Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 08.11.1969, Blaðsíða 1

Íslendingur - Ísafold - 08.11.1969, Blaðsíða 1
Þar er til vilji og stórhugur — Sjá opnuna Íúmdinmr-isaíoíd 63. tölublað. augardagur 8. nóvember 1969. 54. og 94. árgangur. Nú er búið að beizla þetta vatn í Hamarslandi við Dalvík tU að hita upp hús 1000 Dalvíkinga. Hitaveitan á Dalvík formlega tekin í notkun: Heitt vatn tekur við af olíu að V3 á þessu ári EFIMI PAMTAÐ I 70 ÞIJS. TEMMIJR — óvíst hvort TR á Akureyri verður starfrækt Rætist úr í samgöngu- málum • Drangur kom liingað sl. fimmtudag, og var það fyrsta ferðin hans hingað síðan í maí. Engar fastar áætlunarferðir hafa verið til Grímseyjar mán- uðum saman og hefur oft kom- ið sér illa, sagði Alfreð Jónsson oddviti, er blaðið ræddi við hann. Nú er að rætast úr þessu, því Drangur mun halda uppi ferðum hálfsmánaðarlega í vct ur, og viðræður standa yfir við Norðurflug hf. um að taka ait- ur upp flugferðir hingað. Er vonandi að þær viðræður beri árangur, því það er ekki síður nauðsynlegt fyrir okkur að hafa áætlunarferðir í lofti en á sjó. • Það er ekkert nýtt að frétta af hafnargarðinum, sem týnd ist á dögunum. Vitamálastjóri mun vera að semja greinargerð um málið og verður fróðlegt að sjá niðurstöður hennar. Við munum halda fast við þá kröfu, að garðurinn verði lagfærður okkur að kostnaðarlausu. • Ógæftir hafa hamlað sjósókn að undanförnu, og hefur sett hér niður mikinn snjó. Siglufjörður: Ekki meira heitt vatn Nú er lokið að bora tvær hol- ur í Skútudal í leit að heitu vatni í hitaveitu. Fyrri holan gaf talsvert vatn, eins og kunn- ugt er, og góðar vonir, en sú seinni, 350 m djúp, gaf svo til ekkert. Verður nú gengið þann ig frá holunum, að unnt verði að athuga þær reglulega í vet- ur. Orkustofnunin og bæjav- stjórn munu svo að líkind)im meta það næsta vor og sumar, hvort og þá hvert framhald verður á heitavatnsleitinni. — Siglfirðingar vilja ógjarnan hætta við svo búið, úr því fyrri holan gaf góðar vonir, en hins ber og að gæta, að tilraunabor- anir eru dýrar og leggjast á bæjarsjóð, ef ekki fæst viðun- andi árangur. Skemmtun Zontaklúbbsins fyrir Monnahusið 0 Zontaklúbburinn á Akureyri hefur um árabil haldið eina síðdegisskemmtun að vetri til í Sjálfstæðishúsinu, til fjáröfl- unar vegna Nonnahússins, sem klúbburinn gerði að safni og rekur með miklum myndar- brag. Að þessu sinni verður skemmtunin í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn kemur kl. 15. — Verður þar fjölmargt til skemmtunar. Uppbygging Hitaveitu Dal- víkur hefur gengið nær því æv- intýralega vel. Lagning aðveitu æðar og veitukerfis hófst seint í sumar, og á laugardaginn verð ur veitan formlega tekin í notk un. Nú þegar er búið að tengja Barnaskólann og 25—30 önnur hús, og bætist daglega við. — Verður íþróttahúsið, ásamt Vík urröst, tengt áður en langt um líður, lögn er komin í húsið. Má reikna með, ef allt gengur, sem nú horfir, að notendur, sem nú kaupa um þriðjung húsa hitunarolíu í Dalvík, hafi í stað inn fengið heitt vatn fyrir jól. Næsta sumar verður svo haldið áfram að tengja. • Nú hefur vcrið pantað efni í 70 þús. síldartunnur, sem setja á saman hér í vetur, en það er sama magn og keypt var í fyrra og sett saman þá. Að því er Knútur Jónsson full- trúi hjá Síldarútvegsnefnd í Siglufirði tjáði blaðinu, er ekki afráðið, hvort samsetningunni verður skipt milli verksmiðj- anna í Siglufirði og á Akur- eyri, eins og verið hefur, eða hvort verksmiðjunni í Siglu- firði verður fengið allt verk- efnið. • Tunnuverksmiðjunni á Ak- ureyri hefur verið 'haldið gangandi undanfarna vetur ein göngu til að skapa nokkra at- vinnu. Hún hcfur sett samnn þriðjung þeirra tunna, sem verksmiðjurnar tvær hafa unn- ið að. Miklu lakari aðstaða er við verksmiðjuna á Akureyri, bæði vegna þess, að mikill hluti starfsmanna er jafnan ó- vanur, og miklir flutningar eru milli verksmiðju í Innbænum og geymslu á Dagverðareyri. Er því rekstrarkostnaður verk- smiðjunnar á Akureyri óeðli- lega hár og kemur það niður á tunnuverðinu til síldarsaltenda. • Af þeim sökum, svo og því, að tunnusamsetningin hefur ekki verið stórt verkefni síð- ustu ár, hefur verið stefnt að því að fá Tunnuverksmiðjunni í Siglufirði allt verkefnið. — Munu bæjaryfirvöld á Akur- eyri ekki hafa talið það óeðli- legt, ef uppbygging ákveðinna atvinnufyrirtækja þar væri á veg komin. • Það getur því farið svo, að Tunnuverksmiðjan í Siglu- firði verði ein um samsetningu síldartunnanna í ár, en þótt líf Tunnuverksmiðjunnar á Akur- eyri verði framlengt í vetur, verður það að líkindum hennar síðasta. • Samsetning á 70 þús. tunn- um skapar vinnu fyrir 45 manns í 6 mán. Þrjár skoðanir uppi um stað fyrir framtíðarskautasvell á Akureyri Verða að treysta á Guð og gaddinn í vetur! Eins og kunnugt er, var ætlunin að gera vélfryst skautasvell á Akureyri fyr- ir hina miklu íþróttahátíð ÍSÍ í vetur, sem haldin verð- ur að hálfu á Akureyri. — Framkvæmdanefndin, sem annast undirbúning og fram- kvæmd þess hluta hátíðar- innar, og íþróttaráð Akureyr ar lögðu í sumar fyrir skipu- lagsnefnd bæjarins beiðni um að nefndin tæki axstöðu til staðsetningar svellsirs. Skipulagsnefndin tók ekki málið til afgreiðslu fyrr en i haust, og reyndust þá m;.ög skiptar skoðanir aðila um staðsetninguna. Síðan hefur málið gengið á milli aðila og stendur nú þannig, að uppi eru þrjár meginskoðanir um stað fyrir framtíðarskaur 1- svell í bænum. Hvernig xem málinu reiðir af, er fy 1 ir- sjáanlegt, að úr þessu verð- ur ekkert framkvæmt i því að sinni, og verða fram- kvæmdanefnd og íþróttaráð því að treysta á Guð og gadd inn í vetur, ef hafa á skauta- íþróttina með í hátiðahöld- unum. Þegar loks lifnaði yfir með ferð þessa máls hjá bæjar- yfirvöldum, komu íram ein- ar 10 tillögur frá skipulags- stjóra ríkisins um staðsetn- ingu skautasvellsins. Meiri- hluti skipulagsnefndar bæj- arins taldi fjórar þeirra helzt koma til greina og mælti meirihluti nefndarinnar með staðsetningu svellsins á svæðinu sunnan Hamarsstígs milli Þórunnarstrætis og Byggðavegar. Skautafélagið og íþróttaráð héldu sig hins vegar við þau svæði, sem áður hafa verið valin und- ir íþróttamannvirki, bæði til að halda tengslunum og e.!. v. geta nýtt þau mannvirki, sem fyrir eru, vegna rekst- urs skautasvellsins. Skauta- félagið vildi helzt fá svellið við íþróttavöllinn, sem verð ur að líkindum færður sunn- ar í framtiðinni, en til vara á svæðinu sunnan Sundlaug ar, en þar vildi íþróttaráð fá svellið. Ekki er gott að segja til um, hver kosturinn verður valinn. Það eitt er víst, að vélfryst skautasvell verður ekki til nota á íþróttahátíð- inni. Þar verður að ireysu á Guð og gaddinn. Mæsta blað kemur út þriðjudaginn 11. nóv.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.