Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 10.09.1969, Blaðsíða 1

Íslendingur - Ísafold - 10.09.1969, Blaðsíða 1
Sjónvarpsút- settdingi frá Vaðlaheiði stórgölluð 9 Síðan sjónvarpið hóf útsend- ingu eftir hið kynlega sum- arleyfi sitt, hefur útsendingin frá Vaðlaheiðarstöðinni verið stórgöiluð og harla bágborin. Fvrir leyfið var talsvert um bylgjuhreyfingar á útsending- unni, en nú err^ þær horfnar og annað verra tekið við, tvöföld og þreföld þokumynd á löngum köflum. Blaðinu er kunnugt um að sjónvarpsnotendur hafa gert tilraunir til að kvarta yfir þessu og er málið stöðugt athug- un,“ en hvorki kemur lagfær- ing né nokkur skýring frá sjón- varpinu. © Nokkrir sjónvarpsnotendur, sem haft hafa samband við blaðið, hafa orðað, að stofna til samtaka um að neita að greiða fuilt afnotagjald á meðan þetta mál er ,,í athugun.“ Finnst þeim það hæfileg þóknun fyrir viðbragðsflýtirinn. Nælonhúðun skóla- og skrifstofuhúsgagna ryður sér til rúms Stáliðn fékk einkaleyfi, hefur nú naumast undan — smíðar m.a. fyrir Árnagarð og Landsbankann í Reykjavík Um nokkurt skeið hefur starfað á Akureyri fyrirtæk- ið Stáliðn hf., sem smíðar nælonhúðuð skóla- og skrif- stofuhúsgögn og annast húð- un fyrir aðra aðila í þeim greinum, svo og liúðun flúr- ljósskerma o. fl., en fyrirtæk ið er hið eina hér á landi hefur einkaleyfi á Rilsan-ny með slíka nælonhúðun og on, sem er þýzkt að uppruna. Verkefni Stáliðnar hf. hafa aukizt hröðum skrefum að undanförnu og hefur fyrir- tækið vart undan að anna eftirspurn. Auk eigin sölu- framleiðslu, sem m.a. er á boðstólum í verzluninni Oð- instorgi hf. í Reykjavík, er nú unnið að margs konar samningshundinni fram- leiðslu, m.a. fyrir Árnagarð og Landsbankann í Reykja- vík, skóla og félagsheimili úti á landi o. fl. Þá hefur komið til tals, að Stáliðn hf. framleiði stólgrindur fyrir Bandaríkjamarkað, sem út af fyrir sig gæti orðið ærið viðfangsefni. Verkefni það, sem fyrirtækið tók að sér fyr ir Árnagarð, mun vera hið stærsta í þessari grein, sem íslenzkt fyrirtæki hefur ann azt, fyrir tæpa 1 milljón. Af þessu virðist stefna í þá átt, að nælonliúðunin í þessum greinum ryðji sér til rúms, en um langt skeið hef- ur krómhúðun verið svo til einráð. Þykir nælonhúðunin bæði mjög endingargóð og hljóðeinangrandi að auki. Höfn í Hornafirði: Bygging bræðsluverk- smiðju á döfinni © Hér er allt á kafi í fram- kvæmdum og alls staðar nóg atvinna, sagði Vignir Þorbjörns son á Höfn í samtali við blaðið. Einbýlishús eru i byggingu, simstöðvarhúsið er orðið fok- helt og verið er að byggja dýra læknisbústað. I undirbúningi er bygging bræðsluverksmiðju og ef hægt verður að útvega fjár- magn, hefst bygging hennar i haust og hún tekin í notkun í vetur. Það er hlutafélag, sem ætlar að koma upp þessari bræðslu og eru útgerðarmenn stórir hluthafar. Er ætlunin að framleiða þarna beinamjöl, og bræða loðnu þegar hún veiðist. ingsafli er á línunni. Heyskap- arhorfur hafa batnað mikið síð- ustu vikur, en útlit var orðið slæmt vegna stöðugra rigninga. Nú mun hirðing víðast hvar vel á veg komin, en hætt er við, að fóðrið sé ekki jafn kjarngott og skyldi vegna þess hve seint var byrjað að slá. 9 Búið er að reyna vélar í Smyrlabjargaárvirkjun og gengu prófanir vel. Þa;f kom hins vegar í ljós, að skipta þarf um legu í einni vélinni og þarf að fá nýja legu að utan. Mun því dragast fram að mánaðamót. um að virkjunin fari í gang. © Bátar eru nú að hætta hum- arveiðum og taka troll eða línu í staðinn. Humaraflinn fer nú mjög minnkandi, en reyt- © Ferðamannastraumur hefur verið mikill hingað í sumar og mikil aukning farþega hjá Flugfélaginu. s©gir Jóhannes Árnason sýslum., form. atvinnumálan. Vestfjarða 1%/iagnús Jónsson fimmtugur Á sunnudaginn átti Magnús Jónsson fjármálaráðherra fimm tugsafniæli. í tilefni af því send ir blaðið honuni og fjölskyldu hans beztu kveðjur og árnaðar- óskir. Sú úrlausn, sem fékkst hér á Vestfjörðum fyrir starf atvinnu málanefndar, var engan veginn fullnægjandi, og frekari aðgerð ir í atvinnumálum Vestfirðinga eru nauðsynlegar, ef komast á hjá skakkaföllum og atvinnu- leysi í vcrulegum mæli í náinni framtíð, — sagði Jóhannes Árnason sýslumaður á Patreks- firði, form. atvinnumálanefnd- ar Vestfiarða, er blaðið spurði frétta hjá honum. í fyrrahaust fengu fiskvinnslustöðvarnar verulega úrlausn hjá Stofnlána deildinni og Atvinnujöfnunar- sjóði, og sá sjóður lánaði út- gerðinni talsvert í vor, vegna breytinga á bátum fyrir tog- veiðar. Hins vegar komu hingað vestur aðeins örfáar milljónir af 300 milljónunum, sem atv,- málanefndirnar höfðu til ráð- stöfunar, ekki 2%, og olli það bæði vonbrigðum og óánægju. Það eru því margir aðilar, sem eiga í erfiðleikum ennþá. Víða ríkir mikil óvissa í útgerð og fiskvinnslu, einkum á suðuv- fjörðunum, byggingariðnaður- inn hefur að mestu stöðvazt og á þessu ári lýkur að mestu þeim opinberu framkvæmdum, sein veitt hafa mikla vinnu undan- farið. Að mínum dómi leikur því enginn vafi á, að gera verð- ur stórátak til að tryggja at- vinnu í vetur og á næsta ári. Við væntum fastlega aðstoðar hins opinbera í þessu sambandi, en jafnframt er mikilvægt að koma á meiri samvinnu um úr- lausnarefnin heima fyrir, sagði Jóhannes að lokum. & Vestfirðingar hafa nú fengið framgengt kröfu sinni um að staðið verði við samþykkt Al- þingis um stofnun menntaskóla á ísafirði. Kom Gylfi vestur um helgina til að kunngera úrslit- in. Á skólinn að taka til starfa á næsta ári. 9 Ríkisstjórnm mun beita sér fyrir 1 millj. kr. framlagi á næstu fjárlögum til reksturs skólans. Mun skólameistari þá verða skipaður eftir afgreiðslu fjárlaga. Nefnd með aðild Vest- firðinga mun fjalla um tilhögun skólans og undirbúa byggingar framkvæmdir. Er gert ráð fyrir að reksturinn hefjist í gamla barnaskólahúsinu næsta haust og verði þar fyrst um sinn. en fyrstu byggingar verði heima- vist og skólameistarabústaður. Hér sést til hafnargarðs hinnar nýju Sundahafnar á ísafirði. (Mynd: L.J.J.). Frekari aðgerðir nauðsynlegar b afvinnumálum Vestfirðinga Vesflfirðingar sigruðu: HfEfellMTASKÓLI STOFIM- AOUII A IMÆSTA Ari

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.