Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 24.10.1970, Blaðsíða 1

Íslendingur - Ísafold - 24.10.1970, Blaðsíða 1
Á förnum vegi — Sjá grein á bls. 5 60. tölublað. Laugardagur 24. október 1970. 55. og 95. árgangur. TÓIMSKÓLI TEKUR TIL STARFA Á EGILSSTÖÐUIVI UM ÁRAIUÓT Egilsstöðum 19. okt. — S.F. Laugardaginn 17. okt. gekkst Tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs fyrir söngskemmtun í Valaskjálf á Egilsstöðum. Var þetta fyrsta verkefni félagsins, en það var stofnað fyrir tæpu ári. — Á skemmtun þessari komu fram Magnús Jónsson óperusöngvari ásamt undirleikaranum Jóni Stefánssyni, og Keflavíkur-kvart ettinn með Jónasi Ingimundar- syni undirleikara. Allgóð aðsókn var að söng- skemmtuninni, en ekki er því að leyna, að stjórn Tónlistarfélags- ins hafði gert sér vonir uni enn meira fjölmenni. Listafólkinu var vel fagnað og var það róm- ur manna, að vel hefði til tek- ist með þessa fyrstu skemmtun. Að söngskemmtun lokinni var stiginn dans, og skemmti fólk sér hið bezta, þótt fátt væri. Það er stórt fyrirtæki fyrir ungt og fjárlítið félag að fá lista fólk og danshljómsveitir um langan veg til skemmtunar og yndis, og því mikil vonbrigði fyrir forustumenn félagsins, ef aðsókn er dræm. Tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs er félagsskap- ur, er nær yfir allt Héraðið, eins og nafnið bendir til, og skráðir félagar úr öllum hreppum Hér- aðs. Því finnst sumum það held ur lítill félagsandi, er „réttar- ball“ er sett til höfuðs skemmt- un þess og marg auglýst í fjöl- miðlum. Vissulega er hverjum heimilt að halda uppi nokkurri samkeppni, en að þessu sinni hefði hún verið óþörf. Birgir Þorvaldsson (t. v.) og hr. Vollemy (t. h.) ræða við einn af gestum sínum. IViik.il framleiðsluaukn- ing hjá Runtal-ofnum Tónskóli tekur til starfa um áramót, og hefur Karl Jóna- tansson verið ráðinn forstóðu- maður skólans. Karl hefur rekið einkaskóla í Hróarskeldu í Dan mörku í nokkur ár, en er vænt- anlegur austur á Hérað fyrir áramót. Það er von manna, að vel tak ist með væntanlega tónskóia, því að kennsla í þessum fræð- um hér á Egilsstöðum og ná- grenni hefur verið afar lítil. Formaður Tónlistarfélagsins cr Magnús Einarsson, en einn af hvatamönnum til stofnunar þess var frú Hjördís Pétursdóttir, sem er flestum landsmönrum kunn fyrir fjölda fallegva laga sinna. Tekur sæti á Alþingi SI. miðvikudag tók Gísli Jóns son, menntaskólakennari á Ak- ureyri, sæti á Alþingi sem fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi cystra. Tók hann sæti Jónasar Rafnar, sem mun sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Héraðsskólinn á Núpi settur Héraðsskólinn á Núpi í Dýra firði tók til starfa 3. október sl. Sunnudaginn 18. október var hann svo formlega settur, og um leið tekin í notkun ný borð- stofa og eldhús, ásamt íbúðum starfsfólks, sem er þó ekki að fullu frágengið. Nemendur í skólanum eru 155 í sjö bekkjardeildum, og eru starfandi við skólann fjórir bekkir gagnfræðastigs, og þriðja bekk er skipt í miðskóladeild og landsprófsdeild. Ætlunin var að hefja kennslu í framhalds- deild gagnfræðadeildar, þ. e. a. s. 5. bekk, en því varð ekki við komið á þessu hausti. Leikur fullur hugur á að koma henni á fót næsta haust. Fastráðnir kennarar eru sjö auk skólastjóra, Arngríms Jóns- sonar, og stundakennarar eru 3. Einn kennari hætti við skólann að loknu síðasta starfsári, Þór Hagalín, sem orðinn er sveitar- stjóri á Eyrarbakka. Tveir nýir kennarar voru ráðnir í haust, Kristján Hálfdánarson og Ing- ólfur Björnsson, sem báðir eru frá Flateyri við Önundarfjörð. Kennaralið er fullnægjandi Annað starfsfólk við skólann telur 14 manns. Þess má geta, að eðlisfræði- kennsla eftir nýja skipulaginu er hafin í fyrsta bekk. Frá Djúpavogi: VONAST EFTIR SÍLDIIMIMI Einn af framkvæmdastjórum Runtal Holding Company Ltd. í Neuchatel í Sviss, Albert Volle my, heimsótti Island fyrir skömmu á yfirreið sinni um ým is Evrópulönd, þar sem Runtal- ofnar eru framleiddir. Vollemy ræddi hér við Birgi Þorvaldsson, sem er forstjóri Runtal-ofna hf. og einnig við íslenzka verkfræð inga og arkitekta. Runtal hefur veitt fyrirtækj- um í nær öllum Evrópulöndum leyfi til að nota framleiðsluað- ferðir sínar, og einnig í Japan. Þessi fyrirtæki eru algjörlega sjálfstæð, en Runtal í Sviss leið- beinir þeim á sviði viðskipta og veitir þeim tæknilega aðstoð. — Runtal Holding Company Ltd. á fimm fyrirtæki í Sviss og þrjú í Frakklandi, Italíu og Þýzka- landi. Vollemy sagði á fundi með blaðamönnum í Reykjavík, að hið íslenzka framleiðslufyrir- tæki, Runtal-ofnar hf., væri eðlilega minnsta fyrirtækið, sem fengið hefði framleiðsluleyfi á Runtal-ofnum. Hins vegar hefði því vegnað bezt allra fyrirtækj- anna á sl. tveimur árum, þar eð framleiðsluaukningin hafi verið hlutfallslega mest hjá því. Vollemy kvaðst hafa heimsótt verksmiðju Runtal-ofna hf., og sér væri ánægja að votta, að eftir að hafa heimsótt verksmiðj ur, bæði stórar og smáar, sl. 21 ár, hefði hann hvergi séð skipu- legar og betur unnið saman en í verksmiðju Runtal-ofna hf. — Sláturtíðinni er að ljúka, sagði frú Unnur Jónsdóttir, fréttaritari blaðsins á Djúpa- vogi, í símtali við blaðið í fyrra- dag. — Ekki mun verða slátrað jafn mörgu fé og í fyrra. Ágæt atvinna hefur verið í frystihúsinu í sumar, handfæra- bátar veiddu prýðilega, og var mikið saltað af fiskinum. All margar trillur reru vt héðan í sumar, en eru nú svo til alveg hættar. Sunnutindur er á trolli, en Ljósfari á síld í Norðursjó. Við erum farin að vonast eftir síld- inni hingað núna, eitthvað mun vera af henni á Breiðamerkur- djúpinu. Svo er að koma hingað nýr bátur, Skálavík SU-500, 50 tonna stálbátur, smíðaður í Vél- smiðju Seyðisfjarðar. Hann verð ur afhentur í næstu viku og fer þá á línu. Litlar byggingaframkvæmdir eru hér á staðnum, þó eru tvö íbúðarhús í smíðum. Haustið hefur verið hlýtt og gott að öðru leyti en því, að ó- venju mikið hefur rignt. Engan snjó höfum við séð ennþá, og því eru allir vegir færir enn sem komið er. IMæsta blað kemur út þriðjudaginn 27. okt.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.