Norðurland - 19.02.1986, Blaðsíða 1

Norðurland - 19.02.1986, Blaðsíða 1
19. febrúar 1986 Miðvikudagur 1. tölublað 11. árgangur NORÐURIAND Eiðsvallagötu 18 Pósthólf 492 602 Akureyri Sími 2-18-75 Jói á Dalvík Frá því um miðjan janúar hefur Leikfélag Dalvíkur æft leikritið Jóa eftir Kjartan Ragnarsson. Það er fyrsta áhugaleikhúsið sem tekur fyrir þetta viðamikla verk. Leikstjóri er Margrét Óskars- dóttir en leikendur eru Árni Björnsson, Helga Matthías- dóttir, Albert Ágústsson, Óskar Óskarsson, Sigurbjöm Hjörleifsson, Sigmar Sævalds- son og Fjóla Magnúsdóttir. Alls taka um tuttugu manns þátt í sýningunni. Ráðgert er að frumsýna í Ungó föstu- daginn 7. mars. Seinna verður nánar getið um sýninguna í Norðurlandi. Sérstæð kosning / Bæjarpósturinn á Dalvík segir frá því í jólablaði sínu að „gæðadrottning“ hafi verið kjörin í frystihúsinu á staðnum. Þennan titil hlaut Sigríður Hermannsdóttir. Til mikils er að vinna fyrir starfs- stúlkur frystihússins, því eftirsótt verðlaun eru í boði: frystihússtjórakoss og blóma- karfa. Til hamingju Sigga! Áskorun til kvenna og stjórnmála- samtaka Fundur haldinn í Alþýðu- húsinu á Akureyri, 6. febr- úar 1986, að frumkvæði Sam- starfshóps ’85, skorar á íslenskar konur að taka virkan þátt í stjórnmálum strax! - Það verður helst gert með því að taka þátt í starfi stjórnmálasamtaka. - Með því að hvetja konur til að gefa kost á sér til stjórn- málastarfa og styðja þær dyggilega. - Með því að gefa kost á sér til framboðslista og sýna þannig að konur eru reiðu- búnar að axla stjórnmála- lega ábyrgð. Enn fremur skorar fundur- inn á stjórnmálasamtök að gefa konum tækifæri til jafns við karla í komandi kosn- ingum og láta ekki starfs- reglur s.s. um prófkjör standa í vegi fyrir þáttöku kvenna í íslenskum stjórn- málum. Félagar! Fólk er vinsamlega beðið að greiða félagsgjöldin á skrifstofunni Lárusarhúsi eða hringja í síma 26350 og verða þau þá sótt. - Skólamál - Ríkið í stórskuld Ríkið skuldar Akureyrarbæ 30-40 milljónir vegna grunnskóla Eins og fram kemur á öðrum stað í Norðurlandi eru skólamál Akur- eyrarbæjar í miklum ólestri. Ríkið hefur ekki staðið við lög- bundin fjárframlög og hefur þurft að draga út með töngum það litla fé sem fengist hefur til skóla- mála á Akureyri. Sigrún Sveinbjörnsdóttir sál- fræðingur er fulltrúi Alþýðu; bandalagsins í skólanefnd. í samtali við hana kom fram að skólanefnd hyggst nú knýja verulega á um að ná þessu fjár- magni. - Það er svo langt í frá að við getum sætt okkur við þetta, sagði Sigrún. Til dæmis hefur Akureyrarbær nær eingöngu þurft að kosta byggingu Síðu- skóla og mörg önnur verkefni eru mjög aðkallandi. Síðast liðið haust var samið við verktaka um vinnu við annan áfanga Síðu- skólans og skila honum fok- heldum í vor. Meiri fjárskuld- bindingar treysti bærinn sér ekki til að standa undir. Þetta þýðir að kennslurými mun ekki aukast í skólanum nema gripið verði til róttækra aðgerða. Skólanefnd hefur ákveðið að beita ríkið þrýstingi og hafa um það samráð við bæjarráð Akur- eyrar. Við ætlum meðal annurs að fara á fund fjármálaráðherra og menntamálaráðherra. Okkar markmið er að 7. bekkur geti verið í Síðuskóla næsta haust, ekki síst vegna þess að þar eru börn sem á undanförnum árum hafa þurft að þvælast milli skóla og sum hver þurft að líða fyrir það. ! .M:. Annar áfangi Síðuskóla sem verður fokheldur í vor. Sigrún Sveinbjörnsdóttir á innfelldu myndinni. ■ Kosningafréttir Húsavík Kristján Ásgeirsson, Húsavík. Um síðustu helgi fór fram forval hjá Alþýðubandalaginu og óháðum á Húsavík. 114 tóku þátt. Kristján Ásgeirsson fékk 50 atkvæði í fyrsta sæti, en Valgerður Gunnarsdóttir skrif- stofumaður fékk 49 atkvæði í fyrsta og annað sæti. Þeir sem næstir komu voru Örn Jóhanns- son, Hörður Arnórsson, Regína Sigurðardóttir, Arnar Björns- son, Sigríður Freysdóttir, Guð- munda Þórhallsdóttir og Einar Jónason. Dalvík Á Dalvík er allt í fullum gangi innan félagsins. Að sögn Jóhanns Antonssonar er verið að kanna ýmsa möguleika í framboðsmálum Alþýðubanda- lagsins og bjóst hann við að þau mál skýrðust, jafnvel í þessari viku. Hrísey Guðjón Björnsson sveitastjóri í Hrísey sagði að komandi kosn- ingar yrðu með hefðbundnu sniði hjá þeim. í Hrísey hefði jafnan verið óhlutbundin kosn- ing og svo yrði áfram. Raufarhöfn Angantýr Einarsson sagði að líkast til yrði ekki forval hjá allaböllum á Raufarhöfn. Þar yrði hafður sá gamli háttur á að stilla mönnum á lista og sem flestum ráðlagt að kjósa þá. Ólafsfjörður Eins og kunnugt er hefur Alþýðubandalagið á Ólafsfirði undanfarin 3 kjörtímabil boðið fram lista í samstarfi við Alþýðuflokkinn, Framsókn og óháða. Þessir aðilar hafa nú fjóra menn í bæjarstjórn, en Sjálfstæðismenn þrjá. Þegar Agnar Víglundsson í Ólafsfirði var inntur eftir fram- boðsmálum Alþýðubandalags- ins þar, sagði hann litla hreyf- ingu vera komna á þau mál. Þetta væri allt í athugun. Þó væri ljóst að Björn Þór Ólafs- son gæfi ekki kost á sér í fram- boð fyrir Alþýðubandalagið. Bréf skólanefndar Akureyrarbæjar til fjárveitinga- nefndar Samkvæmt áætlun um upp- gjör milli Akureyrarbæjar og Menntamálaráðuneytisins virðist Ríkissjóður skulda Bæjarsjóði um 30 milljónir króna vegna bygginga grunn- skóla undanfarin 15 ár. í fjárlögum ársins 1986, sem nú eru til meðferðar á Alþingi, er gert ráð fyrir að veita fjórar milljónir króna til smíði grunnskóla á Akureyri. Verði öðrum áfanga hins nýja Síðuskóla ekki lokið að fullu fyrir september 1986 er ekki unnt „að halda skóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 7 til 16 ára“ á Akureyri næsta skólaár, sbr. 1. grein laga um grunnskóla nr. 63/1974.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.