Framsóknarblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 1
MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA 1 VESTMANNAEYJUM 10. tölublað 43. árgangur V estmannaeyjum, 9. nóvember 1984 CTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA Ályktun um sjávarútvegsmál Kjördæmisþing framsóknar- manna í Suðurlandskjördæmi haldið á Selfossi 3. nóvember 1984 lýsir fullum stuðningi við stefnu sjávarútvegsráðherra Halldórs Ásgrímssonar í sjávarútvegsmálum. Þingið minnir á að um langan tíma hafa ekki jafnmiklir erfiðleikar steðjað að íslenskum sjávar- útvegi og um þessar mundir. Það er því mikilvægt að þessi undirstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar skuli vera undir forsæti framsóknarmanna. Þrátt fyrir tímabundna erfið- leika sem nú steðja að sjávar- útveginum vegna minnkandi afla og óhagstæðra ytri skil- yrða, þá er ljóst að sjávar- útvegurinn mun um næstu framtíð verða sú atvinnugrein sem þjóðin byggir sína lífs- afkomu á. Aðal ástæður þess- ara erfiðleika eru, að verulegur samdráttur hefur orðið í afla á ýmsum verðmestu fisktegund- um og flestar rekstrarvörur og sú þjónusta sem sjávarútvegur- inn þarf á að halda hefur fengið að hækka langt umfram það sem eðlilegt getur talist og síðast en ekki síst hafa margar af útflutningsafurðum lækkað í verði á heimsmarkaðinum, auk þess er um sölutregðu að ræða. I sjávarútveginum liggja margir ©nýttir vaxtarmöguleikar eins og ónýttir fiskistofnar og hægt er að auka til muna verðmæti þess afla sem um borð í fiski- skipin kemur. íslendingar eru meðal fremstu þjóða heims á sviði sjávarútvegs, þjóðin býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði. Mjög mikilvægt er því að gera þetta hugvit þjóðar- innar að útflutningsvöru. Þó að ástandið í sjávarútvegi sé víða bágborið, er það hvergi verra en í okkar kjördæmi. Vegna seiða- og smáfiskadráps er nú svo komið að stærsti hluti lítil þorskstofns er fjögurra ára fiskur. Sá fiskur heldur sig á uppeldissvæðunum, og gengur ekki á suður og suðvesturmið, þess vegna hlýtur að koma að því innan tíðar að á þeim miðum veiðist eingöngu ufsi og karfi. Það hlyti að hafa alvar- legar afleiðingar fyrir kjör- dæmið. Sú stétt sem hvað dýpstan skilning hefur sýnt á þeim efnahagserfiðleikum sem þjóð- in á við að etja er sjómanna- stéttin, það er líka sú stétt sem sýnt hefur í verki að hún er tilbúin til að færa fórnir í bar- áttunni við verðbólguna. Það er því sanngirnismál að sjómenn fái samsvarandi hækkun á sín- um launum um áramót þegar fiskverð verður ákveðið eins og aðrar stéttir hafa nú samið um. Einnig þarf kauptrygging að hækka all verulega umfram al- mennar launahækkanir. Kjördæmisþingið vill benda á eftirfarandi atriði til að vinna sjávarútveginn út úr þeim erfiðleikum sem hann býr nú við: nytjastofnum og afla sem gleggstra upplýsinga um ástand þeirra og lífríki sjávarins, þannig að auðveldara verði að — Stöðugt verðlag, en ein meginforsenda þess er stöðugt gengi. — Aukin verðmætasköpun, með bættri fiskmeðferð og nýt- ingu á fiskúrgangi sem hingað til hefur verið hent. — Leitað verði leiða til að spara bæði í útgerð og fisk- vinnslu. Svokallað kvótakerfi er mikilvægt skref í þessa átt. — Rannsaka þarf nýtingar- möguleika þeirra fisktegunda hér við land, sem ekki hafa verið nýttir hingað til. — Stórauka þarf rannsóknir á segja fyrir um afrakstursgetu þeirra. — í framtíðinni er nauðsynlegt að sníða stærð fiskiskipastóls- ins skilyrðislaust við að jafn- vægi ríki milli afkastagetu flotans og afkastagetu fiski- stofnanna. — Meta þarf afrakstursgetu fiskistofnanna u.þ.b. fimm ár fram í tímann og á grundvelli þess mats verði síðan fiskveiði- stefna hvers árs mótuð. — Miða þarf afkastagetu fiski- skipastólsins við þessa fimm ára áætlun og þó að eitt ár verði afrakstursgeta stofnanna meiri en afkastageta flotans þá skuli ekki hækka aflamörkin heldur leyfa einhverju að lifa áfram og stækka. — Ekki skal gengið útfrá því sem vísu að hefðbundnar vinnsluaðferðir séu þær einu sem henta okkar hagsmunum. Við fjárfestingu í fiskvinnslu skal þess gætt að hún þjóni sem best framtíðarhagsmunum þjóðarinnar. Stefnt skal að frekari fullvinnslu alls sjávar- fangs, er lífefnaiðnaður mjög athygli- og áhugaverður í því sambandi. — Kanna ber hvort ekki sé markaður fýrir okkar sjávar- afurðir erlendis, verkaðar á annan hátt en gert hefur verið hingað til t.d. ferskfisk. En til þess að örva útflutning á ísl. sjávarafurðum þá þarf að heimila öðrum seljendum en hefðbundnum og lögbundnum sölusamtökum sölu á ísl. sjávarafurðum erlendis. — Leggja skal áherslu á það á næstunni að hefja útflutning á tækniþekkingu og reynslu sem til er í atvinnulífinu og þá sér- staklega á sviði sjávarútvegs. Kjördæmisþingið lýsir yfir stuðningi sínum við þær hug- rnyndir sem liggja að baki kvótakerfinu sem tekið var upp á þessu ári. Kjördæmisþingið varar mjög við þeim sölum sem átt hafa sér stað á kvótum milli landshluta og telur það í andstöðu við rétt- lætiskennd manna að einstakir útgerðarmenn geti notfært sér almannaeign sem féþúfu. Kaupfélag Vestmannaeyja, verslunarhús Goðahrauni 1; Nýbygging í vesturbænum Einnar hæðar steinsteypt hús með límtrésþakbitum og litaðri stálklæðningu á þaki. Flatarmál hússins er samtals 606,8 m2, sem skiptist í lager o.fl. 157,6 m2, sjoppa og bensínsala 141,5 m2 og verslunarrými 367,6 m2. Rúmmál hússins er 2.852,0 m3. Húsið er teiknað á Teikni- stofu Sambandsins og aðal- arkitekt er Gunnar Guðnason Guðnasonar kaupfélagsstjóra hér á árum áður. Burðarvirki eru teiknuð af Verkfræðistofu Braga Þorsteinssonar og Ey- vindar Valdemarssonar, aðrar verkfræðiteikningar eru unnar af Teiknistofu Sambandsins. Framkvæmdir við jarðvinnu og undirstöður hófust haustið 1982 og var verktaki Valgeir Jónasson trésmíðameistari, en um lagnir sá Fjölverk h.f. Núverandi átangi sem nú er langt kominn, nær til fullnaðar- frágangs að utan og tilbúið undir tréverk að innan. Aðal- verktaki er Erlendur Pétursson trésmíðameistari og undir- verktaki Geisli h.f. Áformað er að ofangreind- um verkþáttum verði lokið um miðjan þennan mánuð og að verslunin verði opnuð í mark- aðsformi í byrjun desember. Áætlaður byggingarkostn- aður er um 10 milljónir króna. Ályktun um v erslun og þjónustu Söluskattur verði mishár, lækki eftir því sem fjær dregur frá Reykjavík. (Þetta verði gert til þess að jafna að hluta að- stöðumun dreifbýlisins, vegna flutninga og fjarlægðar frá upp- og umskipunarhöfn, sérstak- lega ætti þessi leið að vera auð- veld, ef upp verður tekinn virðisaukaskattur). Söluskattur verði felldur niður af flutningskostnaði dreifbýlisverslunar. Haldið verði uppi fræðslu og áróðri um að fólk versli í sínum heimabyggðum, þar sem því yrði meðal annars gert ljóst að verslun fylgir atvinna. Tollafgreiðsla færist í aukn- um mæli heirn í hérað þar sem því verður við komið. Landsbyggðin athugi með sameiginleg innkaup, þar sem það er talið hagkvæmt. ósm.: Gudmundur Sigfússon

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.