Nýr Stormur


Nýr Stormur - 16.12.1966, Blaðsíða 1

Nýr Stormur - 16.12.1966, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1966 Lesið ÚDEiG á bls. 4. 2. árgangur Reykjavík 49. tbl. Opið bréf til írafellsmöra í tilefni af skrifum hans í „Velvakanda” Eins og kunnugt er hafa flest dagblaðanna opna dálka, þar sem bréf og athugasemdir lesenda þeirra eru birt. Kennir þar ýmissa grasa og eru höfundar flestir ókunnir al- mennum lesendum, en komið getur fyrir að menn ráði í hverjir eru höfundar bréfanna. Elnna aðsópsmestur þessara dálka er „Velvakandi" Morgunblaðsins, svo sem vera ber um stærsta og víðlesnasta dagblað landsins. Verður nú birt bréfkorn frá ábyrgðarmanni þessa blaðs, sem komist hefir að raun um, að ofangreind persóna sé einn af höfund um „Velvakanda“. Kæri Móri! Þú afsakar að cg ávarpa þig svo kunnuglega og vinalega, en ástæðan er sú að ég hefi hugsað svo oft til þín upp á síðkastið, að mér finnst við vera orðnir nokkuð kunnugir. Auðvitað kannast hvert mannsbam hér á landi við þig, svo þekkt persóna sem þú varst á þinni tíð. Þú ert einn af þeim, er hófst þig þann- ig yfir gröf og dauða, að þín verður, óneitanlega minnst um ókomna tíð og um þig hafa ver- ið ritaðar sagnir, sem óafmáan- legar em í sögu þjóðarinnar, sem eins hins merkasta draugs, sem þjóðin hefir átt. Þótt margir draugar okkar, bæði dauðir og lifandi, séu og hafi verið skemmtilegir, þá varzt þú þó einn þeirra fremsti, haldinn slíkri tryggð og mann- leguin tilfinninguin til ættar þinnar, að undmm sætti. Glettni þín og tiltektir vom óvenjulega skemmtilegar og með þeim hætti að til þín er ahnennt hugs- að af hlýleik af alþýðu manna. Það sýnir og mikilleik þinn, að ætt þín rær nú þjóðarskút- unni með ])ig um borð, þrátt fyrir hina frægu sjóveiki þína og nýtur nú heill þeirrar er á- vallt fylgdi þér. - Þótt ég Iiafi þennan fonnála á þessu bréfkorni til þín, þá er það ekki vegna þess að mér detti í hug að þú gangist upp við skjall, það liggur ekki til þín og þinna. Ég hefði að sjálfsögðu lieldur kosið að ræða við þig persónu- lega, en það verður að bíða, þar til ég lýk för minni hér, en ég efast ekki um að þú dveljist ýmist bæði fyrir ofan og neðari, svo að við hljótum einhvern tíma að hittast. Þú skilur að ég gat ekki póst- lagt bréf til þín, þar sem mér er ókunnugt um heimilisfang þitt, en ég hafði ekki uppburði í mér til að spyrja ættmenn þína um það, og „Velvakandi“ hefir til- kynnt að hann gefi ekki upp heimilisföng bréfritara sinna. Mér ber að sjálfsögðu skylda til að uplýsa þig hvernig á því stóð, að ég komst að því, að þú stóðst í bréfaskriftum við „Vel- vakanda". Það hefir aldrei verið um það talað í sambandi við þig, að þú hafir verið ritfær, eða haft gaman af bréfaskriftum. Það hefði þó átt að liggja í aug- um uppi, þegar hugað er að ætt þinni. Þetta lá þó ljóst fvrir Framh. á bls. 2. Því miður liefur þarna farið verr, en til stóð. Æskulýður þétt býlisins hefir þust á þessar skemmtanir, enda ekki verið sparaðar auglýsingar til að vekja athygli á skemmtunum, sem ýmsir aðilav óviðkomandi sveita fólkinu halda á þessum stöðum. Fullir bílar drukkinna ungl- inga þeysa á þessa skemmtistaði — unglinga, sem ekki fá inni á skemmtistöðum borgarinnar, sökum aldurs og óláta. Á þessum skemmtunum keyr- ir allt úr hófi, sem hugsast getur á slíkum stað og er kyrrð sveitar- innar rofin á hinn óhugnanleg- asta hátt, af drukknum aðkomu- lýð. Þetta gefur hinsvegar peninga í sjóði félagsheimilanna, pen- inga, sem vafalaust er full þörf á. Þótt vasar unglingarma séu þannig tæmdir á óhugnanlegan hátt fyrir tilverknað þessara stofnana, þá er ekki að leyna því að sögur berast um aðra starfsemi sem ekki var ætlunin að yrði viðhöfð á þessum stöð- um, er hugmyndin um félags- heimili var borin fram og hrund- ið í framkvæmd. FélagsAeimiIin eru gjarnan staðsett þar sem byggðin er þétt ust og verða þá kaupstaðir og kauptún gjarnan fyrir valinu. Svo sem eðlilegt er, myndast allskonar félagssamtök í þétt- býlinu og er einna algengust hinir ýmsu klúbbar, svo. sem Rotary - Zonta - Lions og hvað þeir heita nú allir. Tilgangur- inn með klúbbujn þessum er ekki slæmur og \íða vínna þeir gott starf, auk þess sem þeir auka félagslíf f’ólksins, góðu heííii. Hinsvegar er ekki því að leyna, að á þessum klúbbum er nokkur heldri manna bragur og velst þá gjaman til þátttöku Framh. á bls. 3. SPRINGUR RIKISSTJORN- IN Á LIMMINU? Nú standa yfir umræður á Alþingi um verSstöffvunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Blöðin birta útdrætti úr þessum umræðum og virðist vera heldur lítið á þessum umræðum að græða. Þó hefir forsætisráðherra gefið mikilsverða yfirlýsingu, þar sem hann kveðst munu verða á móti gengisfellingu á sama hátt og þær hafa verið gerðar áður. Yfirlýsing ráðherrans er á þessa leið: „Eg vil einnig gefa þá yfirlýsingu, að gengið verður ekki fellt:“ En svo heldur ráðhelrrann áfram: Að vísu getur komið fyrir að gengið verði fellt, en ég segi, að ég mun aldrei verða framar með gengisfellingu nema þeir menn, sem vilja hana, vegna þess að þeir græða á henni, fái að borga fyllilega fyrir það.“ Þessi yfirlýsing er vel þess virði að henni sé gaumur gef- inn. Hún jafngildir sh'íðsvfirlýs- ingu á hendur þeiin, er skófluðu saman morð fjár á síðust gengis- fellingum. Þessir menn, sem venjulega eru athafnamiklir í þjóðfélaginu, gera allt sem í þeirra valdi er til að stuðla að aukinni verð- bólgu, til þess að geta greitt hina gífurlegu eignasöfnun sína með verðminni peningum. Margir þessara manna eru helztu máttarstólpar flokks ráð- herrans og má geta nærri hvort þeim bregður ekki í brún, þegar forystuniaður flokks þein-a snýzt gegn hagsmunum þeiira á jr.fn áberandi hátt. Forsætisráðhecr- anum er vel trúandi til að standa við þessi orð sín, því að vitað er að hann hefir ekki miklar Framh. á bls. 2. HVAD ER AÐ SKE í FÉLAGSHEIMILUM? Eins og menn vita eru félagsheimili, eða samkomustaðir strjálbýlisins byggð að verulegu leiti fyrir opinbert fé, eða nánar tiltekið fé, sem innheimt er með skattöku á skemmt- anaskatti. Þessu fé hefir verið talið vel varið sökum þess, að með þessu væri verið að stuðla að því að sveitirnar legð- ust ekki í eyði. Unga fólkinu væri þar með gefið tækifæri til skemmtana, sem því væri þörf á og myndi sætta það fremur við fámennið úti á landsbyggðinni.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.