Íslendingur


Íslendingur - 01.04.1980, Blaðsíða 1

Íslendingur - 01.04.1980, Blaðsíða 1
Stórauknar skattaálögur 13. TÖLUBLAÐ . 65. ÁRGANGUR . AKUREYRI . ÞRIÐJUDAGINN 1. APRÍL 1980 skattaálögur á almenning upp á 7 milljarða króna. Þetta kalla þeir orkuskatt, en þó er ætlunin að verja aðeins kr. 4milljörðum til olíustyrks, en 3 milljarðar eiga að renna í ríkishítina, án frekari skilgreiningar. Síðari hluta árs í fyrra hækkaði þáver- andi vinstri stjórn söluskatt um 2% og vörugjald einnig um 2%. Þessi hækkun gaf þó aðeins um 2.7 milljarða í ríkissjóð í fyrra, vegna þess, hve seint þessi hækkun kom. En á þessu ári er því í raun um aukna skatta- álagningu að ræða miðað við í fyrra upp á ca. 15 milljarða kr. Að auki má svo nefna að svona í leiðinni á að hækka flugvalla- skatt, útsvarsálagning er hækk- uð um 10% og talað er um að tekjuskatturinn gefi samkvæmt nýjum lögum 1.5 milljarð kr. í ríkissjóð umfram það sem ráð var fyrir gert í fjárlagafrum- varpinu, sagði Lárus Jónsson að lokum. ALHLIDA W RAFEINDAÞJÚNUSTA Glerárgotu 32 • Akureyri „Lítum björtum augum tíl framtíðarinnar“ Sýmngarbfllinn seldist strax Sl. laugardag og sunnudag efndi Skodaumboðið til bílasýningar á Akureyri og sýndi þar hina nýju gerð af Skoda, sem þeir kalla E-línuna. Á með- fylgjandi mynd eru umboðsmenh Skoda á Akur- eyri, þeir Sigurgeir Sigurpálsson og Sigurður Valdimarsson, fyrir framan nýju E-línuna, en þennan bfl seldu þeir 15 mínútum eftir að sýning- in var opnuð. Ljósmynd: íslendingur, SVAL. „Ágreiningur var mikill í ríkis- stjórninni um, hvaða leiðir ætti að fara í þeim málum, sem efst hafa verið á baugi undanfarið," sagði Lárus Jónsson alþingis- maður í samtali við fslending í gærkvöldi. „Endirinn varð sá, að ráðherrarnir urðu sammála um að stórauka nú skattaálög- ur á almenning og leggja þeir allt kapp á að knýja þessar ráð- stafanir í gegn á Alþingi fyrir páska.“ - Þessir herrar hafa lækkað gengið um 3% og hafa nú uppi áætlanir um að hækka söluskatt um 2%, en það þýðir nýjar IDAG • SJS skrifar leiðara í opnu um gildi íþrótta og útiveru. Myndir og frásögn af sýningu nemenda Glerár- skólans á bls. 5. • Hvað er AFS? Svar við því er í opnu. • íþróttir eru að venju á bls. 6 og þar er sagt frá leikjum síðustu viku og á bls. 2 eru birt úrslit íSkíða landsmóti unglinga._____ - Hafa gert 300 millj. kr. samning við Fjarvarmaveitu Vestmannaeyja „Það eru hreinar línur með það, að við höfum ekki fengið nein verkefni hjá Hitaveitu Akureyrar á þessu ári, og ég veit ekki, hvort um það verður að ræða,“ sagði Hersteinn Tryggvason hjá Uretan- einangrun, er blaðið hafði samband við hann og spurðist fyrir um, hvernig horfur væru með verkefni hjá þeim ísurnar, en eins og les- endum er eflaust í minni, urðu mistök við gerð tilboðs þess vald- andi, að fyrirtækið missti af stóru verkefni hjá hitaveitunni nýlega. - Það er rétt, að útlitið var ekki gott hjá okkur eftir að ljóst varð, að ekki var tekið tillit til leiðréttinga okkar á tilboðinu og við misstum af þessu verk- efni. En við svo búið mátti ekki láta standa, og við höfum gert tilboð í ýmis verk og nú í síðustu viku voru svo undirritaðirsamn ingar við Fjarvarmaveitu Vest- mannaeyja um verkefni, sem að heildarupphæð hljóðar upp á kr. 301.426.890. Þessi samning- ur gerir það að verkum, að ekk- ert uppgjafarhljóð er nú í okkur og nú þegar er ljóst að okkur bráðvantar vinnukraft og fyrir- tækið verður rekið á fullu þetta árið. Þá má einnig geta þess, að við gerðum Hitaveitu Akureyr- ar tilboð í flutning á efni frá Hafnarfirði og á þetta að geta fallið vel saman nú, þegar við þurfum á því að halda að flytja efni til Vestmannaeyja. Einnig gerðum við tilboð í verk fyrir Hitaveitu Suður- nesja, og þar vorum við með lægsta tilboð, en Suðurnesja- menn virðast heldur hafa viljað fá fyrirtæki sunnanlands verk- efnið og Börkur í Hafnarfirði fékk þetta verk. Eitthvað eigum við örugglega eftir að fá af verkefnum í við- bót við þetta, en þetta verk verður aðaluppistaðan í okkar vinnu í sumar og þýðir að við þetta munu starfa a.m.k. 15 manns. Efni i þetta verkefni verður flutt beint hingað til Ak- ureyrar frá útlöndum og við er- um svo heppnir að eiga töluvert af efni þegar fyrirliggjandi og getum því byrjað á verkinu nú þegar og innan eins mánaðar verður efni komið í viðbót og því á að verða um samfellda vinnu að ræða hjá okkur. - Nú að lokum má einnig geta þess, að við höfum gert tilboð í verkefni fyrir hitaveituna í Borg arnesi og á Akranesi, svo að við lítum nú björtum augum til framtíðarinnar hér hjá Úretan, sagði Hersteinn Tryggvason að lokum. Ófeigur Eiríksson bæjarfógeti látinn Ófeigur Eiríksson sýslumað- ur og bæjarfógeti á Akur- eyri andaðist 27. mars í Flórida í Bandaríkjunum, þar sem hann dvaldist sér til heilsubótar. Ófeigur var 52 ára gamall. Hann fæddist 14. ágúst 1927 á Breiðagerði í Lýtings- staðahreppi, sonur hjónanna Ruthar Ófeigsdóttur og Eiríks Einarssonar. Árið 1937 fluttist fjölskyldan til Akureyrar og hér tók Ófeig- ur mikinn þátt í félags- og íþróttalífí. Hann varð stúdent frá MA 1947 oglauk lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1953. Sama ár varð hann fulltrúi bæjarfógeta á Siglufirði og oft settur bæj- arfógeti þar. Hann átti sæti í bæjarstjórn og bæjarráði Siglufjarðar nokkur ár. Haustið 1960 var hann skip- aður bæjarfógeti í Neskaup- stað og 1966 skipaður sýslu- maður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri. Eftir að Dalvik varð kaupstaður var hann einnig bæjarfógeti þar. Þessum embættum gegndi hann til æviloka. Hinn 10. júní 1950kvænt- ist Ófeigur Ernu Sigmunds- dóttur frá Siglufirði og lifír hún mann sinn ásamt fjórum börnum þeirra hjóna. Það er SPARNAÐUR fyrir Norðlendinga að drekka SMUidrykki Hersteinn Tryggvason hjá Úretan-einangrun: Nýjasti pakki ríkisstjórnarinnar:

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.