Magni - 30.05.1970, Blaðsíða 1

Magni - 30.05.1970, Blaðsíða 1
Sendum 3 B-LISTA menn í bœjarstjórn Daníel Ágústíunsson Björn H. Björnsson Ólafur Guðbrandsson Guðmundur Hermannsson Skarphéðinn Árnason 3. sœtið Öllum kosningaspámönn- um á Akranesi mun koma saman um það, að 3. sætið á lista Framsóknarflokksins sé aðal baráttusæti kosning- anna. Fyrir því muni falla fulltrúi frá Sjálfstæðisflokkn um eða Alþýðuflokknum, eft ir þvi sem skiptingin verður milli meirihlutaflokka bæj- arstjórnarinnar. Hugsanlegt er að atkvæðatölur standi mjög glöggt milli þessara þriggja frambjóðenda. Þetta er kjarni kosningabaráttunn- ar. Ólafur Guðbrandsson, vél- virki skipar 3. sætið á B-list- anum — lista Framsóknarfl., sem kunnugt er. Hann er eini frambjóðandinn úr verkalýðs stétt, sem möguleika hefur til þess að ná kjöri við þess- ar bæjarstjórnarkosningar á Akranesi. Ólafur er vaxinn upp við kjör íslenzkrar al- þýðu. Hefur alla æfina unnið hörðum höndum til lands og sjávar. Verið sjómaður, verkamaður og nú iðnaðar- maður. Allar þessar vinnu- stéttir eiga hauk í horni, þar sem Ólafur er. Um það mun enginn ágreiningur, að lífs- reynsla, góð greind, góðvild og skapfesta, gera Ólaf Guð- brandsson að eftirsóknarverð um bæjarfulltrúa, sem sam- Ásgeir R. Guðmundsson Sigurdór Jóhannsson Ragnheiður Guðbjartsdóttir Utvarpsumrœður um bœjarmdl Fimmtudagskvöldið 28. maí var útvarpað frá Gagnfræða- einar betur en flestir aðrir, lífsrenyslu og áhugamál hinna vinnandi stétta. Það er mjög líklegt og raunar vitað nú þegar, að ýmsir kjósendur, sem ekki telja sig Framsóknarmenn, munu vilja með atkvæði sínu tryggja kosningu Ólafs Guð- brandssonar í bæjarstjórn. Þeir vilja nota atkvæði sitt þannig, að úrslitum valdi. skólanum umræðum um bæjar- mál Akraness. Af hálfu B-list- ans töluðu fjórir efstu menn listans: Daníel Ágústínusson, Björn H. Björnsson, Ólafur Guð brandsson og Guðmundur Her- mannsson. Þeir ræddu helztu þætti bæjarmálanna, auk þess atvinnumál og skólamál al- mennt. Alveg sérstaklega deildi D.Á. á hina miklu skuldasöfnun bæjarsjóðs síðasta áratug. Jósef Þorgeirsson varð fyrir svörum, en tókst ákaflega ó- hönduglega. Reyndi hann að bjarga sér á því að rugla sam- an skuldum bæjarsjóðs, bæjar- útgerðar og hafnarsjóðs og bæta þar gengisfellingu við. Bjargaði þetta ekki neinu, því Frd kjósendafundi B-LISTANS Guðmundur Hallgrlmsson aðeins skuldir bæjarsjóðs höfðu verið gagnrýndar og varð það ekki véfengt, að þær hafa 5 fald ast s.l. 10 ár. Guðmundur Vésteinsson talaði eins og Alþýðuflokkurinn bæri enga ábyrgð á stjórn bæjarins og hefði ekki gert. Kvartaði yf- ir því, að honum gengi illa að fá stórmerkilegar tillögur sínar samþykktar í bæjarstjóminni. Einkum væri Framsóknarflokk- urinn þeim andstæður. Hann tal aði langt mál um það, sem hann Framhald á bls. 2. Eins og sagt var frá I síð- asta blaði Magna hélt B-list- inn almennan kjósendafund í Framsóknarhúsinu á Akræ- nesi 21. maí s.I. Þar fluttu 9 efstu menn listans ávörp og ræður og fundarstjórinn — Guðmundur Björnsson kenn- ari mælti í lokin nokkur hvatningarorð. Húsið var troðfullt út úr dyrum og var talið að nokkuð á annað hundrað hafi sótt fundinn. Undirtektir fundarmanna voru með miklum ágætum. Enginn annar flokkur á Akranesi hefur haldið al- mennan kjósendafund fyrir þessar kosningar. Meðfylgj- andi mynd sýnir hluta fund- argesta. Daníel Ágústínus- son er í ræðustól. (Ljósm. G. Garðarsson.)

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.