Austri


Austri - 12.11.1982, Blaðsíða 1

Austri - 12.11.1982, Blaðsíða 1
Vissir þú að: AUSTRI er útbreitt blað á Austurlandi? Kom fyrst út 1955, hefur komið út vikulega síðan 1973? Flytur fréttir og greinar um þjóðmál? Er vettvangur frétta af félagsstarfi og menningarmálum ? 27. árgangur Egilsstöðum, 12. nóvember 1982. 36. tölublað. Og vissir þú líka: Að auglýsing í lands- hlutablaði er árangurs- ríkari? Að smáauglýsingaverð AUSTRA kemur á óvart? Að áskrift að AUSTRA borgar sig? Að auglýsinga- og áskriftasímar AUSTRA eru 1685 og 1600? s/ Eskifjörður: Mesti síldarbær landsins Geysimikil útgerð er rekin á Eskifirði og hefur verið annasamt þar að undanförnu við vinnslu sjávarafla. Blað- ið hafði samband við Emil Thorarensen og innti hann eftir gangi mála í útgerðinni. SÍLDIN Á Eskifirði voru saltaðar 39.292 tunnur á þessu hausti á fjórum söltunarstöðvum. Söltunin skiptist þannig milli stöðva: Auðbjörg 18043 tunnur, Friðþjófur 9259 tunnur, Eljan 6205 tunnur og Sæ- berg 5785 tunnur. Heildarsöltunin á landinu var 200 þúsund tunnur svo að um 20% hefur verið salt- að á Eskifirði sem er mesti síldarbær landsins á þessari vertíð. 160 þúsund tunnur fara á Rússlandsmarkað en um 40 þúsund til Skandinavíu. TOGARARNIR Hólmanesið seldi í Brem- erhafen í síðustu viku fyrir 1.769.149 ísl. kr. sem er 12.36 á kg. meðalverð, en seld voru 143 tonn. Hólmatindur er nú á veiðum, en hann mun selja í Bretlandi 23. nóv. Siglingar togaranna eru vegna mikillar atvinnu í landi við síld o.fl. en að öll- um jafnaði sigla þeir ekki ef hægt er að taka á móti afl- anum í landi og sitja frysti- húsin fyrir hráefninu. ÖNNUR ÚTGERÐ Smæri'i bátar, Guðrún Þorkelsdóttir, Sæljónið og Sæberg eru á síld og hefur hún veiðst upp í landsteinum í Reyðarfirði og Fáskrúðs- firði. Síldveiðin hefur komið sér mjög vel fyrr Eskifjörð og tekur af mesta höggið vegna loðnuleysis og minnk- andi afla togara og báta. Jóni Kj artanssyni, sem vaf loðnuskip var breytt í Fær- eyjum s.l. vetur og stundar nú þorskveiðar og er aflinn saltaður um borð. Hefur verið landað 340 tonnum af fullverkuðum fiski úr Jóni Kjartanssyni frá miðju sumri Síld hefur ekki verið fryst á Eskifirði enn á þessu hausti, en venjan er að frysta eitthvað agn í beitu. ET/JK Unnið að viðgerð nótarinnar af Pétri Jónssyni RE í Eskifjarðarhöfn. Austramynd/Ásgeir Bátur á siglingu inn Eskifjörð. Austramynd/Ásgeir. Það veiðist fleira en síld við Austfirði þessa dagana. Verið er að landa vænum þorski úr vélbátnum Þorsteini frá Eskifirði. Austramynd/Ásgeir Ríhíð vfírtekur rekstur Vonor- lundt formlega Síðastliðinn laugardag var stutt athöfn í vistheimilinu Vonarlandi þar sem ríkinu var afhent dvalarheimilið formlega til rekstrar. Voru viðstaddir athöfnina Heil- brigðisráðherra Svavar Gestsson og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson frá heil- brigðisráðuneytinu, stjórn Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi, ásamt starf- fólki og vistmönnum Vonar- lands. Kristján Gissurarson á Eiðum afhenti heimilið fyrir hönd stjórnar styrktarfélags vangefinna. Rakti hann að- draganda að stofnun heimil- isins og sögu þess, og lét þess getið að nú væri sá tími senn liðinn að vangefið fólk væri geymt í einangrun á heimil- um sínum, sér og aðstand- endum sínum til mikilla erf- iðleika. Svavar Gestsson heilbrigð- isráðherra flutti ávarp, og afhenti erindisbréf fyrir stjórn Vonarlands, en hana skipa Berit Johnsen, Hall- ormsstað, Bergljót Þor- steinsdóttir og Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson Egilsstöð- um. Formaður stjórnar hef- ur ekki enn verið skipaður. I ávarpi heilbrigðisráð- herra kom fram að veruleg umskipti hafa orðið í mál- efnum þroskaheftra síðan lög um aðstoð við þá tóku gildi, og ver ríkissjóður miklu fé í þessu skyni. Hann þakkaði þeim sem að þessum málum hafa unn- ið hér á Austurlandi, og gat þess að starfið hér væri að mörgu leyti til fyrirmyndar, og nú væru t.d. Vestfirðing- ar að hefja starf sem sniðið væri eftir þeirri fyrirmynd sem hér er að finna í mál- efnum þroskaheftra. Þegar þessi athöfn hafði farið fram, var gestum boðið til kaffidrykkju í borðstofu Vonarlands. J. K. Vonarland.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.