Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
Fréttir
INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010
Morgunblaðið/Júlíus
Mótorhjólatöffarar Árni Friðleifsson segir starfsmenn umferðardeildarinnar vera mikla áhugamenn um mótorhjól og umferðarmenningu.
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
ingibjorgrosa@mbl.is
Þann 16. júní 1960 var tilkynnt
stofnun sérstakrar umferðardeildar
lögreglunnar í Reykjavík og er
deildin því 50 ára um þessar mund-
ir. Við stofnun sína hafði deildin 8
mótorhjól til umráða, jafnmörg eft-
irlitshverfum borgarinnar, og tvo
lögreglubíla. Afmælisins verður
minnst í dag á lögreglustöðinni við
Hverfisgötu þar sem haldið verður
kaffisamsæti fyrir núverandi og
fyrrverandi starfsmenn deildarinn-
ar, um 120 manns, og farið yfir sög-
una í máli og myndum. Í dag heitir
deildin umferðardeild lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu og eru um
28 menn starfandi í deildinni sem
hefur það aðalhlutverk að fylgjast
með allri umferð á höfuðborgar-
svæðinu, fylgjast með ökuhraða og
að umferðarreglur séu virtar. Þá
eru viðbrögð við ölvunarakstri stór
þáttur í starfi deildarinnar, auk
þess sem umferðardeildin kemur að
vettvangi umferðarslysa á svæðinu.
Þá stýrir deildin umferð og lok-
unum í tengslum við hátíðir, skrúð-
göngur og opinberar heimsóknir á
höfuðborgarsvæðinu.. 
Til staðar fyrir ökumennina
Árni Friðleifsson varðstjóri í
umferðardeild segir stöðuna á um-
ferðarmálum borgarinnar nokkuð
góða og tölur sýni að slysum hafi
farið fækkandi á svæðinu síðustu
ár. ?En við erum mjög áfjáðir í að
lækka þá tölu enn meira. Við höfum
komið að mörgum slysum og bana-
slysum í gegnum tíðina, sem eru
svo mikill mannlegur harmleikur,
að við eflumst stöðugt í starfinu.
Hvert slys sem við getum komið í
veg fyrir er mikill sigur fyrir okk-
ur.? Umferðardeildin hefur yfir að
ráða 14 mótorhjólum, 2 lögreglubíl-
um og einum ómerktum mynda-
vélabíl. Árni segir mótorhjólaáhuga
samofinn deildinni, lögreglumenn
sem hafi áhuga á mótorhjólum,
akstri ökutækja og umferðarmenn-
ingu safnist í umferðardeildina.
?Starfið byggist á því að menn séu
á bifhjólum og flestir sem hafa ver-
ið starfandi hér eiga sjálfir mót-
orhjól,? segir Árni og bætir við að
mótorhjólin virki mjög vel í barátt-
unni fyrir bættri umferðarmenn-
ingu þar sem löggæslan sé mjög
sýnileg. ?Við getum nálgast öku-
menn á annan hátt en bílar, það er
öðruvísi yfirferð á hjólunum í um-
ferðinni. Starfið felst í að vera
þarna úti og grípa inn í ef eitthvað
bjátar á og vera til staðar fyrir öku-
mennina.? 
Umferðardeild í fimmtíu ár 
L50098 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur kaffisamsæti fyrir umferðardeildina
L50098 Lögreglumótorhjólin eru hluti af umferðinni og gera löggæsluna sýnilegri
Ljósmynd/Sigurður G. Norðdahl úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafninu
Upphafið Lögregluþjónar fyrir framan Sóleyjargötu 1 um 1950.
Á mótorhjólum í 70 ár
» Lögreglan hóf að nota
mótorhjól við löggæslustörf
upp úr 1940.
» Í desember 1959 var fyrst
prófað að hafa sérstaka bif-
hjóladeild að störfum við um-
ferðareftirlit, til að sinna jóla-
ösinni á götum borgarinnar.
» Fyrstu yfirmenn umferð-
ardeildarinnar sem stofnuð var
í júní 1960 voru Sverrir Guð-
mundsson og Sigurður E.
Ágústsson.
» Tveir lögreglumenn hafa
látist í bifhjólaslysum við
skyldustörf, árin 1961 og 1967.
Árni Friðleifsson er varðstjóri
og yfir hjólaflotanum.
?Við erum að
vinna hér baki
brotnu við að
greina þessi
gögn, en í stórum
dráttum get ég
sagt að þetta
kemur bara
nokkuð vel út.
Það er helst ef
fólk er með ein-
hver undirliggj-
andi vandamál, svo sem astma, sem
þetta hefur valdið ákveðnum erfið-
leikum,? segir Haraldur Briem sótt-
varnalæknir, spurður hvaða áhrif
askan úr Eyjafjallajökli hefur haft á
heilsu fólks, en endanlegar niður-
stöður úr yfirstandandi rannsókn
eru væntanlegar eftir helgi. 
Haraldur segir að margir hafi
fundið fyrir særindum og þurrki í
hálsi og sviða í augum vegna ösk-
unnar, en að ekki sé búist við því að
langvarandi áhrifa gæti vegna henn-
ar. Engin gögn sem til eru bendi til
þess. ?En við höfum vaðið fyrir neð-
an okkur, skoðum fólkið og munum
fylgjast með því áfram,? segir Har-
aldur. hjorturjg@mbl.is
Langvar-
andi áhrif
óþekkt
Afleiðingar gosösku á
heilsu fólks óþekktar
Haraldur 
Briem 
Sigurður Valur
Ásbjarnarson
hefur verið ráð-
inn bæjarstjóri í
Fjallabyggð og
mun hefja störf
um næstu mán-
aðamót.
Sigurður Valur
er enginn ný-
græðingur í
sveitarstjórnarmálum en undanfarin
18 ár hefur hann verið bæjarstjóri í
Sandgerði og þar áður var hann
bæjarstjóri á Álftanesi. 
Meirihlutastjórn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks er við
völd í Fjallabyggð líkt og var síðasta
kjörtímabil. 
Flokkarnir voru sammála um að
ráðinn yrði utanaðkomandi bæjar-
stjóri.
Bæjarstjóri
Fjallabyggðar
Sigurður Valur 
Ásbjarnarson
Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi?BYKOGranda ?Litaver Grensásvegi?BYKOKauptún ?BYKOAkranesi
AxelÞórarinsson málarameistari,Borgarnesi?Snæþvottur Grundarfirði?VirkiðHellissandi?Núpur byggingavöruverslun,Ísafirði?Vilhelm Guðbjartsson
málarameistari,Hvammstanga ?Verslunin Eyri, Sauðárkróki?BYKOAkureyri?Verslunin Valberg,Ólafsfirði?BYKOReyðarfirði?G.T.VÍKEgilsstöðum
Verslunin PAN, Neskaupstað?BYKOSelfossi?Miðstöðin Vestmannaeyjum ?BYKOKeflavík.
Notaðu sumarið til að búa í haginn fyrir veturinn.
80% málarameistara
*
velja
útimálningu fráMálningu
fyrir íslenskar aðstæður
ÍSLENSKA
SIA.IS
MAL
50048
05/10

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40