Íslendingur


Íslendingur - 03.05.1984, Blaðsíða 1

Íslendingur - 03.05.1984, Blaðsíða 1
18. TBL. 69. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1984 AKUREYRI IVIeð þessu blaði verða rit- stjóraskipti á íslendingi. Hall- dór Halldórsson, sem verið hefur ritstjóri frá því í maí í fyrra, lætur nú af störfum, en við tekur Cuðmundur Heiðar Frímannsson, sem er lesend- um blaðsins að góðu kunnur sem dálkahöfundur, en hann var einnig afleysingarritstjóri síðastliðið sumar. Blaðstjórn íslendings vill þakka fráfarandi ritstjóra vel unnin störf, og óskar honurn velfarnaðar á nýjum vettvangi. Guðmund Heiðar bjóðum við velkominn til starfa, og væntir blaðstjórnin sér mikils af hans starfi. Rétt þykir að taka frain að með ritstjóra- skiptunum verður engin stefnubreyting á blaðinu, eftir sem áður verður það opið sjónarmiðum allra, og megin- tilgangurinn þjónusta við les- endurþess. Blaðstjórn. Pálmholt fœr mest í endurbœturnar Nú hefur verið ákveðið hvernig skipt verður niður þeirri einu og hálfu milljón króna, sem gert er ráð lyrir í endurbætur á dag- vistum samkvæmt fjárhags- áætlun í Páimholt fara 840 þúsund krónur, Iðavöll 220 þúsund, Brekkukot 275 þúsund, 40 þús- und í Lundarsel og 125 þúsundir í lóðir og ófyrirséðan kostnað. Hlé í baráttunni Ljósm., Gunnar Kr. Jónasson Um síðustu helgi voru haldnir Andrésar Andar-leikarnir í Hlíð- arfjalli í blíðskaparverði. Móts- haldið gekk mjög vel, skipulagn- ing hin ágætasta. Það var ekki hægt að merkja annað en að keppendur undu hag sínum vel, hvernig svo sem þeim vegnaði í kcppninni. Við byrtum helstu úrslit og myndir á bls. 2 Heimavistamefndin: Byggt verði við heimavistir MA Fyrir nokkru lauk samstarfs- nefnd um byggingu heimavistar störfum og sendi frá sér greinar- gerð. Þessi nefnd er skipuð af fimm fulltrúum Akureyrarbæjar og tveim fulltrúum ríkisins. Hlut- verk nefndarinnar var að kanna þörf á heimavistum á næstu árum í Ijósi þess að hér er að rísa nýr skóli, Verkmenntaskólinn á Akureyri. Nefndin kannaði ýmsa mögu- leika á því að reisa heimavistir. Hún athugaði, hvort kostur væri á því að menn í hótelrekstri tækju þátt í byggingu heima- vistarinnar, en það fékk litlar undirtektir. Sá kostur, sem nefndinni virt- ist vænlegastur og hún leggur til í greinargerð sinni er að byggja við heimavistir MA. Það yrði ódýrasti kosturinn og yki nýt- ingu á margvíslegari aðstöðu sameiginlegri sem þegar er fyrir hendi í heimavistum MA. Nefndin leggur því til að byggð- ar verði heimavistir við þá bygg- ingu, sem fyrir er við MA. Þessu verði hraöað sem kostur er, vegna þess að ljóst er að þörfin er brýn og veröur enn brýnni næsta haust. Það er ijóst aö þessi bygging mun ekki nægja til frambúöar og byggja verður nýjar heima- vistir áður en mjög langur tími líður. Þótt þessar heimavistir komi til á það ekki að taka mjög mikið frá hinum fijásla markaði á leiguhúsnæði hér í bænum, því það verður að telja líklegt að hann muni ekki geta fullnægt þeirri þörf, sem fyrirsjáanleg er. Þessi skýrsla nefndarinnar hefur nú verið send til mennta- málaráðherra og bæjaryfirvalda og vonast er eftir skjótum fram- gangi málsins. 2. áfangí Hlíðar: Tilboð opnuð A fundi stjórnar Dvalarheimilisins Hlíóar s.l. mánudag voru opnuð tilboð í 2. áfanga nýbyggingar Dvalarhcimilisins sem er uppsteypa fram að því að byggingin er fokheld og frágangur allur utanhúss. Aætlað er að Ijúka þessum áfanga lyrir haustið. Kostnaðaráætlun Teiknistofunnar sf, Glerargötu 34, hljóð- aði upp á 15.963.797 kr. fjögur tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum: Aðalgeir og Viðar 13.320.503 sem er 83.44% af áætlun Norðurverki 13.995.641 sem er 87.67% af áætlun Híbýli 14.567.909 sem er 91.26% afáætlun Ýr h.f. 14.652.816 sem er 91.79% af áætlun Unniö verður við fara yfir tilboðin og bera þau saman næstu daga og upp úr helginni má vænta ákvöröunar um hvaða tilboði verður tekið. Hafliði Hallgrímsson meðlimur í Konunglegu tónlistarakademíunni Hafliði Hallgrímsson, sellóleik- ari og tónskáld, er Akureyringuin að góðu kunnur. Undanfarin ár hefur hann leikið í Skosku kammersveitinni en hefur nú ákveðið að helga sig tónsmíðum eingöngu. Nýlega varð hann meðlimurí Konunglegu tónlistar- akademíunni í London. I árbók Skosku kammersveit- arinnar er grein um Hafliða og viötal viö hann. Þar greinir hann frá því að hann hafi veriö ákveð- inn í því frá 1963 að gerast tónskáld en þá dvaldi hann við tónlistarnám í Róm. „Að búa í Róm og sjá þessar fögru bygg- ingar. höggmyndir og málverk hafði gífurleg áhrif á mig sem íslenskan tónlistarmann. Það gaf mér hugrekki til að þroska tón- listarhæfileika mína. ekki ein- ungis sem sellóleikari heldur líka sem tónskáld." Hafliði leikur einnig í Mondrian trióinu. sem hlotið hefur mjög góðar viðtökur i Skotlandi. Gagnrýnandi Musical Times segir til dæmis: ..fyrir utan tæknina. og sam- vinnuna þá hefur tríóið sérstök tök á tónlistinni. Verk Beethoven. er þeir léku. fannst mér vera algerlega nýtt. Ég vona að tríóið hljóti þá alþjóðlegu frægð. sem viröist bíða þess." Nú síöast í mars fékk Hafliði bréf frá Konunglegu tónlistar- akademiunni i London. Það hljóðar svo: Kæri Herra Hallgrímsson. Mér er það mikil ánægja að tilkynna yöur að á árlegum fundi stjórnarinnar voruð þér valinn félagi í Konunglegu tón- listarakademíunni. Það er einungis hægt að bjóða þeim. sem áður stunduðu nám Nú hefur hann ákveðið að helga sig einvörðungu tón- smíðum. Hann segir: ..Ég varð að taka stökkið. Ég held áfram að leika á selló og vera í sam- bandi við kammersveitina." ..Að semja tónlist veitir mér djúpa ánægju. Það gefur manni eitt- hvað raunverulegt til að hugsa um maður vonast til að þroskast í tónlistinni með tónsmíöunum.” Nú finnst mér vera tími til að snúa sér að því. við Akademíuna og hafa skaraö fram úr og hlotnast frami í starfi. eins og yður er kunnugt. Vér vonumst til að þér þiggið þennan heiður Akademíunnar og munum senda yður heiðurs- skjalið. er þér hafið sent staðfest- ingu yöar. Yðar einlægur. J. C. Bliss " íslendingur óskar Hafliða Hall- grimssvni til hamingju með framann. Átak til sjónverndar Félagar í Lionsktúbbutn víðs- vegar iim Norúurland og víðar niunu ganga f hús nú um helg- ina og selja barmmerki og slegna peninga til aú afla fjár til tækjakaupa fyrir augnlækn- ingadeild FSA. í blaðinu í dag birtum við greinargerð Lionsmanna fyrir þessari söfnun og viötal við Hörð Þórleifsson. tannlækni. verkefnastjóra Lionshreyf- ingarinnar i umdæmi 109B. Sjá bls. 5 og 8. BÆTUM SJÓN

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.