Hitt minkar hverja þjóð og hvern einstakling að varpa sínum Skuldum, mistökum og áhyggjum á aðra. Sé það gert fyrirhyggjulaust leiðir það til hinnar þyngstu ánauðar, þeg- ar skuldadagarnir koma. Drepur frelsið og vonirnar, kyrkir kjark- inn og setur þrælslund og kvfða i hásæti í staðinn. Við íslendingar eigum og þurf- um að vera sóknhörð, vondjörf frelsisþjóð. Þjóðin er nývöknuð til trúar á gæði lands og lagar. Auðlegð og tign íslands er mikil. Það verður aðeins varðveitt og yrkt og erjað af frjálsum mönn- um, en ekki hlekkjuðum þrælum erlendra og innlendra fjárplógs- manna. Inn- og út-flutt 1936. Samkvæmt bráðabirgðayfírliti Hagstoí'unnar er útflutningur s. 1. árs talinn 47 milj. og 600 þús. kr., en innflutningur 41 milj. og 300 þús. kr. Innflutningur í ísafjarðarsýsl- ur og til ísafjarðar beint frá út- löndum hefir 1936 numið alls kr. 1572986.97, og útflutningur, skráður á sýsluskrifstofunni, kr. 1280078,78. Vantar þar mest af útfluttum físki. sem settur er á farmskírteini í Reykjavík. Fisksölusamlag Vestfirðinga seldi s. 1. ár fisk fyrir krónur 954200.00. Má því áætla allan útflutninginn frá Isafjarðarum- dæmi s. 1. ár um 2x/2 milj. kr., auk þess erlenda gjaldeyris, sem fengist hefír fyrir síldarafurðir ísfirzkra veiðiskipa, sem nema mun um 1 milj. króna. Það er sýnilegt, að Vestfirð- ingar eiga fullan þátt í hinum hagstæða verzlunarjöfnuði, þótt þorskveiðarnar brigðust. Ættu þeir að krefjast erlends gjald- eyris fyrir innflutningsþörfum sínum, og hafa sem mest bein skifti við útlönd. JEgileg blóðfóm. 108 manns druknuðu hér við land síðastl. ár, voru af því 64 íslendingar, en 44 útlendingar. — 1936 er annað mesta mannskaða- árið á þessari Öld. Björgunarskúta Faxaflóa verð- ur væntanlega fullbygð á þessu ári, og ætti að geta tekið til starfa seint á árinu. Mun hún kosta fullbúin um 100 þús. kr. Fæst með starfrækslu hennar reynzla um gagnsemina. Er það allra von að hún verði sem mest. En þótt svo verði er það ekki ein- hlítt að fá björgunarskútur. Við verðum að efla slysavarnirnar okkar á allan hátt. Sennilega yrðu talstöðvar í fiskiskipum og fiskiþorpum veigamesta og al- mennasta slysavörnin. Þvl er kleift að koma til framkvæmda, ef Landssfminn, sem hefir einka- sölu á talstöðvum, gerir ekki kröfur til ofmikils gróða fyrst í I stað. Víða vantar og vita, mið- unarstöðvar og björgunarstöðvar. Björgunarstöðvum fer þó stöðugt fjölgandi fyrir atbeina Slysa- varnafélagsins. Hefir þeim fjölg- að um 10 á síðastl. ári. Slysavarnamálin eru fyrst og fremst mál allrar þjóðarinnar — og verða vonandi svo áfram. Starf Slysavarnafélagsins hefir borið hinn bezta árangur, og bjargað á hverju ári fjölda manns , frá druknun. Hvenær fáum við Vestfirðing- ar okkar björgunarskútu — sem jafnframt ætti að geta Iitið eftir gæzlu landhelginnar. Verðum við næstir Sunnlendingum eða sið- astir I röðinni ? — Margar slysa- varnasveitir hér, einkum kvenna- deild ísafjarðar, starfa með ágæt- um að þessum málum. En sumar (Framh. á 8. slðu.)

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.