Alþýðublaðið - 18.08.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.08.1930, Blaðsíða 2
ff ALÞ YÐU.BLAÐIÐ Klofningstilrannln. Hvað segfa verklýðsfélögin ? Morgunblaðið var töluvert hróðugt um daginn yfir „Verk- lýðsblaði.nu“, sem hinir svo- nefndu Spartverjar („Jafnaðar- mannafélagið Sparta") gefa út. Það furðar engan á þessari á- nægju Mgbl., þvi aðál-in.nihald „Verklýðsbl." hefir verið árás- ir á starfsemi Alþýðuflokksins og ýmist dylgjur eða beinar á- sakanir til einstakra manna, er framarlega standa í .verklýðssam- tökunum, um að - þeir væru svik- arar við verkalýðinn. Hafa tveir verið nefndir með • nafni, Jón Baldvinsson og ólafur Friðriks- son, þó skilja megi að við fleiri er átt. Það er því eðlilegt, að auðvaldið og íhaldið sé kátt, og ekki sízt þegar litið er á, að „Verklýðsblaðið“ berst fyrir því að stofnað verði rujtt verklýds- samband, með öðrum orðum berst fyrir félagsbimdinni klofn- ingu aipýdusamfakanna. Væri hægt að hugsa sér meira happ fyrir íslenzka auðvaldið en ef verklýðssamtökin klofnuðu nú eftir 14 ára samfyikingu í Al- þýðusambandi íslands? Væri annað happ meira fyrir íhaldið, en ef það, nú þegar það liggur flatt á allri sinni svivirðílegu framkomu, fengi tækifæri til þess að reisa sig á ný af því alþýÖu- samtökin væru klofin? En íhaldið hefir áreiðanlega glaðst of snemma. Verkalýður Is- lands er þroskaðri en svo, að hann. láti óvitaskap nokkurra manna vinna alþýðunni það feikna-tjón, sem hlyti að leiða af klofnum verklýðssamtökum. 1 „Verklýðsblaðinu" í dag er fremst á blaði grein, sem heitir „Ályktun íslenzku verklýðsfélag- anna um stofnun verklýðssam- bands.“ Er það ávarp, sem sagt er að Verklýðssamband Norður- lands, Verklýðssamband Vestur- lands og fulltrúaráð verklýðsfé- laganna í Vestmannaeyjum hafi sent stjórn Alþýðusambandsins, og er þar meðal annars gerð sú krafa, að stofnað verði verklýðs- samband með öllum verklýðsfé- lögum á landinu, er sé óháð Al- þýðusambandinu. Það er nú dálítið hjákátleg krafa að gera til stjórnar Al- þýðusambandsins, að hún gangist fyrir því að sprengja Alþýðu- sambandið. 1 öðru lagi yrðu það sennilega að vera verklýðsfélög- in sjálf, en ekki Alþýðusamband- ið, sem tækju ákvörðunina um að ganga í nýtt verklýðssamband. Viðtal við Jón Baldvinsson, forseta Alpýðusambandsins. Blaðið átti í morgun viðtal við forseta Alþýðusambandsins. Hann var ekki búinn að sjá „Verklýðs- blaðið“, en sagði, að engin álykt- im né áskorun hefði borist stjórn Alþýðusambandsins frá verklýðs- samböndum Norðurlands og Vesturlands né fulltrúaráði Vest- mannaeyja um stofnun verklýðs- sambands. Viðtal við Erling Friðjónsson alþingismann, Blaðið átti tal í morgun við Er- ling Friðjónsson á Akureyri, sem ásamt Einari Olgeirssyni og Jóni Guðmann eru í stjórn Verklýðs- sambands Norðurlands. Kom Er- lingi þetta heldur ókunnuglega fyrir, því málið hefði alls eigi verið rætt í stjóm Verklýðssam- bands Norðurlands og því síður samþykt þar. Viðtal við ísleif Hognason, Vestmannaeyjum. Blaðið átti einnig tal í morgun við ísleif Högnason í Vestmanna- eyjum. Skýrði hann frá, að í fulltrúaráði verklýðsfélaganna í Vestmannaeyjum ættu auk hans sjálfs sæti Haukur Björnsson, Reykjavík, og Jón Rafnsson. Hefði ályktunin og áskorunin á stjóm Alþýðusambandsins verið samþykt á fundi, sem Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Vestmanna- eyjum hefði haldið í Reykjavik, og þeir þrír, er nefndir voru, verið á fundi þar. Mun þetta hafa verið í júnímánuði, því síð- an munu þeir fsleifur og Jón Rafnsson ekki hafa verið í Reykjavík. Viðtal við Hauk Björnsson, Reykjavik. Blaðið náði í morgun tali af Hauk Bjömssyni, og gaf hann þá skýringu, að ályktunin hefði verið samþykt af „Fulltrúaráði verklýðsfélaganna í Vestmanna- eyjum“ á fundi, sem haldinn hafi verið í Eyjum. Sé þessi skýring rétt, heíir þetta víst verið snemma í júnímánuði, því um það bil mun Jón Rafnsson hafa farið úr Eyjum. Eitthvert misminni mun vera í sambandi við þetta, og varla hefir fundurinn verið hald- inn á tvebn stöðum, í Reykjavík og Eyjum. Viðtal við Fibn Jónsson af ísa- firði. Blaðið átti í morgun tal við Finn Jónsson af Isafirði, en hann er nú staddur á Siglufirði. Var honum ekki kunnugt um þessa áskorun verklýðssambandanna,. enda gat hann þess, að hann væri ekki í stjórn Verklýðssam- bands Vesturlands. Vér spurðum hann, hvað hann segði um stofn- un sérstaks verklýðssambands og svaraði hann því, að hann hefði nú ekki fram að þessu verið með þvi. Ályktunin kemur fram. Rétt fyrir hádegi barst forseta Alþýðusambandsins í hendur á- byrgðarbréf frá Verklýðssam- bandi Vesturlands, og var í því ályktun samhljóða þeirri, sem birt er í „Verklýðsblaðinu”. Var hún undirrituð af Ingólfi Jóns- syni og Halldóri Ólafssyni. Það virðist svo sem „Verklýðs- blaðið“ hafi verið nokkuð fljótt á sér að flytja fréttina, þar sem það flytur hana áður en hún kemur fyrir stjórn Verklýðfssam- bands Norðurlands. f „ályktuninni“ er sagt ásak- andi um stjóm Alþýðusambands- ins: „Verklýðsfélögumun hefir ekki verið gert aðvart til þess að þau gætu tekið afstöðu til þessa mikla úrlausnarefnis islenzkrar alþýðu.“ En hefir verklýðsfélög- unum vestan lands verið gefið tækifæri til þess að athuga það áður en stjórn verklýðs- sambandsins tók ákvörðun í málinu? Sennilega hefir það ekki verið gert. Fullkomið á f engisbann áísafirðL Alþýðan grípur til sinna ráða. Einkaskeyti í dag til Alþýðu- blaðsins. Verklýðsfélagið „Baldur“ á fsa- firði tilkynnir afgreiðsluhann á öll skip, er flytja áfengi til fsa- fjarðar eÖa á hafnir við ísafjarð- ardjúp. Verði eitthvert skip upp- víst að því að flytja áfengi, verð- ur bannið jafnframt lagt á önnur skip þess félags, enda þótt þau flytji ekki áfengi. Um 700 kjós- endur standa að baki „Baldri“. Alt verður gert til að framfylgja banninu. „Skutull.“ Austan úr sveitum. Eftir Sigurð Einarsson. X. Og hér skal nú láta staðar munið. Margt er það enn, sem segja mætti, gamalt og nýtt, af því, sem fyrir augu og eym hefir borið, en einhvers staðar verður að hætta. Að eins þetta vil ég taka fram að endingu: Líklega hefir aldrei öðru eins flóði lofs- yrða og sjálfsánægju rignt yfir okkur eins og nú á hinum síð- ustu tímum, einkuim í sambandi við alþingishátíÖíina. Það er ó- þarfi að fara að rifja það upp nú, enda flest svo væmið, að illa er hafandi eftir. En jafnvel maður, sem þögull verður að standa í öllum þeim fagnaðarjarmi um ágæti íslenzkr- ar menningar, fomrar og nýrrar, getur við dálitla athugun fundið ýmislegt það í íslenzku þjóðlífi, sem valda má honum mikillar og innilegrar gleði. Og bezt er að segja það þegar í stað, að það, sem gleðinni veldur, heyrir æsk- unni og framtíðinni til, og það, sem harmi veldur og kinnroða og húgarbeizkju, heyrir fortíðinni til. Gleðin á rætur sínar í orsökum, — (Nl.) sem ekki heyrast nefndar þeg- ar stórmenni íslenzkrar þjóðar koma saman á „þessum langhelg- asta stað hennar", í nýjum hrær- ingum, sem bærast í brjóstum þeirra, sem ekki eiga upp á pall- borðið við slik hátíðahöld, og skilyrðum þeim, sem þær hreyf- ingar virðast hafa til þess að geta orðið nýtt ljós á vegum þjóðarinnar. Ég þykist sjá þær viða og égf þykist sjá, að þau skilyrði eru óendanleg. Þess vegna hefi ég rispað upp þessar hugleiðingar. Á þann hátt vil ég láta í ljós hátíðarfögnuð minn. Ég þykist vita, að þeir séu til, sem ekki geta gremjulaust lesið þessa pistla. Slík skapbrigði eru óholl. Én þó þætti mér vel, að gremjan beindist að mér um stund, heldur en þeim mönnum,, sem hér er lýst af vinarhug. Ung- um gróðri er hætt, — og þeirra stund kemur síðar. Og ekki myndi ég kvarta, þó svo andaði köldu að mér, sem ég óska þeim góðs. 1.—2. ágúst 1930. Krossanes. Nokkur deila hefir enn risið upp í Krossanesi milli Verklýðs- félags Glerárþorps og Holdös framkvæmdarstjóra. Hafði Holdö ekki greitt 5 verkamönnum það kaup, sem verklýðsfélagið krafð- ist og Holdö hafði áður samþykt að greiða. Eftir nokkurt þref samþykti Holdö að greiða fjór- um þeirra fult kaup, en þeim. fimta, sem er eitthvað bagaður, neitaði hann að greiða fult kaup, nema „ef verklýðjsfélagið áliti að hann œtti sama kaup og hinir verkamennirnir“. Grasspretta i hefir verið góð í sumaír í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, sérstaklega á. útengjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.