Austri - 28.01.1964, Blaðsíða 1

Austri - 28.01.1964, Blaðsíða 1
Ctgefandi: K j ördæmissamband Framsóknarmanna í Austurlandskjördæmi. Aastri 9. árg. Neskaupstað, 28. janúar 1964. 2. tölublað. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Kristján Ingólfsson Vilhjálmur Hjálmarsson Fjármál og auglýsingar: Björn Steindórsson, Neskaupstað. NESPRENT H P „Náiíiröllið 1 gloiiir" „Það þýðir ekkert að hækka kalupið, þá hæklrar bara allt ann- að“ var viðkvæði ríkisstjórnar- innar í vinnudeilunum nú í vetur. Ríkisstjórnin beindi geiri sínum gegn verkalýðshreyfingunni, reiddi hótanavönd sinn á loft og bauð upp á nýja dýrtíðaröld, ef svo sky.ai fara að verkalýðs- lireyfingin fengi hnikað hag sín- um upp á við. Endanleg úrslit vinnudeilna þeirra, sem hér um ræðir urðu þau, að verkalýðurinn fékk kaup sitt hækkað um 15%. Jafnvel ríkisstjórnin hafði viður- kennt, að kostur verkamanna væri of rír, áður en þessi kaup- hækkun náðist. Samt mátti hann ekki skána. Að vísu voru höfð uppi einhver lítt skiljanleg orð í stjórnarherbúðunum um óbeina kauphækkun, en hver er sá, sem þekkir eðli núverandi ríkisstjórn- ar og verk hennar, er getur láð vezkamönnum, þótt þeir ekki beinlínis gleypi við þokukenndum tilboðum hennar? Staðreyndin er sú, að alþjóð veit, að verkamenn áttu meiri hlutdeiid í þjóðartekjunum, en iyrrverandi kauptaxti þeirra sagði til um, og enn hefur ekki náðst til að rétta það mál til hiýtar. Samt veifaði ríkisstjórnin hótununum framan í verkamenn og hefur að undanförnu setið við það öllum stundum að finna upp ráð til að klófesta þá kauphækk- un aftur, sem verkalýðnum tókst að ná eftir harða baráttu. Kaup- hækkun, sem sjálfir ráðherrarn- ir gátu ekki annað en viðurkennt að ætti rétt á sér, samanber gjálfur þeirra um „hina lægst- launuðu“ í vantraustsumræðum í nóvember. Og hjólið snýst Séu borin saman orð núverandi ríkisstjórnar og svo aftur verk hennar, verður með öllu augljóst. að þar eru annað orð en gerðir. Landsíöðurlegar ræður Bjarna Benediktssonar verða að hjáróma væli við hliðina á verkum hans. Stefna Bjarna og háseta hans, hvort sem þeir eru kratar eða íhaldsmenn, er ekki sú að leið- rétta hlut þeirra sem við kröpp- ust kjör eiga að búa, heldur að hlaða betur undir þá, sem ekk- ert skortir. Glöggt dæmi um þetta er nýj- asta afkvæmi þeirra: hækkun söluskattsins úr 3% upp í 5%. Það eru ósköp sakleysislegar tölur 3 og 5, en þær verða ekki eins sakleysislegar, þegar klær þeiira eru komnar ofan í buddu aimennings í iandinu. Aliir vita, að hér stefnir ríkis- stjórnin að því að minnka kaup- getu alþýðustéttanna og skerða hag þeirra. Söluskattar eru ó- réttlátustu skattar, sem til eru undir só.inni, því þeir níðast fyrst og fremst á þeim, sem flesta munna þurfa að fæða. Af- leiðing þeirra snertir lítt þá, sem nægar eiga eignir og fé, en hún ræðst á barnafjölskyldurnar, það fólk, sem í sveita síns andlitis þrælar sér út til að koma sér upp mannsæmandi heimilum og börnum sínum til manns. Hún er hin sanna afturhaldsstefna. Hækkun söluskattsins var ekki ein á ferð, þegar ríkisstjórnin síðast opinberaði sig fyrir alþjóð, þar fyigdi líka sú heimild henni sjálfri til handa að sniðganga ný samþykkt fjárlög eftir vild. Þannig heimilast henni að draga úr opinberum framkvæmdum, svo sem skólabyggingum, hafn- arbyggingum og fleiru eftir eig- in geðþótta. Þar er á ferðinni vísir að þokkalegu flokkseinræði. Og allt þetta á að gera til að bjarga útflutningsframleiðslunni og togaraútgerðinni. Það vita all- ir að frystihúsin og togaraút- gerðin eiga við mikla erfiðleika að stríða. Liggja og til þess marg víslegar orsakir, en ekki hvað sízt öfuguggastefna ríkisstjórn- arinnar — vaxtaokur hennar og milliliðafargan. Vanda mál þess- ara atvinnugreina þoldu ekki bið, en þær þola ekki heldur þá lausn, sem hér hefur verið á gerð. Hækkun söluskattsins hefur alla vega í för með sér aukna dýrtíð. En hvaða vit er í slíku ? Er ekki slíkt bein orsök nýrrar af- leiðingar, sem hlýtur að leiða til enn hærri kröfugerðar næst, en annars hefði orðið? Með slíkri speki er stjórnin ekki að stefna að hjöðnun dýrtíðar og verð- bólgu, heldur miklu fremur að kynda undir eldum þeirra. Slík skattaáþján h ýtur að blása belg- inn upp enn meira en orðið er og orðið herði. Slík vinnubrögð eru alls ekki í ætt við speki, heldur andlega formyrkvan. En hvenær hefur annars heyrzt um það rætt í þessu landi, að eðlilegt og sjálfsagt væri, að verkamenn fengju kauphækkun ? Hvenær hefur verið komið til aL* þýðusamtakanna og við þau sagt: Ja, nú standa málin þannig, að þið eigið að fá kauphækkun“? — Óhætt mun að segja aldrei. Og núverandi ríkisstjórn hefur þó bitið hausinn af öllum öðrum skömmum. Hún viðurkennir í orði rétt verkalýðsins til betri kjara, en stendur samt þversum í dyrunum og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir, að hann nái rétti sín- um. Og ekki nóg með það, held- ur neytir hún allrar sinnar hug- myndaauðgi til' að finna upp þau Það hefur þótt tíðindum sæta og þeim eigi alllitlum, að Brúar- jökull hljóm1 fram í haust, eftir að hafa verið að hörfa til baka á landakortinu allt frá 1890, en þá hljóp hann síðast. Um orsakir jökulhlaups þessa er víst flest enn á huldu, en að því unnið vendilega undir for- ystu Jöklarannsóknarfélags Is- lands, að gera hér á þær rann- sóknir, sem nauðsynlegar mega teljast. Á þess vegum fór þriggja manna austfirzkur leiðangur upp að Jökli hinn 2. jan. sl., þeirra erinda, að gera mælingar og at- huganir á jökulhlaupinu. I leið- angri þessum tóku þátt: Ingimar Þórðarsón frá Úlfsstöðum, Hall- dór Halldórsson frá Brú á Jökuldal, sem var leiðsögumaður fararinnar og Hrafn Sveinbjarn- arson, oddviti á Hallormsstað, sem blaðið hefur nú náð hér tali af og hyggst inna fregna af ferðalaginu. — Hver var ástæðan fyrir því, að þið völdust til þessarar ferð- ar? — Við fórum á vegum Jökla- rannsóknarfélagsins. Það lét gera samskonar tilraun í nóvember undir forystu Steinþórs Eiríks- ráð, er ræna megi hann þeim hags- bótum, sem fengizt hafa. Núverandi ríkisstjórn byggir fræðilega tilveru sína á tveggja alda gömlum afturhaldskennisetn- ingum. Þessi fræði hefur hún soðið upp og heldur að með þeim geti hún bætt öll mein íslenzks þjóðfélags. Og ef til vill er þetta að nokkru rétt hjá henni. Hún kynni að geta, ef hún hefði mátt til, breytt því sem hún álítur galla á þjóðfélaginu: Brotið nið- ur verkalýðshreyfinguna, flutt bændur á .mölina og fengið auð- stéttinni jarðveginn til umönnun- ar. Þetta og margt fleira kynni hún að geta gert í anda stefnu sinnar. En hvorki eitt né annað Framh. á 2. síðu. sonar á Egilsstöðum. Sá leiðang- ur varð að snúa aftur vegna slæmrar veðráttu og svo illa vildi til að Steinþór lá veikur, þegar við lögðum af stað. Forystu fyrir FrEfmh. á 2. siðu. Því heyrist fleygt að sívaxandi óánægju gæti innan Alþýðuflokksins með stjórnarstefnuna; að tveir aðalforystumenn flokksins í verkalýðsmál- um hafi hótað að segja sig úr flokknum, ef ekki linni samstarfinu hið fyrsta; að svo miklir umskiptingar séu krataráðherrarni)- orðnir, að jafnvel Bjarni Ben. sé að gefast upp á í- haldsseminni í þeim. Brúarjökull hleypur íram um 1 m á klst. Hrafn á Hallormsstaö segir frá Brúarjökulsleiðangri

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.