Morgunblaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2009 Fréttir 11 Eftir Helga Vífil Júlíusson helgivifill@mbl.is TVÖ þúsund fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að hýsa tölvugögn hjá ís- lenska fyrirtækinu DataCell, að sögn Ólafs Sigurvinssonar, stofn- anda fyrirtækisins. Fyrirtækið vinnur að því að setja á stofn gagnaver á Íslandi. Fyrir er það með starfsemi í Sviss. Erlendir hluthafar munu koma að fyrirtæk- inu en ekki er komin endanleg mynd á hópinn, að sögn Ólafs. Unnið hefur verið að stofnun DataCell í um ár. Honum þykir mikilvægt að afla fyrirtækinu við- skiptavina áður en reist eru stór gagnaver og segir að samningar séu hafnir við húseigendur í Reykjavík „Það er mikil eftirspurn eftir vistvænum gagnaverum,“ segir hann í og nefnir að ódýrt rafmagn hjálpi til við að afla viðskipta. DataCell hyggst einnig hefja starfsemi í Bretlandi, Finnlandi og Bandaríkjunum. „Mikil sér- fræðiþekking er í félaginu og eru aðstandendur þess frá áðurnefnd- um löndum. Þeir hafa starfað í hýs- ingargeiranum í langan tíma og staðið að stofnum gagnavera og netþjónustufyrirtækja, auk síma- félaga, um allan heim, frá Reykja- vík til Singapúr,“ segir Ólafs. Erlend fyrirtæki sýna nýju íslensku gagnaveri áhuga Gagnaver Ólafur Sigurvinsson, stofnandi DataCell. Áhættusækni fjárfesta jókst umtalsvert í síð- ustu viku. Vísital- an sem svissneski bankinn UBS reiknar, en hún metur áhættulyst fjárfesta á hluta- bréfum á heims- vísu, hækkaði um helming á einni viku. Þetta kemur fram í vefritinu Hagsjá Landsbankans. Vísitalan hækkaði í 1,07 úr 0,7. Tölugildið á vísitölunni segir til um hversu mörg staðalfrávik áhættulyst fjárfesta er frá meðaltalinu. Sam- kvæmt skilgreiningu bankans er tölugildi yfir 1,3 talið vera „öfga- kennt“, og þegar það hefur farið yfir téð mörk hefur ávöxtun á hlutabréf að jafnaði verið neikvæð til næstu þriggja til sex mánaða á eftir, segir í Hagsjá Landsbankans. helgivifill@mbl.is Áhættusækni fjárfesta eykst Áhætta Fjárfestar eru brattari. ALDREI hefur verið landað jafn- miklu af norsk-íslenskri síld í júlí og nú, en aflinn nam alls tæpum 63.000 tonnum. Allur aflinn veiddist innan íslenskrar lögsögu og er það eins- dæmi á þessum árstíma, að því er segir á vef Fiskistofu, sem heldur ut- an um tölfræði veiða við Íslands- strendur. Þá var í mánuðinum landað tæp- lega 59.000 tonnum af makríl, en hann var sömuleiðis veiddur innan lögsögunnar. Á vefsíðu LÍÚ segir að veiðar á norsk-íslensku síldinni innan ís- lensku lögsögunnar hafi aukist jafnt og þétt frá árinu 2004 og er þar at- hygli vakin á því að aukin gengd síldarinnar á Íslandsmið helst í hendur við stóraukna gengd makríls inn í íslenska lögsögu. Makríl má nú aðeins veiða sem meðafla með norsk-íslensku síldinni. bjarni@mbl.is Síldin öll veidd innan íslensku lögsögunnar LÖGMENN svissneska bankans UBS og bandarísku ríkisstjórn- arinnar segjast hafa komist að sam- komulag í langri og hatrammri deilu um hvort bankinn þurfi að gefa upp nöfn á bandarískum viðskiptavinum. Engar upplýsingar fást um samn- inginn. Þetta kemur fram í frétt Fin- ancial Times. Þetta mál gæti haft mikil áhrif á framtíð bankaleyndar í Sviss, en bankamenn óttast að ef bankaleynd- in helst ekki jafn mikil þar í landi og verið hefur muni erlendir við- skiptavinir í Sviss leita annað. Hvorki UBS né bandaríska rík- isstjórnin vildi gefa neinar upplýs- ingar um samninginn en talið er lík- legt að það verði gert þegar skrifað hefur verið formlega undir. Fulltrúi bandarísku ríkisstjórn- arinnar fagnaði því að hafa komist að samkomulagi sem ver hagsmuni Bandaríkjanna. helgivifill@mbl.is Bandaríkin sættast við UBS Reuters Dómar Samkomulagið gæti dregið dilk á eftir sér. Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board ÍSLAND Á EIGIN VEGUM SUMARIÐ 2009 Kynntu þér möguleikana á www.re.is Vesturvör 34 200 Kópavogur 580 5400 main@re.is www.re.is Hjalteyrargötu 10 600 Akureyri 550 0700 sba@sba.is www.sba.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.