Íslendingur


Íslendingur - 12.02.1980, Blaðsíða 1

Íslendingur - 12.02.1980, Blaðsíða 1
6. TÖLUBLAÐ . 65. ÁRGANGUR . AKUREYRI . ÞRIÐJUDAGINN 12. FEBRÚAR 1980 ALHLIDA w RAFEINDAÞJðNUSTA Glerárgötu 32 ■ Akureyri SVAL, Ijósmyndari fslendings, gerði þessa skemmtilegu mynd af hinni margfrægu bifreið í kvikmyndinni „Land og synir“, sem sýnd var hér nýverið við metaðsókn. Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar: Halldór Blöndal, alþingismaður, í viðtali við íslending: „Ný vinstri stjórn“ í bága við Sjálfstœðisflokkmn „Mjög hreinskilnar og opinskáar umræður urðu um síðustu atburði á flokksráðsfundinum á sunnudaginn,“ sagði Halldór Blöndal alþingismaður í viðtali við fs- lending í gær. „Flestir, sem til máls tóku, hörmuðu, að Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, skyldi mynda ríkisstjórn, - nýja vinstri stjórn, - í bága við Sjálfstæðisflokkinn og í samvinnu við tvo höfuðandstæðinga hans, Alþýðubandalag og Frám- sóknarflokk. Þetta er áréttað í ályktun flokksráðsins, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta.“ Jir Rækjumálið í biðstöðu „Segja má, að málið sé í bið- stöðu eins og er, en niðurstöðu er að vænta innan ekki mjög langs tíma,“ sagði Mikael Jóns- son hjá Niðursuðuverksrrtiðju K. Jónssonar & Co., þegar blaðið spurði hann um hvað liði samningum við Þjóðverja vegna skenimda sem upp komu í rækjusendingu þangað. „Við vorum í Þýskalandi nýlega með ÍDAG • H. Bl. skrifar leiðar- ann, ,,Einhver ríkis- stjórn“. • A íþróttasíðu er sagt frá suðurferðum KA og Þórs í handboltanum og bœttri aðstöðu í Hlíðarfjalli. nýja framleiðslu, sem þeim leist í alla staði vel á, en hún er nú í rannsókn og tekur einhvern tíma að fá niðurstöður úr þeirri rannsókn. Þegar henni er lokið munum við ræða þessi mál við verslunarfulltrúa þeirra í Reykjavík og þá er einhverra frétta að vænta í þessu máli,“ sagði Mikael ennfremur. Þá kom einnig fram, að Mikael er nýkominn frá Rúss- landi, þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um sölu á gaffalbitum. Ekki voru gerðir neinir sölusamningar í þessari ferð, en Rússar buðu tæplega 10% hækkun, sem er þó engan veginn nægileg vegna 50-60% hækkunar á framleiðslukostn- aði hér heima. Fram kom, að Rússar voru mjög ánægðir með þá framleiðslu, sem þeir fengu á sl. ári, en það voru um 4 millj. dósa. Varðandi gölluðu gaffal- bitana, sem þangað fóru, sagði Mikael, að það mál hefði nú verið leyst að fullu í mesta bróðerni, og virðast fjölmiðlar almennt ekki verajafn áfjáðir í að skýra frá því og þeir voru að tíunda erfiðleikana, meðan þeir stóðu yfir. - Sjálfstæðismenn eru settir í mikinn vanda af Gunnari Thor- oddsen. Sem leiðtogi flokksins um áratugi hefur hann eðlilega mikil ítök, enda hrífandi per- sónuleiki, ef hann vill það við hafa. Það réttlætir hins vegar ekki gerðir hans nú. Það skýrist best fyrir monnum, ef málefna- samningur ríkisstjórnarinnar er metinn og staða Sjálfstæðis- flokksins eftir myndun hennar. Við þessa ríkisstjórn eru engin þau fyrirheit bundin, sem Sjálf- stæðismönnum er mest í mun að náist fram. Skírskotun Gunn ars Thoroddsens til þess, að hann þjóni þjóð sinni best með því að þverbrjóta skipulags- reglur Sjálfstæðisflokksins, sem hann átti sjálfur þátt í að semja og hefur ætlað öðrum að fylgja, eru móðgun við Sjálfstæðis- menn. - Gunnar Thoroddsen gumar mikið af því að hafa myndað ríkisstjórn, sem aðrir hafi ekki getað. Látum aðdragandann liggja milli hluta í bili. Spyrjum fyrst, hvað í málefnasamningn- um standi um þær aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum, sem brýnastar eru. Og þá sjáum við, að það er allt óráðið og Halldór Blöndal, alþingis- maður. ósamið enn. Það virðist sem sagt eiga að leika sama leikinn áfram og einkenndi allt valda- tímabil síðustu vinstri stjórnar, - að láta reka á reiðanum og grípa til bráðabirgðaráðstafana á síðustu stundu. Ekki lofar þetta góðu. Ekki getur þetta talist traustvekjandi, sérstak- lega ekki fyrirlaunamenn, sagði Halldór Blöndal að lokum. íslendingur kemur næst út þriðjudaginn 19. febrúar. Allir þeir, sem vilja koma efni í blaðið eru vinsamlegast beðnir að skila því tímanlega. Einnig eru auglýsendur hvattir til að hafa handrit af auglýsingum tilbúin með góðum fyrir- vara, vegna vinnslu blaðsins í prentsmiðju. Fjárhagsáœtlun bœjarsjóðs til fyrri umrœðu: • Norðangarri er í opnu. • Þá er í opnu dálkurinn „Punktar og kommur“ og sagt frá heimsókn í Úr- smíðaverkstœði Jóns Bjarnasonar. Hlutfall milli tekna og kostnaðar versnar Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar er til fyrri umræðu í bæjar- stjórn í dag, þriðjudaginn 12. febrúar. Niðurstöðutölur áætlunarinnar tekjumegin eru kr. 5.898.200 þús. og útgjöld samkvæmt áætlun kr. 5.326.850 þú^., sem skiptist í hrein rekstrargjöld kr. 4.190.350 þús. og gjaldfærð'an stofnkostn- að kr. 1.136.500 þús. Til eignabreytinga voru því færðar kr. 571.350 þús. Áætlun um eignabreytingu gerir ráð fyrir því að eignabreyt- ingar verði kr. 1.085 þús. og verða því lántökur kr. 513.650 þús. Breytingar frá síðustu fjárhagsáætlun eru þær, að heildartekjur vaxa um 53.3%, heildarrekstrargjöld um 57.2% og gjaldfærður stofnkostnaður um 69.3%. Rekstrarafgangur til eignabreytinga er núum9.7%en varásl. ári 13.3%. Hefur því hlutfall milli tekna og kostnaðar versnað sem því nemur. Nánar verður skýrt frá fjárhagsáætluninni hér í blaðinu síðar. Samstaða náðist um að leggja þessa fjárhagsáætlun fyrir bæjar- stjórn til fyrri umræðu, en óvíst er hvenær síðari umræða fer fram. Ástæðan fyrir því er sú, að fjárlög liggja ekki enn fyrir og því óséð hver hlutur ríkisins verður i þessari áætlun. Á það bæði við um tekjuhlið frumvarpsins og framlag ríkisins til nýbygginga. Þótt samstaða hafi náðst um að leggja áætlunina fyrir til fyrri umræðu, þá áskilja einstakir bæjarráðsmenn sér rétt til að bera fram og fylgja breytingartillögum við frumvarpið við afgreisðlu þess hjá bæjarstjórn. Það er SPARNAÐUR fyrir Norðlendinga að drekka SMÍÞdrykki

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.